top of page
Search

Vont jafntefli við Southampton - Leikskýrsla og einkunnir



Chelsea fóru suður til Southampton í hádegisleik ensku Úrvalsdeildarinnar þennan laugardaginn. Thomas Tuchel kom að einhverju leiti á óvart í liðsuppstillingu sinni, gaf Kurt Zouma tækifæri í hjarta varnarinnar, setti Hudson-Odoi út úr liðinu og byrjaði með Tammy Abraham frammi.


Leikurinn var frekar lítið fyrir auga framan af þrátt fyrir það að okkar menn stjórnuðu leiknum, voru mikið meira með boltann en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Það var því gegn gangi leiksins að lánsmaðurinn frá Liverpool, hann Minamino, kom heimamönnum yfir. Tuchel sýndi enga miskunn og tók Tammy Abraham af velli í hálfleik fyrir Hudson-Odoi. Snemma í seinni hálfleik fiskaði Mason Mount víti sem hann tók sjálfur og skoraði.


Skemmst er frá því að segja að leikurinn endaði 1-1. Chelsea áttu nokkur hálf-færi í leiknum en nánast allir leikmenn liðsins áttu dapran dag sóknarlega ef undan er skilinn Mason Mount.


Expected Goals bardaginn


Umræðupunktar

  • Thomas Tuchel sýndi Callum Hudson-Odoi enga miskunn er hann tók hann af velli eftir að hafa sett hann inn á í hálfleik. CHO fékk 30 mínútur og að mati Tuchel var hann ekki að leggja sig 100% fram. Ég furða mig á þessari ákvörðun Tuchel því bæði Alonso og Werner voru báðir að spila afleiddlega sóknarlega og hefðu frekar átt að víkja að mínu viti.

  • Tammy Abrham var heldur ekki meiddur þegar hann fór út af í hálfleik. Tuchel sagði að hann hefði eindaldlega ekki náð neinni fótfestu í leiknum.

  • Það er áhyggjuefni hvað við sköpum lítið af færum þrátt fyrir þetta mikla boltahlutfall (e. posession). XG tölfræðin lýgur ekki - Tuchel hefur ekki náð að láta liðið smella saman sóknarlega.

  • Tuchel ætti að prófa að breyta aðeins um leikkerfi og prófa að spila leikaðferð sem er ekki svona hamlandi sóknarlega

  • Kurt Zouma sýndi sínar verstu hliðar í þessum leik og tel ég það alls ekki henta honum að vera í miðjunni á þriggja manna vörn - hann hefur ekki uppspilið í sér til þess. Hann þarf að axla sína ábyrgð á marki Southampton.

  • Mason Mount var eini leikmaðurinn sem virkilega vildi vinna þennan leik - aðrir voru bara slakir.

Einkunnur leikmanna

Mendy - 6

Zouma - 4,5

Rudiger - 6

Azpilicueta - 5

James - 6

Alonso - 5

Kovacic - 5

Kante - 5,5

Werner - 5

Mount - 8,5

Abraham - 5


Hudson-Odoi - 5

Ziyech - 5,5

Jorginho - 6



bottom of page