top of page
Search

Potter revenge game

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: 29. Okt kl 14:00

Leikvangur: The American Express Community Stadium, Brighton

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport, Ölver og aðrir sportbarir

Upphitun eftir: Guðna G. Kristjánsson

OKTÓBER hefur verið góður mánuður fyrir okkar menn! Það er ekki hægt að segja neitt annað! Chelsea er 6-2-0 í öllum keppnum með markatöluna 15-3. Ég var vægast sagt skeptískur á þessa þjálfara ráðningu, en ég er búinn að hlamma mér á Potter vagninn með popp og kók tilbúinn í þetta season. Held að við höfum fundið taktískari þjálfara en Thomas Tuchel. Potter er eiginlega eins og og Ole Gunner Solskjaer, nema hann kann að þjálfa og stratta, en hefur samt þetta viðkunnalega yfirbragð eins og Óli frændi. Hann hefur ekki verið hræddur við að breyta um leikkerfi milli leikja, eða nota markvissar skiptingar eða taktískar breytingar í leik. Hann hefur líka sýnt Kepa Arrrrrribazalaga traustið, og sá hefur endurgoldið það all rækilega. Kepa er kominn í niðurskurðarhópinn hjá spænska landsliðinu ásamt fjórum öðrum markvörðum, þeim Raya, Sanchez, Unai Simon og einhverjum öðrum en De Gea. Já þið munið kannski eftir honum sem, "HVAÐ ERTU AÐ DE GEA!" Önnur snilld hjá Potter var Kovacic skiptingin í Manchester United leiknum. Það var masterclass, þó svo að úrslitin hafi kannski ekki verið neitt sértaklega master neitt. Ákveðin pressa er komin af liðinu eftir að hafa tryggt sig áfram í meistardeildinni í lðiinni viku, í erfiðum leik á móti Salzburg, þar sem minn maður Kovacic og Big Game Havertz skoruðu til að tryggja stigin þrjú. Nokkrir leikir er núna framundan áður en stóra HM pásan mætir. Jólin koma snemma í ár krakkar mínir.
Chelsea


Það sem hefur vakið sérstaka athygli er að Omari Hutchinson, ungi leikmaðurinn sem kom frá Arsenal tók lestina suður til Brighton með liðinu. Hann hefur brillerað með unglingaliðinu í undanförnum leikjum, með leiftrandi sóknarbolta og banger mörkum. Það má kannski varlega áætla að hann verði í að minnsta kosti í hóp, og þá mætti kannski varlega geta sér til þess, að hann fái mínútur en ekki Denis Zakaria. Hakim Ziyech virðist líka vera á útleið m.v. fjölda mínútur að undanförnu. Viðkoma Omari bendir amk til þess að einum vængmanni verði kannski fórnað á næstunni.


Það verður spennandi að sjá hvernig Potter setur upp þennann leik en hann ætti að hafa nokkuð góða mynd af því við hverju má búast. Á blaðamannafundi í dag fór hann inná það, að engin ný meiðsli hefðu komið upp. Menn væru nokkuð ferskir fyrir leik sem er jákvætt eftir strangt leikjaprógram í mánuðnum. Hann talaði einnig um að vera spenntur að fara aftur á gamla heimavöllinn. Ég býst við að Brighton komi inní þennann leik með það hugarfar, að vilja ekki tapa fyrir gamla þjálfarnum og verði grimmir. Ég ætla að spá svipuðu byrjunar liði og móti Salzburg í vikuni þó með nokkrum breytingum.

Tippum á að Potterinn valdeflist við að hafa sókndjarft lið eftir RedBull ævintýrið í Austurríki. Ben Chillwell í vinstri miðverði (já þið lásuð rétt) , Silva í miðjuni með Trevor á hægri. Sterling og Pulisic á köntunum með Jorginho og Kovacic á miðjuni. Mount, Havertz og Arsenal-kempan Auba frammi. Síðast en ekki síst, týndi sonurinn, vítabaninn frá Iberiaskaganum og kyntröllið Kepa í markinu!

Brighton

Liðið réði Roberto De Zerbi í stað Graham Potter. De Zerbi er helst þekktur fyrir að búa til mjög gott lið hjá Sassuolo á Ítalíu, áður en hann fékk stóra tækifærið hjá Shaktar Donetsk. En eftir að stríðið hófst í Úkraínu, fékk hann sig lausan. De Zerbi er nokkuð sérstakur en mjög taktískur stjóri. Hann lætur liðin sín alltaf spila út frá vörninni og helst eiga þau að spila boltanum í netið. Þetta er svona Arrigo Sacchi meets Pep Guardiola. Ítalski og spænski skólinn. Ég hef ágæta trú á De Zerbi, en vandamál Brighton hefur verið markaskorun. Þeir eiga erfitt með að klára færin. Danny Welbeck hefur farið á milli klúbba eins og eitthvað Zinzino ponzi svindl og aðdáendur Brighton eru sviknir líkt og skjólstæðingar Bernie Maddoff. Eftir að hafa gert gott 3-3 jafntefli við Liverpool hafa úrslit Brighton ekki verið uppá marka fiska í þessum mánuði, eða þrjú töp og eitt jafntefli, en Brighton situr um miðja deild í 9. sæti. Þeir geta dottið í gírinn en þeir unnu t.d. Man Utd í ágúst og slátruðu Leicester 5-2 í sept. Þeir leikir hafa frekar verið undantekningin sem sannar kenninguna.

Ég býst ekki við nenni flugelda sýningu ég held hreinlega að Potter hafi það ekki í sér að slátra sínu gamla félagi. Ég ætla að spá laufléttum 2-0 sigri. Eigum við ekki að segja að Aubameyang skori fyrra markið, en haldið í hestana ykkar, Omari Hutchinson kemur af bekknum og snuddar einum á fjær.

Comments


bottom of page