Keppni: Enska úrvalsdeildin
Dag- og tímasetning: laugardagur 02.október kl 14:00
Leikvangur: Stamford Bridge
Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport. Sky sport ofl
Upphitun eftir: Snorra Clinton

Chelsea
Jæja, þá er komið að síðasta leik fyrri enn eitt helvítis landsleikjahléið og í þetta sinn fáum við dýrlingana frá Southampton í heimsókn á Stamford Bridge. Chelsea mætir í þennan leik með tvo tapleiki í röð á bakinu og því er viljinn og krafan til að pakka þessum pésum saman á hæsta stigi. Chelsea var búið að vera taplaust í öllum keppnum frá upphaf tímabils. Svo var okkar ástkæra liði kippt niður á jörðina með töpum á móti City og svo núna síðast Juventus. Framundan eru „auðveldir“ leikir á blaði. Southamton, Brentford, Malmö og Norwich, við erum því kjörstöðu til að koma okkur aftur á flug og rífa upp tempóið gegn þessum minni spámönnum. Miðað við prógrammið og ef litið er á mótherjana hingað til, þá erum við á mjög fínum stað í deildinni. Ekki skemmdi fyrir að Utd og liverpool misstigu sig einnig nýverð. Chelsea situr því í 3ja sæti aðeins stigi frá Liverpool.
Þó svo að Chelsea sé mun sterkari aðili en Dýrlingarnir þá er skarð höggvið í liðið. Við verðum án Reese James, Kante og Pulsic að lágmarki, líkur eru þó á því að Gullkálfurinn verði með, þar sem Bragðarefurinn tjáði blaðamönnum fyrir leikinn „Mount is back from a minor injury“. Það er gríðarlega mikilvægt að fá hann aftur í liðið. Bæði fyrir hann sjálfan, til að hrista af sér slæma frammistöðu síðustu leikja, og einnig fyrir liðið í heild, þar sem ég er fullviss um að enginn stuðningsmaður Chelsea vanmeti orðið hversu góður leikmaður hann er fyrir okkur. Ef slíkir pappakassar eru enn þarna úti þá ættu þeir að hætta að lesa, girða sig og byrja bara að halda með Arsenal eða Grimsby, það væri jafngáfulegt eins og að efast Kálfinn okkar.
Maður hefur oft verið hræddur fyrir leiki sem þessa. Oftar en ekki missum við stig þegar við megum minnst við því. Þegar saman safnast eru það mikilvæg stig yfir tímabilið og stig sem við verðum að tryggja okkur ef klúbburinn ætlar sér að vinna titilinn. Því ítreka ég mikilvægi þess að buffa sólstrandargæjana frá suðrinu.
Byrjunarliðið
Þetta er nánast alltaf eins og að fara í BINGÓ. Alltaf ansi nálægt en fæ aldrei kalla hástöfum BINGÓ. En ég er alltaf jafn vitlaus og held áfram að versla spjöld og taka þátt, þannig ég get alveg eins skotið á byrjunarliðið. Mendy verður í rammanum og fyrir framan hann verða þeir Silva, Rudiger og Chalobah. Ég spái að CHO fái ekki startið frekar en fyrri daginn og Bragðarefurinn setji Azpi kallinn í RWB. Það hlýtur nú að koma að því að Chilwell fá startið og ég held að þetta verð leikurinn sem það gerist. Á miðjunni fáum við svo Jorginho og með honum spái ég að RLC fái sénsinn. Fremstu þrír verða svo Turbó-Vafflan ásamt Ziyech.

Southampton
Elsku kallarnir í Southampton hafa ekki enn unnið leik úrvalsdeildinni og sitja þeir fínum fíling í 16. sæti deildarinnar. Aftur á móti hafa þeir náð frábærum úrslitum á móti ótrúlegustu liðum. Þeir hafa stolið stigum frá mjög sterkum liðum í deildinni t.d. Man Utd, Man City og West Ham. Það er því nokkuð ljóst að þeir geta verið skelfilega erfðir mótherjar. Strákarnir hans Hassenhutl spila af mikilli orku og ákefð. Þeir pressa mótherjanna sína hátt og geta skapað vandræði fyrir hvaða lið sem er. Þeirra Akílesar hæll þessa stundina er framlag frá lyklmönnum. Ward-Prowse er aðeins með eitt mark og hefur ekki enn lagt upp á samherja sína. Adam Armstrong og Che Adams eru svo með mark og stoðsendingu samanlagt sín á milli. Reyndar hafa svo okkar menn, Livramento og Broja verið öflugir og þá sérstaklega sá fyrrnefndi.
Spá
Eitthvað segir mér að þetta verði hundleiðinlegur leikur þar sem Chelsea verður með boltann ca 70% í dauðaleit að marki. Dr. Þór Jensen, skeleggur penni fyrir CFC.is fór virkilega vandlega og fagmannlega yfir taktík liðsins fyrir City leikinn og hvet ég alla til að rýna snilli hans hér. Ég aftur á móti er ljósárum frá því að búa yfir sömu hæfileikum þegar kemur að því að greina og spá fyrir um taktík og leikkerfi liðanna. Ég held að þetta verði helvítis bras og vesen að eiga við. Taktíkinn er lýst hér að neðan af Gattuso vini mínum og lokatölur verða 1-0 með marki frá Timo Werner.

Comments