top of page
Search

Sigur á Sheffield Utd - Leikskýrsla og einkunnir



Chelsea gerðu sér ferð til stálborgarinnar Sheffiled og sóttu þangað þrjú dýrmæt stig. Leikurinn mun seint vinna til verðlauna fyrir mikil gæði en flestir sóknarmenn beggja liða voru í krummaskó í þessum leik. Mikið jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleik, jafnvel þó okkar menn hafi verið meira með boltann. Það marktækasta á fyrstu mínútunum var þegar dómari leiksins flautaði víti á Ben Chilwell fyrir brot á Chris Basham en sá síðarnefndi var rangstæður í aðdraganda brotsins, þannig vítið stóð ekki. Það var svo á 43' mínútu að Werner slapp inn fyrir vörn Sheffield manna og gaf góða sendingu á Mason Mount sem kláraði færið mjög vel.


Síðari hálfleikur var ögn fjörugri en sá fyrri. Toni Rudiger og Edouard Mendy ákváðu í sameiningu að bjóða upp á eitt stykki sprelli-sjálfsmark sem kom heimamönnum aftur inn í leikinn. Fyrsta markið sem okkar menn fá á sig undir stjórn Tuchel var s.s. sjálfsmark. Skömmu síðar fengu okkar menn svo dæmda vítaspyrnu, aftur slapp Werner í gegn og óheppinn Ramsdale rak höfuðið í Werner í úthlaupinu. Í fyrstu dæmdi dómarinn ekkert en Varsjáinn kom okkar mönnum til bjargar. Jorginho skoraði af punktinum annan leikinn í röð.


Fátt markvert gerðist meira í leiknum, sóknarmenn okkar manna voru ekki í stuði og takturinn og flæðið í sóknarleiknum eftir því.


Expected goals baradaginn:

Umræðupunktar

  • Tuchel hrissti aðeins upp í liðinu, Chilwell, Giroud og Christensen komu inn í liðið frá því gegn Spurs.

  • Christan Pulisic var óvænt ekki í leikmannahópnum eftir að hafa meiðst á síðustu æfingu fyrir leik.

  • Hakim Ziyech hefur fengið lítin spiltíma hjá Tuchel, fær ekki mínútu í þessum leik, þrátt fyrir að Havertz og Pulisic séu báðir frá vegna meiðsla.

  • Tammy Abraham virðist líka vera aðeins úti í kuldanum hjá Tuchel.

  • Allt skal gert til þess að koma Werner í gang. Greinilegt að Tuchel er að reyna spila Werner í svipaðri stöðu og þegar hann skoraði mest hjá Leipzig, í fljótandi stöðu fyrir aftan annan (stærri) framherja. Werner skoraði síðast í deildinni 8. nóvember.

  • Erum í 5. sæti, aðeins 1 stigi á eftir Liverpool sem eru í því fjórða. Þetta er fljótt að breytast og okkar menn komnir á fulla ferð aftur í baráttuna.


Einkunnir leikmanna

Mendy - 6: Þarf að taka smá ábyrgð á þessu sjálfsmarki. Kallaði hann á Rudiger? Kallaði hann nægilega hátt á Rudiger?


Rudiger - 5,5: Mjög bagalegt sjálfsmark sem hann bar meginábyrgð á. Þeir segja í Englandi að "when in doubt, kick it out" - Rudi hefði bara átt að flengja þessum upp í stúku.


Azpilicueta - 6,5: Fínn bardagi hjá Azpi. Reyndi að styðja við sóknarleikinn og átti nokkra ágæta krossa. Lenti aldrei í neinum vandræðum varnarlega.


Christensen - 8: Mjög góður leikur hjá Dananum. Stóð vaktina vel í fjarveru T. Silva og var virkilega góður í uppspilinu. Hans besti leikur í langan tíma. Maður leiksins.


Chilwell - 6: Það sést ágætlega á sóknarleiknum okkar að Chilwell er fyrst og fremst bakvörður - ekki vængbakvörður. Hann er óöruggur með staðsetningarnar sínar og þarf að passa betur upp á rangstöðuna, því Tuchel vill sækja á vængbakvörðunum.


R. James - 7: Fínasta frammistaða hjá Reece. Hjálpaði mikið til í sóknarleiknum og gerði vel varnarlega. Er að finna sitt besta form aftur.


Kovacic - 6,5: Ekki eins framúrskarandi leikur og gegn Spurs og Burnley. Króatinn gerði samt ágætlega en var ekki að finna þessar öflugu sendingar fram á við eins og í undanförnum leikjum.


Jorginho - 7: Svipað og hjá Kova, var of mikið "hliðar saman hliðar" sendingar. En Jorgi stóð vel varnarlega og gerði vel að skora úr vítinu undir mikilli pressu.


Mount - 7: Flott mark hjá Mason Mount og hann leiðir pressuna frábærlega. Það vantaði samt upp á gæðin hjá honum, sem og öðrum, í þessum leik.


Werner - 7: Þetta var ekkert spes leikur hjá Werner, það verður bara að segjast. En hann átti risa þátt í báðum mörkum liðsins og það lyftir honum upp í "solid sjöu". Verður að fara finna markaskónna sína.


Giroud - 6: Gekk lítið upp hjá Giroud kallinum. Var í slagsmálum við miðverði en takturinn í liðinu var ekki góður þannig þjónustan var takmörkur.


Hudson-Odoi - 6: Reyndi að láta hlutina gerast en lítið gekk upp hjá CHO.


Alonso- 6: Áhugaverð skipting að taka Chilly B. útaf. Mögulega vildi Tuchel auka hæðina í liðinu því löngu boltarnir voru farnir að fljúgja hjá Sheff Utd.


Kante - 6,5: Korter sem Kante fékk í kvöld. Varnarskipting til að hafa liðið þéttara síðustu mínúturnar. Kante stóð sig ágætlega í sínu hlutverki.


KTBFFH

- Jóhann Már

bottom of page