top of page
Search

Southampton vs Chelsea

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Sunnudagurinn 6. október.

Leikvangur: St. Mary‘s

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport, Sky Sports og Ölver í Glæsibæ

Upphitun eftir: Elsu Ófeigsdóttur.


Chelsea

Nú hafa okkar menn unnið þrjá síðustu leikina sína og virðast vera að finna taktinn. Tammy og Tomori eru komnir í landsliðshóp Englands og verður það að teljast verðskuldað eftir frábæra frammistöðu hjá þeim báðum í síðustu leikjum. Ég sé ekki fyrir mér að Tomori fari á bekkinn fyrir nokkurn miðvörð á næstunni. Rudiger mun klárlega koma inn í vörnina þegar hann verður heill en ég vonast til að þeir myndi sterkt miðvarðapar. Emerson er einnig meiddur sem og Loftus-Cheek. Lampard sagði á blaðamannafundi að Kante væri búinn að ná sér af meiðslunum en það væri óákveðið hvort hann yrði með. Við hljótum nú samt alltaf að reikna með honum í liðið ef hann er heill.


Það er mjög erfitt að lesa í það hvað Lampard ætlar að gera, bæði hefur hann verið að skipta nokkuð ört um leikkerfi auk þess sem breiddin í hópnum er töluverð. Ég reikna með að hann haldi sig við leikkerfið 3-4-2-1 þar sem Azpi, Tomori og Christansen verða afstastir. Reece James og Alonso verða í vængbakvörðunum með Kanté og Jorginho á miðri miðjunni. Framlínan er svo stórt spurningamerki, Tammy mun örugglega halda áfram sem fremsti maður en það er ekki eins augljóst hvað Frankie gerir með hinar tvær stöðurnar. Ég ætla giska á að Lampard komi okkur á óvart og gefi Pulisic sénsinn ásamt Mount. Hudson-Odoi gæti líka gert sterkt tilkall og sömuleiðis Willian sem er með tvö mörk í síðustu tveimur leikjum. Við sjáum hvað setur!


Southampton:

Southampton situr í 14. sæti deildarinnar með sjö stig. Sex af stigunum sjö hafa þeir fengið á útivelli. Þjálfari Southampton, hinn austuríski Ralph Hasenhuttl, sagði á blaðamannafundi að sínir menn stæðu sig oft sérstaklega vel gegn stóru liðunum og hefðu sýnt það í fyrstu leikjunum sínum á þessari leiktíð, gegn Liverpool og Manchester United. Seinasti leikur þeirra var gegn Tottenham sem þeir töpuðu 1-2 á útivelli þrátt fyrir að vera einum fleiri lungað úr leiknum. Bakvörðurinn Cedric Soares meiddist í upphitun í leiknum gegn Tottenham og verður því fjarverandi. Þá er vængmaðurinn Moussa Djenepo að glíma við meiðsli í mjöðm og verður ekki með.


Hassenhuttl spilar yfirleitt með þriggja manna miðvarðarlínu en hefur einnig prófað sig áfram í leikkerfinu 4-2-2-2 á þessari leiktíð. Austurríkismaðurinn vill hafa fljóta fremstu menn og þess vegna hafa leikmenn eins og Nathan Redmond, Che Adams og Danny Ings verið að fá tækifærið á meðan leikmenn eins og Shane Long og Charlie Austin hafa verið meira á bekknum eða hreinlega seldir.


Hassenhautl vill láta Southampton spila skemmtilegan fótbolta. Þeir reyna að pressa anfstæðinginn frá fyrstu mínútu og þeir eru mjög beinskeyttir, áðurnefndir Redmond og Ings eiga stanslaust að reyna hlaupa inn fyrir varnir anstæðinganna og nota hraða sinn með sem bestum hætti. Þeir hafa svo þrjá ágætis miðjumenn í þeim Romeu (blár í gegn), Ward-Prowse og Hojberg.


Spá:

Southampton geta verið erfiðir viðureignar og munu klárlega berjast eins og ljón til að landa sínum fyrsta sigri á heimavelli á þessari leiktíð. Heppilegt fyrir þá hversu erfiðlega okkur gengur að halda hreinu. Á þessu ári höfum við fengið 27 mörk á okkur á útivelli. Watford er eina liðið sem hefur fengið fleiri mörk á sig (33). Þá hefur Danny Ings skorað fimm af síðustu sex mörkum sínum gegn topp 6 liðunum („big six“).


Hasenhuttl og Lampard hafa áður mæst sem þjálfarar, það var í bikarleik í fyrra sem endaði í vítaspyrnukeppni sem lærisveinar Lampards unnu sannfærandi 5-3. Ég held að við tökum þetta og munum koma á óvart með því að halda hreinu.


Endar 0-3, Tammy skorar tvö og Mount setur eitt.


KTBFFH


Comments


bottom of page