top of page
Search

Meistaradeildin heldur áfram - Malmö koma í heimsókn.

Keppni: Meistaradeild Evrópu

Dag- og tímasetning: Miðvikudagur 20. október 2021, kl 19:00.

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Viaplay, BT Sport 2

Upphitun eftir: Stefán Marteinn



Heilir og sælir lesendur góðir!


Það er Meistaradeild Evrópu sem heilsar okkur þennan drottins dýrða miðvikudag og frændur okkar í Svíþjóð ætla senda sína fulltrúa í Malmö á Stamford Bridge þegar þriðja umferð gengur í garð. Það er nú ekki ýkja langt síðan við mættum Malmö á Evrópusviðinu en við mættum þeim í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar tímabilið 2018/19 og fórum samanlagt með 5-1 sigur úr því einvígi og þar á meðal var 3-0 sigur á Stamford Bridge þar sem Olivier Giroud, Ross Barkley og Callum Hudson-Odoi skoruðu mörkin. Ross Barkley og Olivier Giroud voru svo aftur á ferðinni í Svíþjóð en það skiptir kannski ekki öllu máli nú í dag.


Smá upprifjun frá Meistaradeildinni.

Opnunarleikur okkar í riðlinum var á Stamford Bridge þegar við fengum Rússnesku félaga okkar í Zenit í heimsókn. Það er kannski óþarfi að eyða mörgum orðum um þann leik þar sem hann var vægast sagt slappur af okkar hálfu en ég gef Zenit samt credit fyrir að spila þann leik vel og þeir þorðu að keyra á okkur. Það var þó Romelu Lukaku sem bjargaði stigunum þremur fyrir okkar menn þegar hann átti frábæran skalla sem sigraði Stanislav Kritsyuk í marki Zenit eftir frábæran undirbúnig frá fyrirliðanum Cesár Azpilicueta.


Næst var það heimsókn á Allianz Stadium í Torínó þar sem Juventus beið okkar. Ferðir Chelsea til Ítalíu hafa í gegnum tíðina ekkert þótt sérstakar og þar varð enginn breyting á þarna þar sem Juventus fóru með sigur af hólmi eftir að við gleymdum að mæta til leiks fyrstu mínútuna í síðari hálfleik og Federico Chiesa nýtti sér það með frábæru hlaupi og skoraði framhjá Edouard Mendy sem þykir til tíðinda í þessari keppni en Edouard Mendy hefur aðeins fengið á sig 5 mörk í Meistaradeild Evrópu og þar við sat. Romelu Lukaku fékk færi til að jafna en brást svo sannarlega bogalistinn og Chelsea var með rembing allt til lokaflauts en höfðu ekki erindi sem erfði.


Staðan í riðlinum er því Juventus efstir með fullt hús, Chelsea og Zenit með 3 stig hvor og Malmö rekur lestina stigalausir.


Framundan eru mikið af leikjum og stutt á milli svo það mun reyna á Thomas Tuchel að nýta hópinn og dreifa álaginu á liðinu en við sáum heldur betur smá forsmekk af því í síðasta byrjunarliði sem mætti Brentford á laugardaginn var. Þar buðu okkar menn upp á allskonar trúðslæti, þá sérstaklega í varnarleiknum sem Edouard Mendy þurfti heldur betur að sýna hvað í honum býr og átti stórkostlega frammistöðu til þess að tryggja stigin þrjú.


Byrjunarlið

Ég reikna með að Thomas Tuchel noti þennan leik svolítið til þess að prufa sig áfram og jafnvel róteri svolítið í liðsvalinu, hann talaði um andlega þreytu hjá Romelu Lukaku svo jafnvel fær hann að hvíla þennan leik og safna kröftum fyrir Norwich um helgina og þá er spurning hvort við prufum einhverjar nýjungar í taktík og færum okkur jafnvel niður í 4 manna varnarlínu.

Ég reikna með að Edouard Mendy verði í rammanum. Ég ætla að skjóta á að við höldum í hefðirnar og verðum með Andreas Christensen, Chalobah og Thiago Silva í miðvörðum. Reece James og Ben Chilwell verða í vængbakvörðum. Saúl fær tækifæri á miðjunni með Jorginho og fremstu þrír verða Mason Mount, Kai Havertz og Timo Werner.



Malmö

Malmö hafa ekki byrjað Meistaradeildina vel en þeir töpuðu fyrsta leik gegn Juventus 0-3 í Malmö og heimsóttu svo Zenit í Saint Petersburg og fengu 4-0 skell. Það er því ljóst að Malmö eru komnir vel upp við vegg í þessum riðli og eru sýnd veiði en sannarlega ekki gefin.

Malmö hafa sigrað síðustu 2 leiki sína í sænska bikarnum og deild svo þeir koma inn í þennan leik með smá momentum en að því sögðu ætti það ekki að skipta máli því við eigum alltaf að vinna Malmö sama hvað.


Spá

Ég heimta flugeldarsýningu þar sem við sýnum byssurnar og allt undir þriggja marka sigri álít ég vonbrigði. Við förum þægilega í gegnum Malmö og vinnum 4-0 sem mörkum frá Werner, Kai, Jorginho fær víti og Mason Mount.

bottom of page