top of page
Search

Chelsea vs Norwich - upphitun!

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 23. október 2021, klukkan 11:30

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport, NBC Sports Network, BT Sport 1

Upphitun eftir: Markús Pálma Pálmason



Inngangur

Nú eru okkar menn að koma úr sannfærandi 4-0 heimasigri gegn Malmö í Meistaradeildinni og 0-1 útisigri gegn Brentford í deildinni. Eins og staðan er núna sitjum við á toppi ensku Úrvalsdeildarinnar, með 1 stiga forskot á Liverpool og 2 stiga forskot á Manchester City eftir 8 umferðir. Gaman að segja frá því að í 4. sæti situr svo Brighton. Chelsea og Norwich hafa mæst 18 sinnum í Ensku úrvalsdeildinni, þar sem okkar klúbbur hefur unnið 11, en Norwich unnið 4, þar sem hafa svo verið 3 jafntefli. Síðustu 3 leikir þessa tveggja liða fóru 1-0, 2-3 og 1-2 sigur okkar manna. Hægt væri að orða það þannig að þetta sé skyldusigur hjá TT og lærlingum ef við tökum í gildi fyrri úrslit í þessu einvígi.


Chelsea

Í síðasta leik þá tókum við sænsku meistara Malmö FF í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Staðan eftir þessa umferð er Juventus í toppsæti, svo fylgjum við fast á eftir, með Zenit og Malmö FF í 3. og 4. sæti. Það sem hins vegar var skellurinn við leikinn gegn Malmö FF, var sá að bæði Romelu Lukaku og Timo Werner meiddust í fyrri hálfleik. Þessi meiðsli gefa það í skyn að Kai Havertz muni leiða sóknarlínuna í leiknum á morgun. Lukaku er að glíma við ökklavandamál á meðan Timo meiddist aftan á hné. Þegar fyrstu fregnir komu var talað um nokkra daga, en nú hefur komið í ljós að þeir gætu verið frá í lengri tíma.


Í þessum leik mun TT mögulega reyna að hvíla einhverja leikmenn þar sem hann stillti upp einu sterkasta byrjunarliðinu okkar í leiknum gegn Malmö. Lukaku, Werner og Pulisic eru allir á meðslalistanum og því líklegt hjá TT að hvíla leikmenn á borð við Mendy og Christensen. Hins vegar ætla ég að skjóta á að TT hendi í mjög sterkt byrjunarlið, til að ná sem mesta forskoti á liðin á eftir okkur í deildinni. Eins og glöggir hafa tekið eftir, þá er Manchester City með erfiðan útileik gegn Brighton, sem ég minni á að eru í 4. Sæti eftir 8 umferðir, og Liverpool á útileik gegn Manchester United. Þetta er í raun kjörið tækifæri til þess að ná mögulega 3-4 stiga forskoti á toppnum.


Fyrir mér í raun eru bara 3 staðfestir í þennan leik. Christensen fær að halda sínum stað eftir frammistöður sínar undanfarið, Mount þarf að byrja og Havertz er eini valkostur okkar í framherjastöðunni. Allir aðrir eru stórt spurningarmerki, því það eru 2 valmöguleikar fyrir TT. Stilla upp okkar sterkasta liði, eða hvíla ákveðna menn fyrir leikinn gegn Southampton. Ég hins vegar trúi á að TT reyni við sterkt lið á morgun, og geyma hvíldina fyrir menn í bikarleiknum gegn Southampton.


Ég spái því að byrjunarliðið líti einhvern veginn svona út:



Ef allt fer á okkar veg, sem er líklegra frekar en ekki, þá ætti þetta að vera þægilegur sigur og góður „recovery“ leikur fyrir okkar menn fyrir erfitt prógram framundan. Þrátt fyrir að næstu leikir séu gegn Southampton, Newcastle, Malmö og Burnley, þá eru næstu leikir eftir það gegn Leicester á útivelli, Juventus á heimavelli og Manchester United á Brúnni. Ef við ætlum að komast vel í gegnum það prógram, þá þarf að gefa mönnum góðan tíma í hvíld, og rótera í þeim leikjum þar sem við eigum að vera öruggari frekar en ekki.


Norwich

Andstæðingur okkar manna á morgun er Norwich City FC. Við Chelsea-stuðningsmenn eigum skemmtilegt álit við Norwich, og þá sérstaklega útaf okkar eigin Billy Gilmour sem er á láni hjá Kanarífuglunum. Eins og staðan er núna sitja Norwich í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig eftir átta umferðir. Norwich hafa aðeins skorað tvö mörk á tímabilinu, en fengið á sig 16 mörk. Skemmtileg staðreynd um þessi 2 mörk sem þeir hafa skorað, er að Teemu Pukki er sá sem skoraði bæði mörkin, og bæði mörkin komu á útivelli og voru bæði skoruð í fyrri hálfleik.


Daniel Farke, stjóri Norwich, var spurður á blaðamannafundi um viðureignina við okkar menn. Eins og við vitum, þá má Gilmour ekki spila og þá eru Todd Cantwell og Cristoph Zimmermann báðir meiddir. Daniel Farke talaði um að Thomas Tuchel sé einn besti þjálfari í heimi og eins og flestir kannski muna eru þeir fyrrverandi samstarfsfélagar, en einnig eru þeir virkilega góðir vinir utan vallar. Farke fór út í það að þeir ætli sér að koma í leikinn óhræddir, þó að þeir séu að mæta Evrópumeistörunum á útivelli.


Í upphafi tímabils var Daniel Farke mikið að vinna með 4-3-3 þar sem Rashica, Pukki og Cantwell sátu í framlínunni, með okkar mann Gilmour á miðjunni. Hins vegar eftir 5 töp í röð með það leikkerfi, ákvað Farke að breyta aðeins til. Norwich færðu sig yfir í sína útgáfu af 5-3-2. Þrátt fyrir tap gegn Everton í fyrsta leiknum með það leikkerfi, þá hafa Norwich gert 2 jafntefli í röð, eitt á útivelli, og eitt gegn liðinu í 4. Sæti. Það sem þetta sýnir okkur er að Farke og hans lærisveinar eru þéttir varnarlega, ef þeir stilla liðinu sínu upp á réttan máta.


Líklegasta byrjunarlið Norwich er Tim Krul í rammanum, Aarons og Williams í vængbakvörðum, og svo Gibson, Hanley og Kabak til að fullkomna þeirra 5 manna vörn. Á miðjunni er líklegt að McLean, Normann og Lees Melou byrji þennan slag. Svo uppá topp má búast við Teemu Pukki á sínum stað, með Sargent við hliðina á sér.


Spá

Mín spá fyrir þennan leik er mjög einföld, sigur. En það sem að mér finnst mikilvægast af öllu er að við skorum fleira en tvö mörk í þessum leik. Fyrir utan leikinn gegn Southampton þar sem við unnum 3-1, þá höfum við aðeins skorað 1 mark í hinum 2 leikjunum af síðustu 3 í Ensku Úrvalsdeildinni. Ég spái því að þessi leikur fari einnig 4-1, þar sem við fáum fleiri mörk í fyrri hálfleik en þeim seinni. Leikurinn byrjar á því að við skorum snemma, en svo ná Kanarífuglarnir að klóra í bakkann með marki frá Teemu Pukki en við reynumst of stór biti fyrir þá og setjum svo 3 í andlitið á þeim þegar fer að líða á leikinn. Markaskorarar Chelsea á morgun verða Rudiger, Chilwell, Kai Havertz og Ziyech.


KTBFFH!

- Markús Pálmason

bottom of page