top of page
Search

Upphitun gegn Burnley – Hver mun kaupa Chelsea?

Keppni: Enska úrvalsdeildin Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 5. mars 2022, klukkan 15:00 Leikvangur: Turf Moor Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport Upphitun eftir: Hafstein Árnason


Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur. Það er sjaldan logn í kringum Chelsea football club! Vladímír Pútín er að gera okkur stuðningsmönnum enga greiða með því að láta eins og brjálæðingurinn sem hann sannarlega er. Roman Abramovich er og hefur alltaf verið tengdur Pútín. Í ljósi ástandsins sem ríkir, er alveg ljóst, að Roman neyðist til þess að selja félagið. Stefna vestrænna yfirvalda er að fara á eftir oligörkum Rússlands, og þar er Roman engin undantekning. Það er verið að frysta eignir og gera þær upptækar. Mörg ríki hafa riðið á vaðið og gert allskonar snekkjur og aðrar eignir þeirra upptækar, í þeirri von að veikja pólitíska stöðu Vladímír Pútín. Chelsea er stærsta eign Roman og hefur hann brugðist skjótt við aðstæðunum og sett klúbbinn á sölu. Hann fékk einn banka til að annast söluferlið og fóru því fljótlega fréttir að berast, m.a. sem Jóhann minntist á síðustu upphitun. Söluverðið er sagt vera í kringum 3 til 4 milljarða punda. Í yfirlýsingu sem Roman setti fram á heimasíðu Chelsea kemur fram að hann ætli að afskrifa lánin sem hann veitti Chelsea, þar sem þetta snérist aldrei um peninga af hans hálfu. Hann var aldrei þessi eigandi, sem vildi “græða” á því að eiga félagið, ólíkt mörgum öðrum eigendum knattspyrnufélaga (Spurjið bara aðdáendur Arsenal og Man Utd). Það má því búast við því að félagið verði selt fyrir minni pening en fréttir segja til um.


Hverjir geta keypt liðið? Íslandsvinurinn og laxveiðihöfðinginn í Vopnafirði, James Ratcliffe, sem er ríkasti maður Bretlandseyja, var strax nefndur. Enda hafði hann boðið áður í klúbbinn en féll frá kauptilboði vegna atriða í kringum Stamford Bridge. Það er núna komið í ljós að hann mun ekki gefa tilboð, í ljósi þess að hann og bróðir hans hafa keypt franska klúbbinn OGC Nice.

Aðrir kaupendur hafa verið nefndir, m.a. Todd Boehly eigandi LA Dodgers, Hansjörg Wyss, super pac stuðningsmaður Demókrata voru fljótt nefndir. Conor McGregor grínaðist með þetta en svo komu fljótt einhver prins frá Sádí Arabíu og einn tyrki að nafni Mushin Barak. Það er óhætt að segja að Conor McGregor eigi ekkert erindi í þetta, en það kemur væntnalega í ljós hvort það Sádinn eða Tyrkinn eigi erindi. Fleiri eiga örugglega koma að borðinu og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í næstu viku. Best væri að fá einhvern, sem er eins og Roman – die hard aðdáandi sem vill félaginu fyrir bestu. Í fullkomnum heimi væru ekki átök í Úkraínu og Roman væri ennþá til staðar.


En að næsta leik!


Það er heimsókn til tannlæknisins eins og Pep Guardiola orðaði það svo frægt hér um árið. Við erum að fara á Turf Moor, að mæta Burnley. Síðast þegar liðiðn mættust var það vonbrigða 1-1 jafntefli á Stanford Bridge þar sem liðið lék ekkert sérstaklega vel. Liðið hefur ekki verið sannfærandi í mjög langan tíma. Leikurinn síðast gegn Luton í FA cup hringdi mjög mörgum aðvörunarbjöllum. Vantar marga varnarmenn í liðið og Ruben Loftus Cheek var settur í miðvörð. Það sem vakti lukku í leiknum var að Timo Werner skoraði og lagði upp mörk. Romelu Lukaku skoraði líka. Það er líklegt að þeir fái annan séns eftir slíka velgengni. Thiago Silva og Vottur Chalobah snúa aftur í liðið eftir smávægileg meiðsli og enginn leikmaður meiddist nýlega. Azpilicueta er sá seini sem hefur ekki æft undanfarna daga og verður líklega ekki með.


Við reiknum með því að Chelsea starti Heimaklett Mendy í markinu í 3-4-3 kerfi. Varnarlínan verður Antonio Rudiger, Thiago Silva og Vottur Chalobah. Vinstri vængbakvörður Marcos Alonso og Reece James hægri bakvörður. Ég reikna með að Thomas Tuchel hvíli Kovacic og Ngolo Kante og leyfi Saúl og Jorginho að taka plássið á miðjunni. Framlínan verður Timo Werner, Romelu Lukaku og Mason Mount. Hakim Ziyech er klár í spil – en varla í byrjunarlið. Turbowafflan (Werner og Lukaku) mun skora og leggja upp – bara spurning hvor, gerir hvað?!Burnley hafa verið á ágætis siglingu að undanförnu og eru lið sem hefur grætt býsna vel á janúarglugganum. Wout Weghorst, þessi lúðalegi Peter Crouch meginlandsins, hefur lúðrað inn mörkum af alls kyns tagi. Sean Dyche helður í great escape vol. 6 eða 7, man hreinlega ekki hversu oft, hann hefur náð því, en það virðist vera að Burnley verði með okkur að ári í ensku úrvalsdeildinni. Í síðasta leik átti Nick Pope stórleik gegn okkur, og það er óhætt að segja að hann verði áfram. Aaron Lennon hefur svo átt góða leiki að undanförnu, eins ótrúlegt og það kann að vera. Byrjunar liðið hjá Burnley verður örugglega eftirfarandi: Pope í markinu, Roberts, Tarkowksi, Collins og Taylor í vörn. Lennon, Westwood, Brownhill og McNeil á miðjunni. Svo, litli og stóri frammi, Wout Weghorst og Max Cornet.


Spá

Við höfum harma að hefna gegn Burnley en fyrri leikurinn endaði ansi ósanngjarnt með 1-1 jafntefli. Fullkominn tími til þess að jafna um þann leik núna á morgun. Spái 3-1 sigri þar sem Reece James, Werner og Lukaku skora! KTBFFH

- Hafsteinn Árna

Comments


bottom of page