Keppni: Carabao Cup, undanúrslit fyrri leikur
Tími, dagsetning: Þriðjudagur 9. janúar kl: 20.00
Leikvangur: Riverside stadium, Middlesborough
Dómari: Samuel Barrott
Hvar sýndur: Vodafone Sport / Viaplay
Upphitun eftir: Hafstein Árnason

Sigurganga Chelsea heldur áfram. Heilir þrír sigrar í röð og tilefni er til þess að gleðjast. Levi Colwill fékk traustið til að bera fyrirliðabandið, í fyrsta skiptið, 20 ára gamall í þessum leik. Preston North End veittu Chelsea ágætis mótspyrnu framan af leik, og héldu leikum markalausum fram að hálfleik. Pochettino gagnrýndi hugarfar leikmanna í fyrri hálfleik eftir leikinn og það breyttist í seinni hálfleik. Armando Broja tókst að skora með laglegum skalla, eftir mjög flotta fyrirgjöf Malo Gusto sem lék í vinstri bakverðinum. Eftir það var þetta aldrei spurning og leikar enduðu 4-0. Flest mörkin mjög af dýrari gerðinni. Skallamarkið hjá Thiago Silva var eitthvað sem maður vill sjá í hverjum leik, og aukaspyrnan hjá Raheem Sterling frábærlega framkvæmd. Enzo náðu svo marki í lokin eftir ágætis samspil. Michael Golding, 17 ára miðjumaður fékk sínar fyrstu mínútur fyrir Chelsea í leiknum. Nokkrir sigurleikir komnir og sjálfstraustið vonandi fer vaxandi. Í fjórðu umferðinni mætum við Aston Villa á heimavelli þann 27. janúar næstkomandi.

Janúarglugginn er opinn og strax í fyrstu viku eru miklar breytingar að eiga sér stað. Það liggur nánast fyrir að Ian Maatsen sé farinn til Dortmund á láni. Aðeins 7 leikmenn mega vera á láni erlendis, en það á ekki við um uppalda leikmenn eins og Ian Maatsen. Fabrizio Romano er búinn að setja sinn "here we go" stimpil á málin. Sá hollenski ferðast á morgun og fer í læknisskoðun á miðvikudaginn. Dortmund taka yfir launamálin og lánstíminn út tímabilið. Ekkert er minnst á klásúlur um kaup, en samningur Maatsen við Chelsea lýkur 2025. Við munum því fylgjast með honum meistaradeildinni. Það sætir nokkurri undrun að hann fékk nánast aldrei tækifæri í vinstri bakverði undir stjórn Pochettino, en gangi honum sem allra best í Þýskalandi.

Teamtalk settu fram frétt í dag að Victor Osimhen sé búinn að ná persónulegu samkomulagi við Chelsea til að ganga til liðs við klúbbinn næsta sumar. Osimhen samdi við Napoli um framlengingu á sínum samingi til 2026, en setti þó 130 milljón evra kaupklásúlu í samninginn. Það var gert núna rétt fyrir jól. Þetta tryggir Napoli töluverðar fjárhæðir þrátt fyrir að lítið sé eftir af samningstíma. Skilyrðin eru þó að hann klári yfirstandandi tímabil hjá Napoli. Þetta eru stór tíðindi. 130 milljónir evra eru um 112 milljónir punda. Boehly og Eghbali eru þekktir fyrir að taka upp veskið og Chelsea vantar sárlega alvöru níu. Þeir sem hafa áhyggjur af því að Osimhen sé ekki klár í Premier League ættu að horfa á einvígi Napoli og Liverpool í meistaradeildinni. Það telst samt ósennilegt að Osimhen komi í janúar, en kaup fyrir næsta tímabil ... við getum leyft okkur að vona. Sérstaklega í ljósi þess að ítalskir fjölmiðlar birtu fréttir frá því í september að Chelsea væru farnir að pressa á Napoli til þess að ræða við Osimhen. Þar fyrir utan hefur Aurelio De Laurentis kvartað yfir því hvað markaðurinn er dýr. Stór sala fyrir Napoli gæti haft mikla þýðingu fyrir klúbbinn á næstu árum. Ef við fabúlerum svo út í loftið, þá mætti kannski segja að áhugi Chelsea á Ivan Toney fari þverrandi. Arsenal og önnur lið geta því reynt að berjast um hann. Í öðrum fréttum varðandi leikmannamál er búið að endurkalla Andrey Santos frá Nottingham Forest. Hann fer þó í verkefni með brasilíska U-landsliðinu í janúar. Pochettino útilokaði það það ekki að Andrey Santos yrði með Chelsea á þessu tímabili, en útilokaði ekki heldur annað lán innan Englands.
Framundan er fyrri leikurinn í undanúrslitum Carabao bikarkeppninnar við Middlesborough á Riverside leikvanginum. Boro'menn muna sinn fífil fegurri þegar liðið var evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni með leikmenn eins og Fabrizio Ravanelli og Juninho. Í dag er klúbburinn um miðja Championship deildina. Liðið sem er þjálfað af Michael Carrick fyrrum leikmanni Manchester United, er byggt upp af enskum leikmönnum af mestu leyti og þykja Isiah Jones, hægri kantmaður og miðjumenninrnir Daniel Barlaser og Hayden Hackney vera þeir frambærilegustu í liðinu. Emmanuel Latte Lath framherjinn hefur skorað mest á tímabilinu, eða um fimm mörk, en hann er meiddur ásamt Hackney og sjö öðrum leikmönnum. Boro mæta því væntanlega með nokkuð laskað lið til leiks. Carrick stillir upp í 4-2-3-1 sem ætti henta Chelsea nokkuð ágætlega. Middlesborough duttu út úr FA bikarnum gegn Aston Villa 1-0. Chelsea hefur gengið nokkuð vel gegn Boro, unnið síðustu 4 leiki sem ná allt til ársins 2013 þar sem Chelsea hefur skorað 8 mörk samtals, en Middlesborough ekkert.
Núna er leikjaálagið aðeins að segja til síns þannig að Pochettino hefur þurft að rótera stöðunum. Thiago Silva var hvíldur í Preston leiknum og mun án efa koma aftur inn í liðið. Hann tók Gilchirst snemma útaf í sama leik sem myndi gefa manni þá hugmynd að hann fái mögulega annað byrjunarliðstækifæri í hægri bakverðinum. En líklega mun Pochi tefla fram sterkasta liðinu og velja Malo Gusto. Raheem Sterling spilaði 90 mínútur og það segir manni kannski að Madueke fái núna startið, þrátt fyrir að Sterling skoraði og lagði upp. Nkunku er meiddur í mjöðm eftir atvik á æfingu. Chilwell og Chukwuemeka æfðu með liðinu en ólíklegt að þeir taki einhverjar mínútúr í þessum leik, þá frekar í næstu leikjum.
Liðið verður þó líklega svona:

Hvernig fer leikurinn? Í ljósi sögunnar, og meiðslavandræða Middlesborough trúi ég því ekki að þeir skori mark. Chelsea setur tvö mörk. Broja með annað markið í röð og Palmer setur eitt.
Áfram Chelsea! KTBFFH!!
Comments