top of page
Search

Úrslitaleikur Heimsmeistarakeppni félagsliða - Chelsea vs Palmeiras

Keppni: Heimsmeistarakeppni félagsliða

Dag- og tímasetning: Laugardagur 12. febrúar 2022, klukkan 16:30

Leikvangur: Mohammed Byn Zayed Stadium í Abu Dhabi.

Hvar er leikurinn sýndur? Ölver Sportbar!

Upphitun eftir: Hafsteinn Árnason





Þá er komið að því!


Við erum í dauðafæri að bæta við eina bikarnum sem skortir í safnið. Síðast áttum við séns á þessu árið 2012, þá undir stjórn Rafa Benítez, en allt kom fyrir ekki og við máttum sætta okkur við óvænt 1-0 tap fyrir Corinthians. Að þessu sinni er andstæðingurinn Palmeiras frá Brasilíu. Þar sem Brasilía er mjög stórt land, spila liðin bæði í Brasilísku „lands“deildinni „Brasileirao Serie A“ sem nær yfir allt landið, og svo í fylkjadeildum.


Palmeiras spila í „Campeonato Paulista“ fylkisdeildinni, sem nær yfir svæðið í kringum borgina Sao Paulo. Fjórir stærstu klúbbarnir í þeirri deild eru Palmeiras, Sao Paulo, Corinthians og Santos. Í þeirri deild eru Corinthians sigursælasta liðið með 30 titla, en Palmeiras eru með 23 titla. En ef við skoðum Brasilerao deildina, þá er Palmeiras sigursælasta liðið með 10 titla, Santos og Flamengo (sem eru frá Ríó de Janiero!) með 8 og Corinthians 7. Basilerao deildin hefur sögulega skírskotun í nokkur mót, sem eru viðurkennd sem Brasilerao titlar.


Árið 1967 unnu Palmeiras tvö mót, sem telja bæði sem „landstitill“, þannig að liðið var tvöfaldur meistari á sama árinu. Ákvörðun sem hefur verið nokkuð umdeild eftir því sem undirritaður skilur. Liðið vann síðast Brasilerao titil árið 2018 og lenti í 3. sæti í síðustu keppni, en til allrar hamingju unnu Copa Libertadores sem gildir sem farseðill til Abu Dhabi! Nokkra athygli vekur Palmeiras hafa í raun ekki unnið heimsmeistarakeppni félagsliða, þó þeir eiga skráðan sigur frá 1951 í Copa Rio keppninni sem Jules Rimet á að hafa veitt blessun. Það mót á að vera „heimsmeistaratitill“ þar sem þau lið sem öttu kappi á þeim tíma voru Vasco Da Gama, Austría Vín, Nacional, Sporting Lisbon, Juventus, Rauða Stjarnan og Marseille. Hvað sem því líður, er staðan samt þannig að Palmeiras skortir þennan nútíma heimsmeistaratitil jafn mikið og Chelsea!


Það er samt eiginlega ómögulegt að segja hvaða lið sé sigursælasta lið Brasilíu. Veljið ykkur mælikvarða og verði ykkur að góðu.


Palmeiras eiga sér nokkuð merkilega sögu. Þetta er fjórði stærsti klúbburinn í Brasilíu ef fjöldi stuðningsmanna er einhver mælikvarði. Þeir eiga að telja rúmar 12 milljónir stuðningsmanna. Til samanburðar eru Flamengo stærsti klúbburinn með 42 milljónir, Corinthians með um 30 milljónir og Sao Paulo með um 16 milljónir stuðningsmanna. Aðrir klúbbar eiga minni en 10 milljónir þannig að þetta er býsna stór klúbbur. Klúbburinn var stofnaður árið 1914 af ítölskum innflytjendum undir nafninu „Palestra Itália“. Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á, var þeim beinlínis skipað að skipta um nafn. Brasilía lýsti stuðningi við bandamenn og Ítalir voru með öxulveldunum. Þannig varð nafnið „Palmeiras“ til og vísar til pálma. Palmeiras hafa átt hæðir og lægðir, á níunda áratugnum var ákveðin lægð þar sem klúbburinn tók upp svín sem lukkudýr félagsins. Stuðningsmenn Santos ætluðu að hæðast að klúbbnum með að nefna Palmeiras sem svínaklúbb, en stuðningsmenn tóku svíninu fagnandi og eru því þekktir sem svínin – eða eitthvað í þá veru. Ekki láta ykkur bregða þótt einhverjir brandarakallar verði með svínagrímur á leiknum.


Á tíunda áratugnum upplifði klúbburinn ákveðna upphefð þar sem brilliant leikmenn á borð við Roberto Carlos, Cesar Sampaio, Rivaldo og fleiri léku með liðinu. Liðið náði svo ákveðnum topppunkti með því að vinna Copa Liberdores árið 1999 undir stjórn góðvinar okkar Luis Felipe Scolari. Því miður, náðu þeir ekki að vinna Manchester United um heimsmeistaratitilinn það ár. Á þeim tíma var einn markvörður að nafni Marcos að skapa sér ákveðið nafn hjá brasilísku þjóðinni. Marcos var auðvitað aðalmarkvörður Brazza á HM2002 eins og flestir þekkja. Marcos er leikjahæsti leikmaður Palmeiras með 255 leiki – sannkallaður „BANDIERA“. Einungis leikmaður Palmeiras og brasilíska landsliðsins. Við segjum, takk fyrir þá hollustu.



En hverjir eru í Palmeiras í dag? Þegar undirritaður skoðaði hópinn voru ekki mörg kunnugleg nöfn. Dudu – man eftir honum úr football manager. Miðvörðurinn Gustavo Gómez, jújú – hann var hjá AC Milan í smá stund – en náði aldrei að breika inn í byrjunarliðið á þeim 3 árum sem hann var í Mílanó. Gómez er þó fyrirliði liðsins og paragvæska landsliðsins. Dudu komst aldrei lengra en til Dynamo Kiev á sínum ferli og greinilega kominn niður hæðina, en átti þó alveg bomber mark gegn egypsku afríkumeisturunum í Al Ahly í undanúrslitum.


Það virðist vera að hópurinn sé samsettur úr ákveðnum vonarstjörnum sem urðu ekki að neinu og hafa talsvera reynslur úr brasilísku deildinni, og nokkrum efnilegum leikmönnum. Í Copa Libertadores voru það strikerinn Rony og Raphael Veiga sem er klassísk tía að sjá um flest mörkin. Deyverson sem er „hinn“ strikerinn kom líka oft með mikilvæg mörk. Luiz Adriano spilaði með þeim á þessum tíma – já þessi Luiz Adriano sem gat eitthvað í Shaktar Donetsk en gat ekki keypt sér mark fyrir AC Milan. Hann er þó horfinn á braut.


Ef við myndum skoða Transfermarkt, og virða fyrir okkur efnilegu leikmennina, þá eru það miðjumenn liðsins. Þeir eru þrír – Danilo, Patrick de Paula og Gabriel Menino. Þeir eru metnir á 15 til 18 milljónir evra, sem er svo sem ekki stórt, en allir eru þeir fæddir í kringum aldamótin. Ungir og efnilegir – en ekki bjartasta vonin. Ónei. Bjartasta vonin hjá Palmeiras er 15 ára gutti. Ef þið skoðið Youtube eða aðra miðla, þá kemur það í ljós að little fella named Endrick, virðist vera heitasta eignin hjá Palmeiras. Hann hefur þó ekki átt skráðan leik ennþá, en sögusagnir á netinu segja okkur að Real Madrid, Barcelona, Juventus ofl lið séu farin að fylgjast með þeim kappa. Verður fróðlegt að fylgjast með honum á næstu árum, en hann er allt sem við getum ímyndað okkur sem er brasilískur bílastæðaboltastræker. Með sprengikraft sem minnir á feita Ronaldo og tekur hjólhestaspyrnur reglulega.


Ef það er eitthvað sem undirritaður óttast hjá Palmeiras, þá eru það stuðningsmennirnir. Þessi svín eru búin að koma sér vel fyrir í Abu Dhabi og ansi fjölmenn. Leikurinn gegn Al Ahly var með þeim hætti að maður upplifði völlinn eins og heimavöll Palmeiras. Eftir smá rannsóknarvinnu á Youtube er hægt að sjá nokkuð glöggt að þessir stuðningsmenn eru ekkert að grínast. Þeir kunna að tralla og búa til alveg „svínslega“ stemmningu. Það skal ekki vanmetið og undirritaður vonar, að okkar kæri Thomas Tuchel, nýkominn úr covid hvíld muni koma til með að gíra okkar leikmenn upp.



Við skulum alveg viðurkenna það, að Chelsea voru bara alls ekkert sannfærandi gegn Al Hilal. Ég ætla að leyfa leikmönnum að njóta vafans. Ég trúi bara að þeir hafi verið í öðrum gír allan leikinn. Lukaku skoraði – bara eitt mark. Við viljum sjá belgísku vöffluna éta minnimáttar varnarmenn í sig. Að hann hafi ekki skorað fleiri mörk gegn liði frá Sádí Arabíu og Plymouth í FA um daginn, er frekar ónotaleg tilfinning. Hann hefur verið að setja óræð skilaboð inn á samfélagsmiðilinn snapchat sem er hægt að túlka á ótal vegu. Það er eins gott að hann skili alvöru vinnu og græji þennan titil fyrir klúbbinn, því ef það syrtir í álinn – þá er hann eiginlega komin í slæm mál.


Látum þó af neikvæðni og horfum bjartsýn fram á veginn. Edouard Mendy er kominn til móts við hópinn eftir að hafa tryggt Senegal AFCON titil. Einu leikmennirnir sem eru fjarverandi eru Ben Chilwell, Reece James og Ruben Loftus Cheek. Fyrir utan þá ættum við að geta skipað okkar sterkasta liði sem völ er á – og núna með Thomas á hliðarlínunni.


Líkleg byrjunarlið:


Palmeiras (4-2-3-1). Weverton (markvörður). Piquerez, Gomez, Garcia, Rocha (varnarmenn), Danilo og Ze Rafael (djúpir miðjumenn), Raphael Veiga, Dudu og Gustavo Scarpa (framliggjandi miðjumenn) og Roni í striker.


Chelsea:

KTBFFH

- Hafsteinn Árnason

bottom of page