top of page
Search

WBA vs Chelsea - upphitun

Keppni: Enska Úrvalsdeildin - English Premier League

Dag og tímasetning: 26. September Kl 16:30

Leikvangur: The Hawthorns

Hvar er leikurinn sýndur: Síminn Sport

Upphitun eftir: Stefán Marteinn Ólafsson


Chelsea

Chelsea liðið heimsækir West Bromwich Albion á The Hawthornes leikvanginn þegar 3.umferð Ensku úrvalsdeildarinnar heldur áfram göngu sinni.

Chelsea hefur ekki byrjað sannfærandi þetta tímabilið en eftir heldur ósannfærandi sigur gegn Brighton í fyrstu umferð og svo tap gegn Liverpool í annari umferð er komið að þriðju umferð þar sem nýliðarnir í WBA taka á móti okkur og sýna vonandi sóma sinn í því að gefa okkur stigin þrjú, annað væri bara léleg gestrisni, smá grín, en samt ekki, því ég vill helst fá þessi þrjú stig og í fullkomnum heimi sannfærandi.


Ég ætla ekki að eyða miklum orðum um Carabao cup því það er erfitt að reyna ætla að taka mið af leik gegn hálfgerðu fallbyssufóðri í Championship deildinni. Þrátt fyrir sex marka sigur að þá gefur það ekki rétta mynd af leiknum því Barnsley hefðu hæglega getað strítt okkur í þessum leik ef þeir hefðu nýtt færin sín þar sem það var ekki beint skortur af færum frá þeirra enda og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.


Það er þó alltaf gaman að sjá ný andlit eins og Thiago Silva sem byrjaði leikinn og gaf Barnsley full auðvelt færi í byrjun leiks en vann sig svo vel inn í leikinn, maður það hversu góðan leikskilning þessi maður hefur og þrátt fyrir að vera ekki enskumælandi þá var hann duglegur að nota handabendingar og leiðbeina mönnum með þeim hætti. Ben Chilwell átti sömuleiðis innkomu og stoðsendingu svo hann er byrjaður að láta til sín taka í Chelsea treyjunni sem er ánægjulegt, verður spennandi að fylgjast með honum þegar fram líða stundir.


Ætla þó að gefa sérstakt hrós á Caballero fyrir að verja vel í leiknum en það er komið svolítið síðan við sáum svona frammistöðu frá markverði í okkar liði. Ég vil þá líka hrósa Kai Havertz fyrir að skora sína fyrstu þrennu á ferlinum fyrir aðallið, Tammy Abraham leiddi línuna vel og var með ,,Presence” þarna fremst sem mér fannst hann hafa skort svolítið í fyrra og vonandi byggir hann á það því hann átti góðan leik og linkaði vel við spilið.


Enn aftur að úrvalsdeildinni. Það er gríðarlega mikilvægt að svara og kvitta fyrir Liverpool leikinn strax og ekki leggjast í einhvern vítahring að tapa sjálfstrausti og stigum því það hefur sýnt sig að það skilar sjaldnast árangri í íþróttum og því þurfum við kröftugan sigur gegn WBA til að sparka tímabilinu af stað.



Ég spái því að Willy Caballero fái traustið í markinu hjá Frank Lampard, annað væri skrítið þvi eins og Frank Leboeuf kom inná eftir Liverpool leikinn að þá er Kepa með hausinn á allt öðrum stað en hann á að vera, sjálfstraustið hans í molum og hvorki honum né okkur neinn greiði gerður að hafa hann í markinu á meðan þessum fasa stendur en Kepa þarf að leita sér sérfræðiaðstoðar til að yfirstíga þennan vægast sagt slæma kafla í sínum ferli.


Reece James heldur sæti sínu í hægri bakverði og er á góðri leið með að tryggja sér þá stöðu til frambúðar. Miðvarðaparið mynda Thiago Silva og Kurt Zouma sem mér fynnst gríðarlega spennandi miðvarðarpar, Fikayo Tomori gæti líka fengið sénsin en hann átti góða innkomu geng Liverpool og var fínn gegn Barnsley í Carabao einvíginu en ég á þó ekki von á því að hann byrji. Ben Chilwell virðist vera farin af stað og þá býst ég við því að hann taki vinsti bakvarðarstöðuna, ef hann er ekki klár þá verður Azpilcueta vonandi þarna vinstra megin. Á miðjunni spái ég því að við sjáum Kané, Kovacic og Mount og fremstu þrír verða Werner, Havertz og Tammy Abraham.


Christian Pulisic verður ekki klár og sömu sögu er segja með Hakim Ziyech en góðu fréttirnar eru þær að þeir eru farnir að æfa á fullu og eru væntanlegir á næstunni, hvort sem það verði næsta vika eða vikan eftir það skal ósagt látið.


WBA

West Brom koma inn í þennan leik stigalausir og á botninum með mínus 6 í markatölu. Þar að auki duttu þeir út gegn Brentford í Carabao Cup og því eru þeir væntanlega farnir aðeins að skjálfa yfir því að tímabilið er ekki að byrja vel. Þeir töpuðu sannfærandi í fyrstu umferð gegn Leicester 0-3 og í annari umferð heimsóttu þeir Everton á Goodison Park þar sem þeir töpuðu 5-2 eftir að hafa komist yfir í leiknum og jafnað svo einum færri í 2-2 eftir að Kieran Gibbs hafði fengið að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir að slá James Rodriguez í andlitið og í hálfleik leitaði Slaven Bilic svara fyrir afhverju það mátti ekki slá mann í andlitið og Michael Dean fannst það svo fáránleg spurning að hann varð að gefa honum rautt fyrir það að vera svona vitlaus.

Annars er það í fréttum af WBA að við sjáum vonandi kunnulegt andlit þarna því Branislav Ivanovic er auðvitað mættur á The Hawthorns. Alvöru Chelsea legend þar.

Spá

Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn fyrir þennan leik og spá því að við hendum í flugeldasýningu. Frumsýningin á Edouard Mendy í markinu verður að bíða þar sem Frank Lampard metur það sem svo að það sé of snemmt að henda honum strax inn en okkar allra besti Willy Caballero sér vonandi um að verja einhver skot og halda hreinu og Thiago Silva sér svo um að binda saman vörnina til að auðvelda honum starfið. Fram á við sýnir Werner okkur markaskónna sína og setur tvö mörk, Mason Mount skellir sér á markalistann og það verður svo Tammy Abraham sem sér um að slökkva á þessu WBA partýi en hann er með gott record á móti þessum Championship standard sem WBA virðast vera bjóða uppá. Ég ætla að tippa á 5-0 og ásamt áðurnefndum markaskorurum þá fáum við mark úr óvæntri átt.


KTBFFH

- Stefán Marteinn

bottom of page