top of page
Search

Arsenal vs. Chelsea

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardaginn 26.des 17:30

Leikvangur: Emirates Stadium

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport, Sky sports og NBC sports

Upphitun eftir: Snorra Clinton



Chelsea

GLEÐILEGA HÁTIÐ!!

Boltinn heldur áfram að rúlla eftir stutt hlé, enda þétt dagskrá sem liðin þurfa að komast í gegnum í desember. Okkar ástkæra lið er að fara mæta Arsenal á morgun í alvöru Lundúnarslag og svo mætum við sprækum Aston Villa mönnum aðeins tveimur dögum síðar.


Við fórum í jólafrí með 3 stig innpökkuð í ljótann gjafapappír sem búinn var til úr endurunnum servíettum frá því í fyrra…….. því miður var mitt mat á sigrinum á þennan hátt. En eins og öllum börnum um jólin þá er alltaf gaman að fá pakka, þeir eru bara mis skemmtilegir og í sumum tilfellum mjúkir. Sem betur fer get ég sett sigurinn í samhengi, pirraður út í frammistöðuna en þakklátur fyrir stigin 3. Snemma í leiknum fengum við skell þegar Chilwell þurfti útaf af að fara vegna meiðsla í ökkla, vonum auðvitað að hann verði “fit” sem fyrst og tilbúinn í rimmuna við Man City en Lampard hefur sagt að hæpið sé að hann nái leikjunum á móti Skyttunum og Villa mönnum. Blessunarlega komumst við snemma yfir í leiknum þegar “Faðir Vor” hann Tiago Silva stangaði boltann í netið eftir góða hornspyrnu frá Mason Mount. Við hefðum líkega átt að skora 1-2 til viðbótar í fyrri hálfleik en kall greyið hann Timo sló líklega Evrópumet í óheppni í þessum leik. Almennt gekk okkur illa að mynda almennilegar sóknir sem ógnuðu af einhverju viti og gáfum Hömmrunum tækifæri á að komast aftur inn í leikinn.


Horfandi á seinni hálfleik leið mér nánast eins og ég væri að horfa á fyrri rimmuna frá því í fyrra á móti Sheffield, þegar liðið tapaði niður 2-0 forskoti og seinni hálfleikur í þeim leik einn þeim versti sem ég hef séð. Mér leið eins og sú saga myndi endurtaka sig í seinni hálfleik á móti Hömmrunum þar sem ekkert sóknarlegt bit var í okkar mönnum og beið maður einfaldlega eftir jöfnunarmarknu. Einhverra hluta vegna gerðist það ekki og Tammy bætti við algjöru heppnismarki þegar hann datt inn í ömurlegt skot frá Timo og stýrði knettinum frá þeim Fabianzki. Rúmri mínútu síðar var Tammy aftur á stjá þegar Pulisc var óheppinn að ná ekki að skall boltann framhjá markverði West Ham. Tammy var þar réttur maður á réttum tíma og skoraði örugglega. Timo Werner hélt svo áfram að vinna að metinu sínu og átti hörkuskot í slánna stuttu seinna og hefðu við því getað bætt fleiri mörkum við.


Sigur er sigur en mér fannst þetta ekki góður sigur, leikurinn hefði auðveldlega getað farið allt aðra átt. Var þetta að mínu mati textabókardæmi um leik þar sem lokatalan og tölfræðin segja alls ekki alla sögun um hvernig leikurinn spilaðist.

Liðið og hverjir byrja

Frank Lampard lét þau orð falla á blaðamannafundi á Þorláksmessu að bæði Chilwell og Hakim “The Dream” Ziyech (eins og hann er kallaður á mínu heimili) væri enn nokkuð tæpir og því mjög ólíklegt að þeir nái næstu tveimur leikjum. Með þeim félögum á meiðslalistanum er Reece James, sem betur fer eigum við hann “Dave” Azpilicueta sem sýndi það á móti West Ham að hann hefur engu gleymt og við getum því verið nokkuð róleg.


Það er alltaf höfuðverkur að spá fyrir um byrjunaliðið, það er því tilvalið að minna á það að ég hef sjaldan verið kallaður Nostradamus en við gerum heiðarlega tilraun til að búa til fyrstu XI út frá rökum og dassi af óskhyggju. Fyrsti maður á blað þessa dagana er alltaf Heimakletturinn, Edouard Mendy, tel mig ekki þurfa eyða fleiri orðum í að útskýra það. Næstu tveir eru auðvitað besta CB par í evrópu í dag, þeir Zouma og Faðir Vor hann Tiago Silva. Saman eiga þeir risa þátt í því að Chelsea sé með 8 mörk úr 14 frá föstum leikatriðum!! Fyrirliðinn okkar heldur áfram á sýnum stað í fjarveru James og hann Emerson heldur áfram að leysa Chilwell af. Finnst mér sá síðarnefndi vera farinn að sína virkilegar framfarir í sínum leik og gaman að sjá hvað hann vill berjast fyrir Frank og liðið. Er gríðarlega ánægur með hans þátt í síðustu leikjum, nýtir sínar mínútur vel.


Á miðjunni munu Kanté og Mount halda áfram sem frá var horfið en ég tel að Havertz komi inn í stað Jorginho, mér finnst eins og Lampard sé að reyna spila honum í gang. Mig grunar svo að Pulisic og Werner haldi áfram á sitt hvorum kantinum með Konung Lundúna fremstan (Giroud). Aftur á móti væri ég mikið til í að sjá Odoi á hægri kantinum og Werner fremstan, tel þó þessa liðskipun líklegri kost.



Arsenal

Rauða liðið í Lundúnum er að ganga í gegnum þvílíka eyðimerkurgöngu! Liðið er einfaldlega í molum og virðist ekki getað keypt sér stig til að bjarga lífi sínu. Strákarnir hans Arteta hafa ekki unnið leik í deildinni síðan í byrjun nóvember. Liðið situr í 15. Sæti með aðeins 14. Stig og markatöluna -6 og hafa aðeins skorað 2 mörk í deildinni í desember (en 11 í öllum keppnum þó). Arteta virðist ekki getað ákveðið sig hvor leikmaðurinn er kaldari Lacazette eða Aubameyang og hefur hann verið að kasta þeim til skiptis úr hópnum eða á bekkinn. Allt lítur þó út fyrir að Aubameyang sé meiddur ásamt Kieran Tierney, sem er ágætis blóðtaka fyrir Skytturnar, en sá fyrrnefndi var þeirra lang besti maður í fyrra en ákvað að setjast í helgan stein er hann krotaði undir nýjan samning í haust.


Því miður fyrir stuðningmenn Arsenal þá er Evrópudeildin eini vígvöllurinn þar sem þeir standa vel að vígi. Liðið þarf gríðarlega mikið á 3 stigum að halda úr þessari riimmu, ekki bara vegna montréttar í London heldur líka til að fá punkta á töfluna og fyrir móralinn í hópnum. Tapi þeir leiknum eru þeir að daðra við fallsæti og gætu endað árið aðeins stigi frá fallsætinu.


Hinn eini sanni Willian verður líklega á sínum stað í byrjunarliði Arsenal - hann hefur alls ekki náð sér á strik í rauða liðinu í London og mætti halda að hann væri búinn að setjast í sama helga steininn og Aubameyang. Þurfum samt að hafa góðar gætur á Willian!


Spá

Í fyrra var Chelsea liðið til að mæta ef það átti að drepa ill álög og snúa við slæmu gengi. Sú er ekki sagan í þetta skiptin. Ég ætla mér að vera MJÖG bjartsýnn og segja að þetta verði kalkúna skytterí (e. Turkey shoot). Við rífum þetta vængbrotna og trúlitla Arsenal lið í okkur, lokatölur verða 5-0!!!! Mörkin koma frá Pulsic, Werner, Mount og Havertz (já þið lásuð rétt). Þetta tap Arsenal manna verður til þess að Arteta verður látinn fjúka og byrjar nýtt ár á atvinnuleysisbótum!

Comments


bottom of page