top of page
Search

Thiago Silva - leiðtoginn sem Chelsea vantar?


Chelsea sótti á dögunum reynsluboltann Thiago Silva til félagsins á frjálsri sölu frá PSG. En hvað vitum við um þennan nýjasta leikmann okkar? Thiago Silva verður 36 ára í þessum mánuði en hann er fæddur 22.september 1984 í Rio De Janeiro í Brasilíu. Hann er að mörgum talinn einn besti varnarmaður heims síðustu ára. Hann er fyrirliði Brasilíska landsliðsins og hefur spilað 89 landsleiki og skorað í þeim 7 mörk. Hann kemur úr unglingastarfi Fluminense en undirritaður lagðist í smá rannsóknarvinnu að kynnast þessum nýja leikmanni okkar.

Upphafið

Í upphafi síns ferils spilaði Thiago Silva með unglingaliði Fluminense en fékk fá tækifæri og ákvað að reyna fyrir sér annarstaðar. Hann hóf feril sinn sem djúpur miðjumaður og var á reynslu hjá félögum á borð við Flamengo, Madueira, Olaria og Botafogo en fékk ekki samning á ákvað þá að fara í hverfisliðið sitt Barcelona sem spilaði í neðri deildum Brasilíu. Það var með því félagi sem hann spilaði á ,,Showcase” móti þar sem útsendarar stærri liða mættu og fylgdust með en þar náði hann að fanga athygli RS Futebol. Það var með RS Futebol sem hann hóf meistaraflokkferil sinn en þá spiluðu RS Futebol í 3.deild Brasilíu. Thiago Silva spilaði eitt tímabil (2002/03) með RS Futebol og enduðu hans menn í 2.sæti deildarinnar og þ.a.l. fóru þeir upp um deild. Sumarið 2003 spiluðu þeir æfingarmót á Ítalíu þar sem Bruno Conti útsendari AS Roma heillaðist af frammistöðu Thiago Silva og vildi sækja hann til Roma og buðu honum samning sem Silva hafnaði en þess í stað samdi hann við Juventude um að leika með þeim í Brasilísku úrvalsdeildinni.



Það var hjá Juventude sem Thiago Silva var færður neðar völlinn og í hafsent og átti hann frábært tímabil með Juventude það tímabil. Fyrir komu Thiago Silva höfðu Juventude endað í 18 sæti deildarinnar með 53 stig en með komu Thiago Silva tímabilið eftir enduðu þeir í 7.sæti deildarinnar með 70 stig og er Thiago Silva talinn vera ein aðal ástæðan á bakvið þennan árangur. Thiago Silva þótti standa sig frábærlega hjá Juventude og var t.a.m valinn í lið ársins og álitinn þriðji besti varmarmaður deildarinnar að mati Placar, einu stærsta íþróttatímariti Brasilíu.


Misheppnuð Evrópureisa

Thiago Silva var keyptur til Porto tímabilið 2004/05 fyrir 2.5 miljónir evra. Hann spilaði þó einungis fyrir varalið félagsins og afrekaði aðeins 14 leiki með Porto B á tíma sínum þar. Hann var svo lánaður til Dynamo Moscow fyrir tímabilið 2005/06 en spilaði ekki neinn leik fyrir það félag þar sem um það leiti sem lánið átti sér stað komu upp heilsfarsvandræði hjá Thiago Silva og hann var greindur með ,,Tuberculosis” en það eru bakteríur sem ráðast á öndunarfærin og var hann lagður inn á spítala í 6 mánuði. Thiago Silva hrakaði mikið fyrst um sinn og töldu læknar að ef hann hefði ekki komið þarna strax hefði þótt líklegt að hann hefði ekki lifað þetta af. Thiago Silva lagði skónna á hilluna á þessu tímabili og var tilbúin að hætta en blessunarlega þá náði móðir hans að berja í hann kjark til að halda áfram og endurskoða þá afstöðu sína að leggja skónna á hilluna.



Aftur til Brasilíu

Thiago Silva snéri aftur á völlinn 2006 þegar hann samdi við ,,gömlu” félagana í Fluminense og var það þjálfari þeirra á þeim tíma Ivo Wortmann sem hafði áður þjálfað Thiago Silva hjá Juventude sem sótti hann. Hann lagði mikla áherslu á að sækja Thiago Silva þrátt fyrir heilsufarsvandræða hans og fór svo að hann varð að ósk sinni og Fluminense samdi við Thiago Silva, ákvörðun sem átti eftir að reynast frábær þegar uppi var staðið.

Fyrsta timabilið hjá Fluminense gekk ekkert sérstaklega vel hjá félaginu og enduðu þeir í 15.sæti af 20 liðum en Thiago Silva þótti þó einn besti leikmaður deildarinnar og fékk viðurnefnið ,,O Monstrd” eða ,,skrímslið”. Annað tímabilð þótti mun betra og enduðu Fluminense í 4.sæti deildarinnar og urðu bikarmeistarar í Brasilíu. Thiago Silva þótti þarna vera orðinn einn besti varnarmaðurinn í brasilísku deildinni og var farinn að banka hressilega á landsliðsdyrnar.

Síðasta tímabil Thiago Silva hjá Fluminese var ekki gott fyrir félagið en Thiago Silva þótti standa sig vel. Liðið endaði í 14.sæti Brasilísku deildarinnar en þeir áttu góðu gengi að fagna í Copa Libertadores eða suður- amerísku Meistaradeildinni. Margir vildu meina að velgengi þeirra í Copa Libertadores hafi bitnað á gengi þeirra í deildinni en þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuði í vítaspyrnukeppni gegn LDU Quito frá Ecuador. Þrátt fyrir slakt gengi í deildinni var Thiago Silva í liði ársins í Brasilíu og kosinn leikmaður ársins af aðdáendum. Thiago Silva varð goðsögn hjá Fluminense með frábærum frammistöðum sínum og má sem dæmi nefna að hann byraði trend meðal ungra aðdáanda Fluminense með því að vera með eitt hvítt svitaband á annari hendinni. Hann varð svo fljótt eftirsóttur af liðum úr evrópu sem vildu ólm fá hann í sínar raðir og fór svo að AC Milan tryggði sér þjónustu hans 12 desember 2008 fyrir 10 miljónir evra en meðal liða sem voru á eftir honum má þar nefna Inter, Villarreal og Chelsea sem dæmi.

Stórstjarnan Thiago Silva

Tímabilið 2009/10 varð Thiago Silva loks gjaldgengur fyrir AC Milan. Hann hafði frá Janúar 2009 einungis æft með liðinu og spila æfingarleiki. Á þeim tíma hafði Paolo Maldini tekið hann undir sinn væng og lærði Thiago Silva ,,nýjar” varnaraðferðir undir honum. Það var á tíma sínum hjá AC Milan sem hann öðlaðist þá viðurkenningu að þykja einn besti varnarmaður heims. Paolo Maldini sagði að Thiago Silva væri með líkamlega og tæknilega eiginleika meistara eða ,,Physical and technical characteristics of a champion”. Á sínum tíma hjá AC Milan fékk hann mikið lof fyrir frammistöður sínar úr öllum áttum og var t.d. samstarfi hans og Alessando Nesta í hjarta varnarinnar hjá AC Milan líkt við góðsagnarkennt miðvarðarpar Franco Baresi og Alessandro Costacurta á hans fyrsta tímabili með AC Milan. Thiago Silva var svo kjörinn þriði besti varnarmaður Serie A á hans fyrsta tímabili.


Á sínu öðru tímabili með AC Milan 2010/11 vann hann deildina eða ,,Scudetto” og var að auki kjörinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum með 66.6% atkvæða. Þá var hann einnig valinn besti leikmaður deildarinnar af Gazettunni og Goal ásamt því að vera kjörinn besti varnarmaður deildarinnar af fjölmiðlum og leikmönnum deildarinnar.

Tímabilið 2011/12 byrjuðu þeir hjá AC Milan á að vinna Supercoppa Italiana eða meistara meistaranna leikinn þar sem Ítalíumeistararnir mæta bikarmeisturum. Deildinn byrjaði ekki vel fyrir AC Milan en þeir fengu aðeins 2 stig úr fyrstu 3 leikjunum sínum en unnu sig inn í titilbaráttuna þegar leið á mótið en svo fór að Juventus sigraði deildina og hefur ekkert lið náð að taka titilinn af Juventus síðan þá. Thiago Silva meiddist undir lok þessa tímabils og vilja margir meina að það hafi verið vendipunktur AC Milan á því tímabili en tölfræðin með Thiago Silva sýndi að með hann innanborðs fengu AC Milan 2.37 stig að meðaltali per leik á meðan það lækkaði niður í 2.07 án hans. Thiago Silva meiddist og var frá í 7 vikur frá mars þetta tímabil.


Enn og aftur kepptust menn við að ausa lofi yfir Thiago Silva og sagði Franco Baresi sem dæmi að það væri erfitt að skilgreina hvað það væri sem Thiago Silva gæti bætt sig í þar sem hann væri búin að sanna að hann hefði allt. Þá sagði hann einnig að Thiago Silva væri stöðugur leiðtogi sem gæti leitt hvaða vörn sem er og væri sá leikmaður sem hann sæi sjálfan sig sem mest í. Pippo Inzhagi vildi þá meina að Thiago Silva væri einstakur varnarmaður sem sæist aðeins á kannski 100 ára fresti og Zlatan Ibrahimovic taldi hann besta varnarmann sem hann hafði spilað með.

Tímabilið 2012/13 samdi Thiago Silva við PSG í Frakklandi og var ályktað að kaupverðið væri um 42 miljónir evra. Þegar PSG tilkynnti um kaupin sögðu þeir frá því að þeir hefðu verið að kaupa besta varnarmann heims. Koma Thiago Silva var svo upphafið að stórveldinu PSG sem við þekkjum í dag. Alan Roche fyrrum varnarmaður PSG og Franska landsliðis sagði Thiago Silva vera Messi varnarmannana og að hann væri betri en Fabio Cannavaro þegar hann vann Ballon d’Or á sínum tíma. Thiago Silva var hjá PSG allt þar til hann samdi við Chelsea núna í sumarglugganum 2020 en hjá PSG vann hann Frönsku deildinna 7 sinnum, Franska bikarinn 5 sinnum, Franska deildarbikarinn 6 sinnum, meistari meistaranna 5 sinnum.

Með Brasilíska landsliðinu hefur Thiago Silva spilað 89 landsleiki og skorað 7 mörk. Þá hefur hann spilað 8 leiki fyrir Brasilíu á Olympiuleikunum. Með Brasilíu hefur hann unnið Álfukeppnina 2013 og Suður Ameríkubikarinn 2019. Thiago Silva er núverandi fyrirliði Brasilíu og hefur verið með pásum frá 2012.


Arfleiðin hans Thiago Silva er vægast sagt stórbrotin

Titlar með félagsliðum:

Fluminense: 1x Copa Do Brasil 2007 AC Milan: 1x Serie A 2010/11 1x Supercoppa Italiana 2011 Paris Saint-Germain 7x Ligue 1 2012/13, 2013/14, 2014/15, 2015/16, 2017/18, 2018/19, 2019/20

5x Coupe de France: 2014/15, 2015/16, 2016/17, 2017/18, 2019/20 6x Coupe de la Ligue: 2013/14, 2014/15, 2015/16, 2016/17, 2017/18, 2019/20

5x Trophée des Champions: 2013, 2015, 2017, 2018, 2019

Titlar með landsliði:

Brazil: 1x FIFA Confederations Cup: 2013

1x Copa America: 2019

Einstaklingsverðlaun:

1x Bola De Prata 2007

1x Compeonato Barsileiro Série A Best Fan’s Player: 2008 1x Compeonato Brasileiro Série A Team of the Year: 2008 1x South American Team of The Year: 2008

3x Samba d’Dor: 2011, 2012, 2013

2x Serie A team of the Year: 2010/11, 2011/12

7x Ligue 1 Team of the Year: 2012/13, 2013/14, 2014/15, 2015/16, 2016/17, 2017/18, 2018/19

3x UEFA Team of the Year: 2011, 2012, 2013

1x Champions League Team of the Group Stage: 2015

3x FIFA FIFPro World11: 2013, 2014, 2015

3x FIFA FIFPro World 2nd Team: 2016, 2017, 2018

1x FIFA Confederations Cup Dream Team: 2013 2x FIFA World Cup All-Stars Team: 2014, 2018 2x FIFA World Cup Dream Team: 2014, 2018 1x Champions League Squad of the Season: 2015/16 1x Copa America Team of the Tournament: 2019

Leikstíll Thiago Silva

Thiago Silva er einn af frumkvöðlum spilandi nútíma varnarmanna. Hann er mjög góður á boltann og leitar frekar af stuttum sendingum fram völlinn frekar en að lúðra boltaum fram. Hann er virkilega klókur varnarmaður og les leikinn vel og er góður að staðsetja sig. Thiago Silva er ekki mikið að henda sér í tæklingar og reynir eftir fremsta megni að vinna boltann standandi, þ.e.a.s hann er lítið í að henda sér í óþarfa rennitæklingar heldur reynir frekar að nota styrk sinn og leikskilning til þess að vinna boltann án þess að þurfa að fara í grasið. Thiago Silva hefur fengið sinn skerf af meiðslum á ferlinum en vonandi helst hann sem lengst heill á meðan hann er innan okkar raða í Chelsea.

Varnartölfræði Thiago Silva síðan 2009/10 í öllum keppnum.

Spilaðir leikir: 402 Tackles: 1.6 per leik

Interception: 2.3 per leik

Fouls: 0.7 per leik

Offsides won: 0.6 per leik

Clearance: 5.5 per leik

Dribbled past: 0.3 per leik

Blocks: 0.7 per lek

Own Goals: 4

Ef við tökum bara síðasta tímabil út þá lítur þetta svona út per leik:

Spilaðir leikir: 30

Tackles: 1.3

Interception: 1.2 (1.4 CL)

Fouls: 0.4

Offsides won: 0.1 (0.3 CL)

Clearance: 2.5 (4.3 í CL)

Dribbled past: 0.1 (0.3 CL)

Blocks: 0.7 (0.9 CL)

*CL = Meistaradeild Evrópu

Hvað mun Thiago Silva koma með inn í vörn Chelsea?

Fyrst og síðast mun Silva koma með hugarfar siguvegara, stöðugleika og festu. Vörn Chelsea var bæði brothætt og óstöðug allt síðasta tímabil. Leikmaður eins og Thiago Silva getur lagfært þessa hluti. Hann þarf hins vegar að spila með réttu leikmönnunum í kringum sig til að blómstra. Eins og hjá öllum öðrum fótboltamönnum þá minnkar hraðinn með árunum og þess vegna mun hann þurfa snögga menn í kringum sig, rétt eins og raunin var hjá PSG. Við fyrstu sýn virðist Kurt Zouma vera besti kosturinn við hlið Silva. Zouma er mjög líkamlega sterkur á alla kanta og einnig mjög snöggur á fyrstu metrunum. Þar sem Silva talar takmarkaða ensku að þá gætu þeir félagar rætt saman á frönsku (Azpilicueta talar líka frönsku). Einnig má ekki gleyma því að Ben Chilwell er núna kominn í stöðu vinstri bakvarðar og sá leikmaður býr yfir töluverðum hraða.


Það verður virkilega fróðlegt að sjá hvernig Thiago Silva mun koma inn í þetta lið Chelsea - það er afar sjaldgæft að leikmenn á þessum aldrei séu fengnir til liðs við toppliða og hvað þá þegar ætlast er til þess að þeir spili flest alla leikina, eins og raunin er með Silva. Þetta eru því ein áhugaverðustu félagaskipti sumarsins.


KTBFFH

- Stefán Marteinn

bottom of page