Keppni: Meistaradeild Evrópu
Dag- og tímasetning: 15. Febrúar kl 20:00
Leikvangur: Signal Iduna Park
Hvar er leikurinn sýndur? : Stöð 2 sport 2 og fleirbetri vettvöngum
Upphitun eftir: Snorra Clinton

Chelsea
Jæja gott fólk. Þá er það meistaradeild Evrópu loksins hafin að nýju eftir góða pásu. Fyrst umferð í 16. liða úrslitum og þetta árið mætum við Dortmund. Chelsea fór nokkuð þægilega í gegnum sinn riðill þrátt fyrir hikst í fyrstu leikjum. Þar má helst nefna tapið á móti Dynamo Zagreb sem var síðasti leikur Thomas okkar Tuchel. Næsti leikur þar á eftir var fyrsti leikur sem Graham Potter hafði komið nálægt, hann hefði ekki einu sinni mætt á CL sem áhorfandi. Jómfrúarferð hans í þessari keppni byrjaði ekki vel þar sem við gerðum 1-1 jafntefli við Salzburg á Stamford Bridge. Við fórum þó á góða siglingu að þeim leik loknum og unnum síðustu 4 leikina í riðlakeppninni undir stjórn Potter og kláruðum efstir með 13 stig. Nú aftur á móti er úrslátturinn tekinn við og sénsar til að rétta úr kútnum í seinni leikjum af töluverðum skornum skammti. Það er því mikilvægt fyrir okkar menn að finna netmöskvana og setja mörk í þessum leik.
Graham Potter sat fyrir svörum í dag fyrir leikinn og staðfesti hann að Sterling, Kova, Fofana og Zakaria væru allir byrjaðir að æfa með liðinu. Það má því alveg búast við því að einn ef ekki allir fái að þefa af grasinu á móti Dortmund, þó tæpt að nokkur þeirri byrji nema kannski Sterling en við skulum ræða það betur á eftir.
Við erum að fara mæta Dortmund á flugi, þeir hafa unnið síðustu fimm leiki sína og ekki tapað í átta leikjum á sama tíma höfum við aðeins unnið einn leik af síðustu fimm. Það lítur kannski út eins og það hangi yfir okkur myrkur og mannaskítur þessa dagana ef við lítum á gengi liðsins. Við erum að tapa stigum á móti liðum á borð við Forest, Fulham og West Ham. Þetta eru lið sem undir venjulegum kringum stæðum eigum við að vinna 9/10 skiptum. En það eru allt annað en venjulegar kringumstæður hjá Chelsea þessa dagana. Heilt byrjunarlið (11 menn samtals) eru búnir að vera meiddir og ofan í það hafa eigendur okkar farið hamförum á markaðinum og keypt bara ALLA. Potter hefur sýnt að hann geti náð í úrslit en þessir upptöldu þættir hafa ekki verið að gera honum mikla greiða. Ef við hættum að spá í meiðslin þá situr eftir annar hausverkur en það er að fá alla þessa nýju leikmenn synca og sýna sín gæði á vellinum. Það getur verið meira en að segja það þar sem þeir eru allir að koma úr öðrum deildum. Þeir leikmenn sem hafa komist beint inn í liðið hafa þó sýnt af hverju þeir voru keyptir. Badiashile er búinn að vera flottur, Felix búinn að vera okkar besti maður í þeim leikjum sem han hefur spilað þrátt fyrir rauða spjaldið og Enzo stimplaði seig vel inn í liðið og deildina. Mudryk gerði okkur svo öll hlandvot af spenningi þegar hann fékk 30 mín á móti Liverpool. Hann hefur samt ekki náð að byggja ofan á það, hann fór veikur útaf í hálfleik á móti Fullham og þurfti svo að sætta sig við ömurlegan Cucurella í síðasta leik. En sá hafði meiri áhuga á að gefa boltann sífellt til baka frekar en að reyna finna Mudryk. Það voru einmitt hans hæfileikar sem við hefðum þurft á að halda til að koma okkur aftur yfir í þeim leik.
West Ham leikurinn var samt sem áður geggjaður hjá okkur……..í 30 mín. Eftir það þá var enginn neisti í sókninni. Leikurinn fjaraði út og úrslitin lágu fyrir 1-1. Það átti sér stað mjög umdeilt atvik í þeim leik þegar Soucek tók að sér hlutverk markmanns og varði með höndi lúmskt skot frá Conor. Dómarablaðran sá ekkert áhugavert við það athæfi og sleppti því að stynja í flautuna. Það skondna við það er að Potter er búinn að fá jafn mikla neikvæða gagnrýni fyrir að tjúllast ekki á hliðarlínunni eins og dómarinn fyrir að flauta ekki. Jæja ég nenni ekki að smjatta lengur á þessu, fórum í að spá um byrjunarliðið

Við erum með heilan leikmannahóp til að velja úr fyrir utan Kante. Kepa verður alltaf í markinu. Öftustu fjórir verða líklega Chilwell, Koulibaly, Silva og Reece James. Ég er svo alveg til í að sjá sömu miðju og síðast, þar voru Enzo og RLC í aðalhlutverki og voru frábærir. Mudryk verður á sínum stað á vinstri kantinum og ég spá því að Zyiech komi inn á hægri. Kai Havertz verður okkar fremsti maður og Joao Felix í holunni fyrir aftan hann.
Dortmund:
Eins og ég nefndi hér fyrr í pistlinum þá eru Dortmund á mikilli siglingu, taplausir í síðustu átta leikjum. Sitja þeir um þessar mundir í þriðja sæti í Búndeslígunni aðeins þrem stigum á eftir Bayern. Þeir eru með helvíti solid lið sem þeir geta teflt fram, þar á meðal hann Jude Bellingham, sem er eftirsóttasti leikmaður heims þessar mundir. Það er búið að orða hann við hvert stórliðið á fætur öðru og búist er við að spænsku pylsurnar í Real Madrid nái að sækja hann í sumar. Þetta er fyrsta skipti sem þessi lið mætast og ég hef engar áhyggjur að öðru en að stuðningmenn Dortmund myndi fjandsamlega stemmingu sem okkur langar bara ekkert að spila í. Dortmund eru nefnilega þekktir fyrir bilaða heimavallarstemningu og ef minnið er ekki að svíkja mig unnu þeir okkur í vali yfir bestu stuðningmenn í heimi.
Spá:
Mér líst ekkert á þennan helvítis leik. Okkar lykilmenn sem voru meiddir eru ekki komnir upp á sitt besta og nýju mennirnir ekki alveg orðnir 100% samofnir liðinu. Liðið okkar er eins og eðal Ferrari bifreið á pappír en við megum ekki gleyma því að Bjössi á mjólkurbílnum er á bakvið stýrið. Hér mun Potter fá sínu fyrstu CL FLENGINGU!!!! Þessu hef ég aldrei spáð áður í upphitun en þetta Dortmund lið er að fara taka okkur í sundur og rað-sprengja í skottið á okkur. Þetta verður svipuð upplifun eins og þegar við mættum Bayern og Lampard var á bakvið stýrið. Við töpum þessum leik 0-3.
Comments