top of page
Search


Chelsea gegn Brentford
Keppni: Úrvalsdeildin, 22. umferð Tími, dagsetning: Laugardagur 16. janúar kl. 15:00 Leikvangur: Stamford Bridge, Lundúnir Dómari: John Brooks Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Guðna Reyni Þorbjörnsson Já, kæru Chelsea aðdáendur. Enska úrvalsdeildin hefst aftur hjá okkar mönnum eftir tvo bikarleiki í sitthvorri keppninni. Á laugardaginn mæta liðsmenn Brentford á svæðið, en þeir hafa komið verulega á óvart í vetur og sitja nú í 5. sæti deildarinnar með 33 stig. Brentfo
7 hours ago5 min read


Undanúrslit gegn Arsenal
Keppni: Enski deildarbikarinn, undanúrslit fyrri leikur Tími, dagsetning: Miðvikudagur 14. janúar kl. 20:00 Leikvangur: Stamford Bridge, Lundúnir Dómari: Simon Hooper Hvar sýndur: Viaplay Upphitun eftir: Hafstein Árnason Það var ánægjulegt að verða vitni að því þegar Chelsea mætti Charlton í hinum enda borgarinnar í ensku bikarkeppninni um helgina. Þetta var fyrsti leikurinn undir stjórn Liam Rosenior. Það fór ákveðinn hrollur um mann þegar byrjunarliðin voru birt klukkutí
5 days ago7 min read


Charlton Athletic gegn Chelsea í FA bikar
Keppni: Enski bikarinn , 3. umferð Tími, dagsetning: Laugardagur 10. janúar kl. 20:00 Leikvangur: The Valley, Lundúnir Dómari: Chris Kavanagh Hvar sýndur: Viaplay Upphitun eftir: Björgvin Óskar Bjarnason AGALEYSI FC. LONDON SW6 Tabula rasa Ég tók að mér (með löngum fyrirvara) að skrifa upphitun/inngang/hvata fyrir bikarleikinn gegn Chalton Athletic 10. janúar nk. Ég reyni yfirleitt að vinna mér í haginn en vildi samt láta árið renna út áður en ég byrjaði á greininni. Eft
Jan 99 min read


Fulham gegn Chelsea
Keppni: Úrvalsdeildin, 21. umferð Tími, dagsetning: Miðvikudagur 7. janúar kl:19:30 Leikvangur: Craven Cottage, Lundúnir Dómari: Peter Bankes Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Bjarna Reynisson Better the devil you know than the devil you don’t, en Enzo Maresca var enginn djöfull. Er Chelsea fast í vítahring af vanhæfi? Hringekja með Behdad Eghbali við stjórnvölinn. Yfirmenn íþróttamála ( e. sporting directors ) sem hafa eingöngu áhuga á ungum og efnilegum leikmönnum
Jan 65 min read


Maresca farinn - leikur við City
Keppni: Enska Úrvalsdeildin Tími, dagsetning: Sunnudagur 4. janúar 2026 kl. 17:30 Leikvangur: Etihad Stadium Dómari: Michael Oliver Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Þráinn Brjánsson Ég vil byrja þessi skrif á því að óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka ykkur líflegar og skemmtilegar umræður á árinu sem leið. Vona ég einnig að þið hafið haft einhverja ánægju og skemmtun af því að lesa það sem við skrifum fyrir ykkur. En það er óhætt að segja að nýtt ár byr
Jan 35 min read


Chelsea - Bournemouth
Keppni: Úrvalsdeildin, 19. umferð Tími, dagsetning: Þriðjudagur 30. desember kl. 19:30 Leikvangur: Stamford Bridge Dómari: Samuel Barrott Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Hafstein Árnason Það er óhætt að segja að desember hefur verið dálítið grimmur við Chelsea undanfarin ár. Leikurinn á laugardag gegn Aston Villa fer í sögubækurnar sem algjör vonbrigði. Byrjunarlið Maresca var sterkt á pappír fyrir utan að Badiashile var í vörninni á kostnað Wesley Fofana sem lék
Dec 29, 20256 min read


Chelsea gegn Aston Villa
Keppni: Úrvalsdeildin, 18. umferð Tími, dagsetning: Laugardagur 27. desember kl:17:30 Leikvangur: Stamford Bridge Dómari: Stuart Attwell Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Guðna Reyni Þorbjörnsson Kæru vinir, Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið öll haft það notalegt og gott yfir hátíðina. Á þriðja degi jóla fáum við heldur betur öfluga gesti í heimsókn á Stamford Bridge þegar hið gríðarsterka lið Aston Villa mætir á svæðið undir
Dec 26, 20254 min read


Newcastle gegn Chelsea
Keppni: Úrvalsdeildin, 17. umferð Tími, dagsetning: Laugardagur 20. desember kl:12:30 Leikvangur: St. James’ Park, Newcastle Dómari: Andy Madley Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Bjarna Reynisson Sigurbrautin er sæt og enn sætara er að Chelsea er á leiðinni á enn ein undanúrslitin, þau þriðju á undanförnum 18 mánuðum. Það var B-liðs bragur á liðsvalinu hjá Enzo Maresca sem mætti til leiks gegn Cardiff City í miðri viku, 11 breytingar frá sigurleiknum um síðustu helgi
Dec 19, 20254 min read


Cardiff í Carabao
Keppni: Deildarbikarip 8 liða úrslit Tími, dagsetning: þriðjudagur 16. desember kl: 20.00 Leikvangur: Cardiff City Stadium Dómari : Tony Harrington Hvar sýndur: Viaplay Iceland Upphitun eftir: Þráinn Brjánsson Í miðri jólaösinni er nú komið að 8 liða úrslitum Deildarbikarsins og leiðin liggur til Wales og á Cardiff Stadium þar sem við mætum efsta liði fyrstu deildar (e. League 1) enska boltans Cardiff City. Þetta gamalgróna félag situr nú í efsta sæti
Dec 16, 20255 min read


Chelsea gegn Everton
Keppni: Enska Úrvalsdeildin, 16. umferð Tími, dagsetning: Laugardagur 13. desember kl: 15.00 Leikvangur: Stamford Bridge, London England Dómari: Thomas Bramall Leikur sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir : Hafstein Árnason Á köldu desemberkvöldi í Bergamo, mættust Atalanta og Chelsea í sjöttu umferð Meistaradeildarinnar. Þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði lið, þar sem bæði höfðu safnað 10 stigum í fyrstu fimm umferðunum og voru að berjast um beinan sætisrétt í 16-liða úrs
Dec 13, 20254 min read


Atalanta gegn Chelsea
Keppni: Meistaradeildin, 6. umferð Tími, dagsetning: Þriðjudagur 9. desember kl: 20.00 Leikvangur: New Balance Arena, Bergamo Ítalía Dómari: Alejandro Hernandez (Spánn) Leikur sýndur: Líklega Viaplay Upphitun eftir : Guðna Reyni Þorbjörnsson Næstkomandi þriðjudag ferðumst við til Ítalíu og heimsækjum lið Atalanta á útivelli í Meistaradeild Evrópu. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem þessi tvö lið mætast og því er ekki til neinn sögulegur samanburður úr leikjum
Dec 8, 20254 min read


Bournemouth - Chelsea
Keppni: Enska Úrvalsdeildin, 15. umferð Tími, dagsetning: Laugardagur 6. desember kl: 15.00 Leikvangur: Vitality stadium, Bournemouth England Dómari: Michael Oliver Upphitun eftir : Hafstein Árnason Þremur dögum eftir 1–1 jafntefli gegn Arsenal þar sem Caicedo var sendur í sturtu snemma og liðið þurfti að spila með 10 mönnum í yfir 50 mínútur, leit Chelsea út fyrir að vera þreytt eins og gamall hundur eftir langan dag gegn Leeds. Þrátt fyrir það gerði Enzo Maresca fimm br
Dec 6, 20257 min read


Leeds gegn Chelsea
Keppni: Enska Úrvalsdeildin, 14. umferð Tími, dagsetning: Miðvikudagur 3. desember kl: 20.15 Leikvangur: Elland Road, Yorkshire England Dómari: Darren England Upphitun eftir : Þráinn Brjánsson Það er skammt stórra högga á milli nú þegar aðventan er gengin í garð. Nú er komið að 14. umferðinni í ensku úrvalsdeildinni og skottast nú okkar menn alla leið í Jórvíkurskíri og við heimsækjum Leeds á Elland Road. Við fáum tvo daga til að ná vopnum eftir stórskemmtilegan og vægas
Dec 2, 20256 min read


Stórleikur við Arsenal
Keppni: Úrvalsdeildin, 13. umferð Tími, dagsetning: Sunnudagur 30. nóvember kl:16:30 Leikvangur: Stamford Bridge, Lundúnir Dómari: Anthony Taylor Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Bjarna Reynisson Okkar menn eru í þrusu formi eftir að hafa flengt Barcelona í miðri viku. Gestirnir sáu aldrei til sólar á Brúnni, Cucurella setti Lamine Yamal í vasan í upphafi leiks, miðsvæðið var gjörsamlega eign Chelsea og ef ekki hefði verið fyrir nokkrar rangstæður og hendi í teignum
Nov 29, 20254 min read


Barcelona
Keppni: Meistaradeildin 5. umferð Tími, dagsetning: Þriðjudagur 25. nóvember kl: 20.00 Leikvangur: Stamford Bridge, Lundúnir Dómari: Slavko Vinčić (Slóvenía) Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Hafstein Árnason Það lá grár dumbungur í nóvember yfir Burnley, litlu verkmannaþorpi vestan við Manchester. Chelsea mættu í heimsókn á Turf Moor til að lumbra á heimamönnum. Yfirleitt hafa þessir leikir verið í gegnum tíðina eins og Pep Guardiola lýsti: eins og að fara til
Nov 23, 202516 min read


Burnley gegn Chelsea
Keppni: Premier League Tími, dagsetning: Laugardagur 22. nóvember kl: 12.30 Leikvangur: Turf Moor Dómari: Peter Bankes Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Þráinn Brjánsson Þá er leiðinlegu landsleikjahléi loksins lokið og 12. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar að detta í gang. Þennan laugardaginn förum við í heimsókn á Turf Moor og heimsækjum Burnley. Þeir eru í erfiðri stöðu í deildinni eða í 17. sæti með 10 stig en okkar ástsælu eru í því þriðja með 20 stig og að
Nov 21, 20255 min read


Minning - María Eyvör Halldórsdóttir
Kæru félagsmenn. Með hlýju og þakklæti minnumst við Eyvarar Halldórsdóttur, kærrar vinkonu okkar í Chelsea-samfélaginu á Íslandi, sem kvaddi þann 6. nóvember síðastliðinn eftir langa baráttu við veikindi, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Eyvör gekk til liðs við Chelsea-klúbbinn og Chelsea Football Club í október 2019 og varð strax bjartur ljómi í hópnum. Það varð okkur félögum hennar strax ljóst að þar var á ferð einlægur stuðningsmaður Chelsea Football Club. Áhugi hennar á m
Nov 14, 20252 min read


Heimaleikur gegn Wolves
Keppni: Úrvalsdeildin, 11. umferð Tími, dagsetning: Laugardagur 8. nóvember kl:20:00 Leikvangur: Stamford Bridge, Lundúnir Dómari: Andrew Kitchen Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Björgvin Óskar Bjarnason Kæra Chelsea-fólk. Ég sat hér í stofunni minni á Íslandi, kaffibolli í annarri og fjarstýringin í hinni, og horfði á okkar menn fara 5.000 kílómetra austur í Azerbaídsjan til að mæta Qarabag í Baku. Þetta var eins og að senda lambið í sláturhúsið – en lambið kom lifa
Nov 7, 202510 min read


Qarabag FK gegn Chelsea
Keppni: Meistadeildin, 4. umferð Tími, dagsetning: Miðvikudagur 5. nóvember kl. 17:45 Leikvangur: Tofiq Bahramov Republican Stadium, Baku, Azerbaijan Dómari: Sebastian Gishimer (Austurríki) Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Hafstein Árnason Það er komið, það er komið! Fimmti sigurnum í röð gegn erkifjendunum frá Tottenham! Laugardagskvöldið 1. nóvember 2025 varð enn eitt kvöldið sem Tottenham Hotspur völlurinn, einnig þekktur sem "Three Point Lane", breyttist í heimav
Nov 4, 20255 min read


Heimsókn til Spurs
Keppni: Úrvalsdeildin, 10. umferð Tími, dagsetning: Laugardagur 1. nóvember kl:17:30 Leikvangur: Tottenham Hotspur Stadium, Lundúnir Dómari: Jarred Gillett Hvar sýndur: Sýn Sport Upphitun eftir: Bjarna Reynisson Jæja góðir hálsar, okkar ástkæru bláklæddu garpar snúa aftur í Úrvalsdeildinni á morgunn eftir vægast sagt skrautlega viku. Frá því að tapa gegn Sunderland á Brúnni yfir í heimsókn til Wolverhampton í Carabao bikar leik þar sem allt var í blóma, stefndi í þægilegan
Nov 1, 20254 min read


CFC.IS
BLOGGSÍÐA TILEINKUÐ CHELSEA FOOTBALL CLUB
bottom of page

