Stórleikur við Arsenal
- Jóhann Már Helgason

- 11 minutes ago
- 4 min read
Keppni: Úrvalsdeildin, 13. umferð
Tími, dagsetning: Sunnudagur 30. nóvember kl:16:30
Leikvangur: Stamford Bridge, Lundúnir
Dómari: Anthony Taylor
Hvar sýndur: Sýn Sport
Upphitun eftir: Bjarna Reynisson

Okkar menn eru í þrusu formi eftir að hafa flengt Barcelona í miðri viku. Gestirnir sáu aldrei til sólar á Brúnni, Cucurella setti Lamine Yamal í vasan í upphafi leiks, miðsvæðið var gjörsamlega eign Chelsea og ef ekki hefði verið fyrir nokkrar rangstæður og hendi í teignum þá hefði staðan auðveldlega geta verið 6 - 0 í lok leiks. Við þurftum hins vegar að sætta okkur við “bara” 3 - 0. Meistarar síðasta tímabils molna þegar þeir mæta Chelsea liði Enzo Maresca, England, Spánn og Frakkland í pokanum. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn fyrir áframhaldandi velgengni í Meistaradeildinni þar sem að bikarkeppnir virðast henta Maresca virkilega vel. Þar mætum við sókndjarfari liðum sem að pressa hátt og sitja ekki til baka í lágri blokk. Maresca var í baráttunni um Johan Cruyff verðlaunin sem veitt eru þjálfara ársins á Ballon d’Or hátíðinni. Titilinn fór á endanum til Luis Enrique stjóra PSG en ásamt þessum tveimur voru Hansi Flick, Antonio Conte og Arne Slot tilnefndir. Þess má til gaman geta að Maresca er búinn að leggja lið allra þessara stjóra á undanförnum sex mánuðum að Antonio Conte undanskildum en það tækifæri gefst í lok janúar þegar okkar menn mæta Napoli í Meistaradeildinni. Gengið í síðustu 10 leikjum í öllum keppnum hefur verið gott átta sigrar, eitt jafntefli og eitt óvænt tap gegn Sunderland. Hvernig stjórinn er að nýta hópinn er algjörlega til fyrirmyndar og fyrir utan nokkra fastagesti á meiðsla listanum þá er hópurinn í góðu standi og styrkist um helgina þar sem Cole nokkur Palmer er tilbúinn í tuskið. Þá er Dario Essugo einnig að snúa til baka úr meiðslum og því verður auðveldara að hvíla Caicedo og Enzo ef þörf krefur.

Það er fátt sem að fer meira í mig heldur en hroki. En Lamine Yamal var einmitt brattur og hrokafullur í viðtali eftir viðureign Barcelona gegn Athletic Club, La Liga leikurinn þeirra fyrir Chelsea leikinn. Þar sagði hann “Stóri leikurinn var í dag, í miðri viku eigum við bara leik” ég er viss um að þetta hafi verið notað sem hvatning fyrir okkar menn. Cucurella gaf honum engan grið og gjörsamlega lokaði á allt sem að hann reyndi að gera. Á sama tíma blómstraði Estevao í leiknum og skoraði stórglæsilegt mark eftir að dansa framhjá Balde og Cubarsí. Yamal gegn Estevao vangaveltunni svarað ef að þið spyrjið mig. Myndi allan daginn taka auðmjúka trúaða undrabarnið í liðið mitt fram yfir hrokafulla djammarann. Ég myndi þó klárlega skilja símann minn eftir í hurðinni til að kíkja á eitt gott kynsvall með Yamal og dvergunum sjö.
Óhætt er að segja að Robert Sanchez hefur farið framförum á milli stanganna, klúbburinn og Maresca eru sagðir kunnu að meta hvernig hann er að stíga upp sem leiðtogi samhliða betri frammistöðum á vellinum. Samkeppni hans, Filip Jörgensen, er hins vegar í alvöru brasi hjá klúbbnum og hefur ekki litið vel út í dágóðan tíma. Ensku götublöðin rita að hann (Jörgensen) gæti jafnvel verið á útleið frá klúbbnum og þá yrði Mike Maignan, markmaður AC Milan, sóttur á frjálsri sölu í sumar. Ég rýndi aðeins í tölfræðina á Sanchez, Maignan, Mike Penders og David Raya.

Þar má sjá að Penders og Maignan skara fram úr í flestum þáttum. Maignan er með öruggar hendur, með besta vörslu hlutfallið og tekur á sig að verja vítaspyrnur líka. Penders virðist vera sendinga meistarinn með 84% hlutfall heppnaðra sendinga og 40% hlutfall heppnaðra langra sendinga.
Ég hef alltaf haft ákveðið horn í síðu Sanchez en meðan hann er leikmaður Chelsea styð ég að sjálfsögðu við hann og lengi megi hann halda áfram að koma með bættar frammistöður. Ég tel að það væri honum til gagns að fá betri samkeppni og því ætti Chelsea að sækja Maignan.
Alvöru verkefni í vændum þegar Skytturnar koma í heimsókn. Það eru ýmis rök fyrir því að þetta sé í raun frábær tími til að mæta Arsenal. Þeir eru án hins áreiðanlega bakverði Gabriel sem að meiddist í vináttuleik gegn Senegal í síðasta landsleikjahléi. Að auki eru þeir án alvöru framherja, enginn Havertz, enginn Gyökeres, enginn Jesus. Það er mikið undir í þessum leik enda eru Nallararnir á toppi deildarinnar sex stigum á undan Chelsea. Þetta er því sex stiga leikur og mikilvægt fyrir okkar menn að mæta einbeittir og fullir eldmóðs. Ekki einungis til þess að halda pressunni á Arsenal heldur væri einnig mjög gaman að sjá Chelsea setja tvö til þrjú mörk í leiknum til að skemma vonir Arsenal um að bæta “fæst mörk fengin á sig yfir heilt tímabil” metið sem að José Mourinho setti á sínu fyrsta tímabili, 04-05, með Chelsea. Nallararnir skora mikið úr föstum leikatriðum en 10 af 24 mörkum þeirra í deildinni hafa komið úr föstum leikatriðum. Ég vil ekki sjá neitt af því að okkar fyrrum leikmaður Madueke hafi jákvæð áhrif á þennan leik og er það í höndum Reece James að halda honum hljóðum. Cucurella ætti að vera með Saka í teskeið. Miðsvæðið verður þar sem leikurinn vinnst eða tapast og því hef ég valið þrjá miðjumenn í liðsuppstillingunni minni.
Við þurfum að velja liðið til að takmarka helstu ógn Arsenal, föstu leikatriðin. Jafnvel þó að Gabriel sé meiddur þá stafar enn ógn af þeim úr hornspyrnum og öðrum föstu leikatriðum. Það er ánægjuefni að Robert Sanchez er orðinn meira sannfærandi í boxinu því að það verður mikilvægt í þessum leik. Fyrir framan hann myndi ég stilla upp stóru strákunum Tosin frænda og Badiashile, Reece James í hægri bakverðinum, Cucurella vinstra megin. Andrey Santos og Caicedo á miðsvæðinu með Enzo Fernandez þar fyrir framan. Garnacho á vinstri kantinum, Pedro Neto á hægri kantinum og Liam Delap í framherjanum. Ég spái okkar mönnum 2 - 1 endurkomu sigri. Cole Palmer kemur inn af bekknum og skorar sigurmarkið.
P.s. Vakin er athygli á að Chelsea Football Club lokar á endurnýjanir og nýskráningar fyrir þá sem vilja njóta forkaupsréttar á miðum hjá okkur laugardaginn 13. desember n.k. Það getur tekið allt að 48 klst. að skráning verði virk í kerfinu hjá þeim í London og er því ekki hægt að ábyrgjast að greiðslur árgjalda og skráningar sem berast okkur eftir 11. desember n.k. nái tímanlega í gegn. 11. desember eða fyrr eru því tímamörkin sem skipta mestu máli vegna endurnýjana og nýskráninga.
Skráningar- & endurnýjunarferlið er á www.chelsea.is (https://chelsea.is/gerastfelagi/).
Þar er einnig að finna upplýsingar um árgjöld, innihald hvers árgjaldsflokks, bankareikning og kennitölu Chelsea-klúbbsins.





Comments