Meistaradeildin: Nú er að duga eða drepast gegn Real Madrid
Keppni: Meistaradeild Evrópu Dag- og tímasetning: Þriðjudagurinn 12. Apríl kl 19:00 Leikvangur: Santiago Bernabéu Hvar er leikurinn sýndur? Viaplay, Sky Sports, Ölver ofl Upphitun eftir: Snorra Clinton Chelsea Jæja þá er komið að því! Önnur lota í viðureign Chelsea á móti Real Madrid og í þetta sinn förum við í ferðalag til Spánar þar sem okkur bíður heldur betur erfitt verkefni. Fyrri leikur liðanna sem fram fór í síðustu viku á Stamford Bridge endaði ekki alveg jafn vel fyr