top of page
Search

Chelsea - Wolves í Október 2022

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Tími - dagsetning: Laugardagurinn 8. Október kl: 14:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvarerleikurinnsýndur: Síminn Sport

Upphituneftir: Hafsteinn Árnason



Enska úrvalsdeildin snýr aftur eftir góðan heimaleik í meistaradeildinni í liðinni viku. Að þessu sinni er það heimaleikur gegn Wolverhampton Wanderers, einnig þekktir sem, Wolves og Litla-Portúgal. Mikið hefur gengið á hjá Úlfunum að undanförnu, en stjórn félagsins ákvað að reka Bruno Lage úr starfi knattspyrnustjóra. Liðið hefur unnið aðeins einn leik það sem af er tímabili, og skorað aðeins þrjú mörk. Það hefur þó ekki tekist að ráða nýjan knattspyrnustjóra, þannig að liðinu verður sennilega stýrt af Steve Davis – sem ég hef ekki hugmynd um er. Þó ber að nefna, að okkar fyrrverandi leikmaður, sjálfur Arsenal-skelfirinn Diego Costa, er nýgenginn til liðs við Úlfana, eftir stutta dvöl í Brasilíu. Það má fastlega gera ráð fyrir því að hann fái einhverjar mínútur, því einhver þarf að skora mörkin.


Stjórn Chelsea hefur þó líklega ráðið Christopher Vivell í starf “Technical director”. Hann kemur frá Red Bull grúppunni og hafði yfirumsjón með málum RB Leipzig frá 2020. Það er þó gert ráð fyrir því að Chelsea eiga eftir að ráða í “sporting director” stöðuna líka. Vivell mun því hafa yfirumsjón með leikmannamálum sem snerta margar deildir. Hjá Leipzig sá hann mikið um að finna leikmenn í Brasilíu, sem ætti að passa við það sem Todd Boehly hefur látið eftir sér, með að versla fótboltaklúbba í öðrum löndum, þar sem Brasilía og Portúgal hafa verið sérstaklega nefnd. Við óskum Herr Vivell velfarnarðar í starfi.




Graham Potter stillti upp í 3 manna varnarlínu gegn AC Milan í meistaradeildinni í liðinni viku. Það upplegg svínvirkaði og áttu leikmenn Milan í stökustu vandræðum með að tengja einföldustu sendingar. Frammistaða margra leikmanna var til fyrirmyndar, þá sérstaklega Kovacic og Loftus-Cheek á miðjunni. Hinsvegar verðum við að taka það með í dæmið, að Milan voru án aðal-markvarðar, bakvarða, annars miðvarðar í leiknum. Hvort það var aðalástæðan fyrir sigrinum hjá Chelsea, eða snilligáfa Potter, kemur væntanlega í ljós á morgun, eða jafnvel í seinni leiknum á San Siro. Undirritaður hefur hóflegar efasemdir með Chelsea liðið, þar sem sóknarleikurinn var ekkert sérstakur framan af leiknum gegn Milan. Það er þó ánægjulegt að sjá að Aubameyang sé að skora, þvert á allar væntingar hjá undirrituðum. Það sem kom helst á óvart var að Christian Pulisic virðist ekki ætla fá margar mínútur, sem fer gríðarlega í taugarnar á soccer-aðdáendum vestanhafs. Graham Potter nefndi þó sérstaklega á blaðamannafundinum í dag, að hann hefði verið ánægður með framlag Trevoh Chalobah, sem fékk einmitt traustið þegar Wesley Fofana meiddist. Það segir ýmislegt. Potter telur framlag á æfingum skipta máli. Það bendir kannski til þess að Christian Pulisic verður að girða sig í brók. Það getur enginn bjargað honum, nema hann sjálfur. Thierry Henry lét eftir sér hafa að þetta kemur allt niður á honum sjálfum.




Varðandi leikmannahópinn þá er Fofana meiddur í nokkrar vikur, meiðslin ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu. N'Golo Kante er nýbyrjaður að æfa en ólíklegt þykrir að hann taki þátt í leiknum. Carney Chukwuemeka hefur verið veikur og ætti að vera tæpur. Marc Cucurella mun taka þátt í leiknum samkvæmt Graham Potter. Allir aðrir leikmenn ættu að vera leikfærir. Potter valdi síðast þriggja manna varnarlínu gegn AC Milan, og ég tel að það sé líklegt að það verði niðurstaðan. Það myndi koma mér á óvart, ef hann ætlaði að fara aftur í “back four”. Ég spái því að Kepa verði áfram í markinu, en þriggja manna varnarlínan verður Koulibaly, Thiago Silva og Chalobah. Reece James verður hægri vængbakvörður, en Marc Cucurella í vinstri, þar sem Chilly B er enn að ná fullum bata. Loftus Cheek og Jorginho verða á miðjunni en Raheem Sterling, Aubameyang og Mason Mount verða í framlínunni.




Eina sem ég get sagt um Wolves er að Diego Costa mun á einhverjum tímapunkti spila. José Sá verður í markinu, Jonny, Gomes, Kilman og Semedo verða í vörn. Joao Moutinho, Boubacar Traore og Matheus Nunes á miðju, Podence, Guedes og Adama Traore í sókn. Við erum svo lánsamir að Ruben Neves tekur út leikbann. Við höfum ekki sigrað Wolves í deild síðan 2020. Maður reiknar með helvíti leiðinlegum. Líklegast verður jafntefli niðurstaðan eins og síðustu ár á milli liðanna. 1-1 – lendum undir með marki frá engum öðrum en Diego Costa en Thiago Silva jafnar með skallamarki í uppbótartíma. Mér líst ekkert á þetta. En sjáum til hvað gerist!

Áfram Chelsea!

bottom of page