top of page
Search

Chelsea vs Rennes - Upphitun

Keppni: Meistaradeildin

Dag- og tímasetning: Miðvikudagur 4. nóv kl. 20.00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur: Stöð 2 Sport

Upphitun eftir Stefán MarteinChelsea

Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hjá Chelsea liðinu og hausverkurinn sem hefur verið viðloðandi liðið síðasta árið, varnarleikurinn virðist loks vera taka á sig þá mynd, eitthvað sem við höfum saknað. Edouard Mendy og Thiago Silva leiða þar okkar menn með mikilli ró og yfirvegun en þess má til gamans geta að við höfum haldið markinu hreinu í síðustu 4 leikjum í röð sem hefur ekki sést frá Chelsea liðinu síðan Courtois stóð á milli stangana.


Það er stutt á milli leikja en við erum að renna inn í 3. Leikinn í Meistaradeildinni á tveimur vikum og sitjum við sem stendur á toppi riðilsins með 4 stig ásamt Sevilla. Krasnodar og Rennes koma svo á eftir með sitthvort stigið svo það er að verða nokkuð ljóst í hvað stefnir, baráttan um riðilinn verður milli okkar og Sevilla og því er eins og Bretinn segir ,,No room for mistakes”. Við eigum núna tvo leiki í röð, heima og að heiman gegn Rennes í Meistaradeilinni og mikilvægt að klára það verkefni sómasamlega.


Eins og ég kom áður inn á þá er stutt á milli leikja en við heimsóttum Jóa Berg og félaga í Burnley á Turf Moor sl. Laugardag og má segja að sá leikur hafi verið göngutúr í garðinum fyrir okkar menn þegar við sóttum góð 3 stig með mörkum frá Hakim Ziyech, Kurt Zouma og Timo Werner. Fyrir utan smá hikst í upphafi síðari hálfleiks þá var þessi sigur aldrei í neinni hættu og kristallaðist það með því að Burnley áttu ekki tilraun á okkar mark í leiknum. Sterkur sigur og vonandi erum við að horfa fram á að tengja saman fleirri sigurleiki því deildinn hefur sjaldan verið eins opin og hún er núna.


Aftur að einvíginu gegn Rennes en Frank Lampard mun eflaust gera einhverjar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn sökum leikjaálags og reyt að hvíla menn en Meistaradeildinn leyfir 5 skiptingar og stærri varamannabekk svo við gætum séð einhverja veltu á spiltíma leikmanna. Christian Pulisic verður ekki með vegna meiðsla en Frank Lampard staðfesti það á blaðamannafundi fyrir leik.


Ég á ekki von á neinu öðru en að Edouard Mendy standi í rammanum gegn sínum gömlu félögum. César Azpilicueta tekur stöðu hægri bakvarðar, Emerson gæti tekið stöðu vinsti bakvarðar. Miðvarðarparið ætla ég að tippa á að samanstandi af Kurt Zouma og Antonio Rudiger. Þriggja manna miðja mun innihalda N’golo Kanté, Mason Mount og Jorginho og fremstu þrír verða Hakim Ziyech, Callum Hudson-Odoi og Tammy Abraham (Þó ég vilji sjá Olivier Giroud fá startið). Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Thiago Silva ætla ég að tippa á að fái hvíld.

Rennes

Stade Rennais, eða Rennes eins og við þekkjum þá er líklegast best þekkt fyrir það að hafa átt í gegnum tíðina fínustu markmenn. Við t.a.m náðum í Petr Cech á sínum tíma til þeirra, Man City sóttu svo arftaka Petr Cech, Andreas Isaksson 2006 en sú saga hafði ekki sama Disney endi og Cech fyrir okkur. Nýjasta dæmið er svo Edouard Mendy sem enginn hafði heyrt af fyrr en Chelsea fór á stúfana og sóttu hann.


Rennes eru þó sem stendur í 3.sæti Frönsku deildarinnar og koma inn í þennan leik með sigur úr síðasta leik gegn Brest en fyrir þann leik hafði Rennes ekki unnið síðustu 5 leiki sína í öllum keppnum og þar af tapað síðustu 2 fyrir leikinn gegn Brest. Það má finna fína spilara í þessu Rennes liði en þar má m.a. nefna Stoke City legendið Steven Nzonzi, Íslandsvininn Jeremy Doku sem skoraði gegn Íslandi þegar við heimsóttum Belgíu í Þjóðardeildinni í vor, Alfred Gomis sem barðist við Rúnar Alex um stöðuna í marki Djion síðasta tímabil og er arftaki og landsliðsfélagi Edouard Mendy svo ég nefni einhverja. Franska 17 ára undrabarnið Eduardo Camavinga sem hefur verið orðaður við öll helstu lið evrópu er þá ekki með Rennes í þessum leik sökum meiðsla og sama má segja um Daniele Rugani sem er á láni frá Juventus.


Skemmtilegt að segja frá því að það eru þó nokkrir leikmenn sem hafa leikið bæði með Rennes og Chelsea á sínum ferli en ég kafaði aðeins ofan í það og fann ásamt Petr Cech og Edouard Mendy, skemmtikraftinn Mario Melchiot spilaði 2006-07 með Rennes, okkar allra besti Tiémoué Bakayoko kom upp starfið hjá Rennes áður en hann hélt til Monaco 2014. Ég komst ekki mikið lengra en það.Tímabilið 2018/19 mætti liðið Arsenal í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem þeir skelltu Arsenal 3-1 í Frakklandi áður en Arsenal endurheimti stoltið heima fyrir með 3-0 sigri og fóru alla leið í úrslit gegn okkur


Spá

Kemur eflaust fáum á óvart að ég spái okkar mönnum þægilegum sigri. Við eigum að vinna þetta Rennes lið nokkuð örugglega en gæðin hjá okkar liði eru einfaldlega meiri og hvað þá þegar það vantar lykilmenn hjá Rennes. Örugg þrjú stig og Edouard Mendy þekkir vopnin hjá Rennes sem geldir þeirra sóknaraðgerðir og við förum með 4-0 sigur. Stjarna Hakim Ziyech mun áfram skína skært og verður hann meðal markaskorara, Mason Mount kemst líka á blað, Azpilicueta kemst óvænt á blað og þá fáum við mark af bekknum frá Giroud.

Comments


bottom of page