top of page
Search

Unglingarnir gegn Býflugunum

Keppni: Deildarbikarinn - EFL Cup

Dag- og tímasetning: Miðvikudagur 22. desember kl. 19:45

Leikvangur: Brentford Community Stadium

Hvar er leikurinn sýndur?: Stöð 2 Sport

Upphitun eftir Þór Jensen


Okkar menn mæta bíflugunum í Brentford í kvöld í 8 liða úrslitum Carabao Cup. Chelsea Football Club gerðu hvað þeir gátu til að fá leiknum frestað en án árangurs, leikurinn verður spilaður.

Chelsea

Síðasta leik spiluðum við með 4 útispilandi leikmenn á bekknum vegna fjarveru margra leikmanna með covid og aðrar kvefpestir. Tuchel staðfesti það á blaðamannafundi að allir þeir sem hefðu greinst með covid verða frá enda í 10 daga einangrun. Þá eru Chalobah og Christensen frá vegna meiðsla. Kanté verður ekki með eftir að hafa spilað of mikið gegn Wolves, sem Tuchel var ekki sáttur með að þurfa að gera og sagði að það hefði verið næstum því óskynsamlegt. Jorginho fékk falskt jákvætt svar úr sínu testi og er ekki með covid og verður í hóp á morgun. Ruben Loftus-Cheek verður líklega ekki með eftir að hafa misst af Wolves leiknum eftir smávægleg meiðsli. Þá haltraði Ziyech útaf gegn Wolves og er talinn ólíklegur til að byrja leikinn. Reece James og Mason Mount hafa spilað mjög mikið undanfarið og virkuðu þreyttir undir lokinn gegn Wolves og kæmi mér lítið á óvart ef þeir byrjuðu á bekknum í kvöld.

Tuchel staðfesti að 7 smit hefðu greinst í hópnum. Havertz var ekki í hóp gegn Wolves og fyrst var sagt að hann væri með covid en svo virðist ekki vera, maðurinn er einfaldlega lasinn heima einhverja með flensu. Sitt sýnist hverjum, en mér þykir þetta afar undarlegt. Staðfest smit í hópnum eru Lukaku, Werner, Hudson-Odoi, Chilwell og Lewis Baker.

Á blaðamannafundinum kom fram að Tuchel hefði tekið akademíustráka inn í aðalliðið og líklega munum við sjá einhver ný andlit í kvöld. Að minnsta kosti 8 akademíuleikmenn æfðu með aðalliðinu fyrir Brentford leikinn, þ.á.m. þeir Harvey Vale, Josh Brooking, Alfie Gilchrist, Dion Rankine, Xavier Simons, Joe Haigh, Jay Wareham and Lewis Hall. Lewis Baker hefði líklega verið einn þeirra en hann greindist einnig með covid eins og fram kom og verður ekki með.

Brentford

Brentford er áhugaverður andstæðingur. Margir hlutir eru áhugaverðir við félagið, þ.m.t eingarhaldið, þjálfarinn, leikmennirnir og leikstýllinn. Brentford hafa vanalega spilað 3-5-2 kerfi undir stjórn Thomas Frank. Þeir sækja hátt á vængbakvörðunum, skapa yfirtölu á öðrum helmingi vallarins, nýta breidd vallarins og skapa pláss fyrir vængbakvörðinn hinum meginn, ekki ólíkt því hvernig Chelsea spilar á marga vegu. Tveir sóknarmennirnir draga sig oft út á kanntana og annar þeirra dregur sig niður til væng-bakvarðar sem heldur breiddinni. Einn miðjumannanna keyrir gjarnan í gegnum miðjuna án bolta og dregur þannig varnarmenn til sín til að skapa pláss fyrir aðra sóknarmenn. Þeir eru góðir í að brjóta línur andstæðingsins með þessum hætti og það hjálpar þeim að finna Ivan Toney oftar sem staðsetur sig gríðarlega vel. Slæmu fréttirnar fyrir okkar menn eru að hann er laus úr einangrun og gæti mögulega spilað leikinn, en líklega mun hann ekki byrja leikinn þar sem hann hefur verið í einangrun í a.m.k. 10 daga.



Byrjunarliðið

Í síðustu 6 útsláttarleikjum í bikarkeppnum sem við höfum spilað við lið í efstu deild á Englandi hefur leikurinn endað í vítaspyrnukeppni, nú síðast gegn Southampton og þar áður gegn Aston Villa. Það síðasta sem Tuchel vill núna er 120 mínútur af spiltíma ofan á allt álagið sem leikmenn Chelsea eru með á herðunum núna.

Að giska á rétt byrjunarlið í dag er eins og að giska á 6 réttar í víkingalottó en ég ætla að gera mitt besta.


Spá

Ég spái Brentford 2-1 sigri í dag, enda munu þeir spila flestum af sínum bestu mönnum og reyna allt sem þeir geta til að komast eins langt í þessari keppni og þeir mögulega geta. Við neyðumst til þess að spila kjúklingunum okkar og þetta verður eflaust góð reynsla fyrir þá, vonandi sjáum við einhverja þeirra springa út og vinna sér sæti í byrjunarliðinu.


KTBFFH

Þór Jensen


bottom of page