top of page
Search

Fulham - Chelsea

Keppni: Premier league Tími, dagsetning: Mánudagurinn 2. október kl: 19:00 Leikvangur: Stamford Bridge Hvar sýndur : Síminn sport og fleiri sportbarir Dómari: Tim Robinson Upphitun eftir: Hafstein ÁrnasonÞá er komið að næsta leik í ensku úrvalsdeilinni og það er heimsókn á Craven Cottage with bakka Thames árinnar. Chelsea liðið vann Brighton, á maður að segja óvænt, í bikarnum í síðustu viku. Nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig í byrjunarliðinu eins og Cole Palmer, Ian Maatsen og Marc Cucurella sem var settur í hægri bakvarðarstöðuna. Armando Broja fékk einnig nokkrar mínútur á vellinum sem er ánægjulegt. Við fengum þó ekki að sjá króatíska MLS markmanninn okkar. Það kom á óvart. Leikar enduðu 1-0 með marki frá Nico Jackson, en verum alveg hreinskilin hérna. Brighton voru að spara sig all verulega og störtuðu mörgum varamönnum. Þar af leiðandi er ekki annað hægt en að taka þessum úrslitum með örlitlum fyrirvara.


Allir Lundúnaslagir Chelsea eru erfiðir leikir. Sama þótt liðið sé Brentford, QPR, Millwall, Arsenal, Crystal Palace, Spurs og jafnvel í dag - yrði maður smá smeykur um viðureign gegn Leyton Orient. Leikurinn gegn Fulham á Craven Cottage er nokkuð ferskur í minningunni, en þá spilaði Joao Felix fyrsta leikinn sinn og var næstum búinn að skora, en fékk rautt spjald, og uppskar það mikið grín á samfélagsmiðlum enda fóru leikar 2-1 fyrir Fulham. Það er ekki laust við það, að maður óttist að grínið á okkar kostnað haldi áfram. Fulham liðið er búið að ná ágætum úrslitum á þessu tímabili þrátt fyrri einn skell gegn Man City. Leikirnir eru lokaðir og erfiðir - svona yfirleitt, sem þýðir í mínum að það verði erfitt að skora.


Sér í lagi, þegar það vantar aðal strikerinn í Chelsea. Nico Jackson er í banni, sem og Malo Gusto. Sturluð staðreynd, reyndar er Malang Sarr einnig skráður í 8 leikja bann, þar af eru 6 leikir eftir af því. Meiðslalistinn er langur sem endra nær. Ben Chilwell meiddist í síðasta deildarleik. Badiashile meiddist aftur í nára þannig að það er aðeins lengra í hann en vonir stóðu til. Carney Chukwuemeka og Noni Madueke eru tæpir. Nokkuð langt í Vott Chalobah, Reece James, Romeo Lavia, sagðir klárir seinna í þessum mánuði, svo er Nkunku sagður vera klár í byrjun nóvember. Vonum það besta!

Af öðrum fréttum utan vallar er lítið að frétta - nema Infinity Athlete hefur verið vottað af ensku úrvalsdeildinni og má þar af leiðandi vera sponsinn á treyjunum. Það verður því í fyrsta skiptið sem við sjáum það í leiknum í kvöld.


Chelsea


Hvernig stillir Poch upp og hvaða leikmenn spila úr stöðu í þetta skiptið? Ég held, en vona samt ekki, að spili áfram þessu asnalega hybrid 4231 / 343 kerfi með þrjá miðverði og Colwill útúr stöðu. Líklega verður Sanchez áfram í marki. Cucurella verður í hægri bakverðin áfram eftir öfluga frammistöðu. Colwill verður vinstri bakvörður, Thiago Silva og Disasi miðverðir. Miðjan verður Caicedo, Gallagher og Enzo í róterandi hlutverkum. Mudryk fær aftur endalausa sénsa, til að sanna fyrir okkur öllum, að hann sé meira en spretthlaupari, því ef drengurinn fer ekki að skila einhverju efforti, þá er alveg eins gott að hann fari að æfa sig við fyrir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Hef fulla trú á honum í 100m spretthlaupi, þar sem hann hefur hraða manns og knattspyrnuhæfileika frá Jamaíka. Cole Palmer fær aftur startið á hinum vængnum og Raheem litli Sterling verður strikerinn okkar í þetta skiptið. Þó á ég von á að Broja komi fljótlega inná, ef ekki tekst að koma boltanum fljótt í netið.
Hvernig fer leikurinn?


Úff, eigum við ekki að vona að leikurinn fari a.m.k. í jafntefli. Það er varla hægt að gera vonir um annað. 0-0 leiðindi.


KTBFFH!


Munum svo að skrá okkur í Chelsea klúbbinn á Íslandi. Það er til mikils að vinna! Ódýrari miðar á leiki með Chelsea. Loyaltypunktar ef þið farið á bikarleiki. Kíkið á chelsea.is og skráið ykkur!

Comments


bottom of page