top of page
Search

We got Super Tommy Tuchel

Keppni: Premier League

Tími, Dagsetning: Sunnudagur 15. Janúar 2023 kl: 14.00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur: Síminn sport

Upphitun eftir: Guðna G. Kristjánsson
Jæja...Ég ætla að viðurkenna það hér með. að ég hef ekki horft á Chelsea FC í 90 mínútur frá því einhvern tíma í nóvember. Það er ekki afþví að ég er farinn að halda með Manchester City, eins og einhver glory hunter, heldur einfaldlega af því að ef eigendur liðsins taka þessu ekki alvarlega, afhverju á ég þá að gera það?

Hafnabolti og körfubolti eiga það sameiginlegt, að á miðju tímabili, geta lið bætt við sig kannski einum leikmanni sem snýr við öllu tímabilinu við. Lið sem eiga engan séns á titli, losa sig oft við stjörnuleikmenn til hæstbjóðanda, til að eiga meira úr að moða á næsta tímabili. Leikmenn ganga kaupum og sölum út tímabilið þvers og kruss og þetta virkar. Ef okkar ástkæri eigandi myndi kannski leggja frá sér Bud lightinn, þurrka hamborgamóðuna úr augunum á sér, og eins og kaninn segir „pick up a fucking book“, þá myndi hann kannski átta sig á því að fótbolti er liðsíþrótt. Það getur tekið ár fyrir leikmann að ná að koma sér inn í leikstíl hverrar deildar, því ólíkt hafnabolta er fótbolti alþjóðleg íþrótt sem er ekki bara spiluð í Kansas og Texas. Þjálfaravalið vekur líka upp spurningar. Afhverju var Tommi rekinn? Afþví að hann var svo erfiður í samskiptum? Ég væri líka erfiður í samskiptum við mann sem kynni ekki íþróttina (sagði einhver stjörnuleikur?). Og fyrst hann var byrjaður, þá losaði hann okkur líka við Marinu Granovskaia, Petr Cech og Bruce Buck - og fékk John Rambo, Ronald Macdonald og Robocop til að stjórna klúbbnum. Alvöru Amerískar hetjur!

"Todd the Toad" Boehly hefði kannski bara átt að hella sér í tebolla, halda kjafti og hlusta á allt þetta góða fólk sem umkringdi hann. Maður hefði líka haldið að hann hefði getað lært eitthvað á því að horfa á landa sína hjá Manchester United falla í nákvæmlega sömu gildru, þar sem einhverjir málaliðar voru fengnir héðan og þaðan. Hópurinn hjá Manchester United leit meira út eins og eitthvað munaðarleysingjahæli.

Þetta er ekki Hollywood FC eða Yankee fucking doodle-doo Fc. Þetta er Chelsea Football Club og þetta er ekki liðið sem ég byrjaði að halda með. Ef mér líður svona, þá get ég rétt ímyndað mér hvernig Roman Abramovich líður. Að sjá eitthvað sem hann setti blóð, svita og tár, í öll þessi ár. bara til að afhenda einhverri kanadrullu klúbbinn sem er að breyta honum í eitthvað McDonald's útibú. Lágmarks virðing væri að læra leikinn og hlusta á fólkið sem gerði klúbbinn afþví sem hann er í dag. Þjálfarinn frá Östersund og nýr kantmaður eru ekki að fara að breyta því á hvaða vegferð þessi kúbbur er því miður.


Okkur skal því ekki undra, að stuðningsmenn liðsins hafa verið að syngja nöfn Romans og Super Tommy Tuchel á síðustu leikjum. Ég get rétt ímyndað mér að stemmningin á Brúnni á eftir að vera fjandsamleg, bæði gegn Boehly og Potter. Kannski jafn fjandsamleg og þegar liðinu okkar var stjórnað af spænska kleinuhringnum Rafa Benítez. Jájá, það eru meiddir leikmenn og allt það en það er eitthvað andleysi í kringum liðið sem við erum ekki vön að sjá. Síðasti leikur gegn Fulham var hálfgert shitshow, eftir að við misstum Joao Felix útaf. Við sáum að Vottur Chalobah á ekkert erindi í byrjunarliðið og Kepa er farinn að gera mistök leik eftir leik, sem þekktist undir stjórn Lampard. Við erum í skítamálum. En okei, ætli byrjunraliðið gegn Palace verði ekki einmitt, spænski súkkulaðiúlnliðurinn í markinu. Cucurella verður í vinstri. Azpiluceta sennilega hægri bakvörður. Miðverðir Thiago Silva og Kalidou Koulibaly. Miðjan verður Jorginho og Kovacic. Mount, Chukwuemeka og Ziyech framliggjandi miðjumenn og Havertz verður á toppnum.
Næsti leikur

Crystal Palace 3-0 Chelsea FC. Þetta verður einhver ræpa og Potter ræður ekki við neitt. Áhorfendur munu syngja nöfn Roman og Tuchel.


Áfram Chelsea... eða eitthvað..

Comments


bottom of page