top of page
Search

Chelsea vs Newcastle

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardaginn 19. október 2019, Kl. 14:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport, BT Sport 1, NBC Sports ofl.

Upphitun eftir: Markús Pálma Pálmason


Chelsea

Í seinasta leik spiluðum við gegn Southampton á útivell og fórum þaðan með 3 stig og 1-4 sigur. Frábær leikur okkar manna, flottur leikur frá Willian og skemmtilegt spil hjá okkur á erfiðum útivelli. Willian var búinn að fá sinn skerf af gagnrýni en sýndi það að hann getur enn skorað mörk og lagt sitt af mörkum fyrir klúbbinn. Southampton náðu marki inn þegar Danny Ings minnkaði muninn fyrir þá í stöðunni 0-2. Kante skoraði enn og aftur, alltaf gaman að sjá það gerast og síðan kom Batsmaðurinn inná og kláraði leikinn.

Við erum í mun betri málum með meiðsli en áður. Rudiger og Loftus-Cheek en það styttist í þá báða. Hins vegar fóru þessir landsleikir ekkert vel í okkur. Kante meiddist í upphitun fyrir leik Frakklands og Íslands á föstudaginn seinasta, Christensen fór meiddur af velli í leik Dana og Sviss og Mateo Kovacic fór útaf í hálfleik í leik Króatíu og Wales. Einnig þurftu Reece James og Trevoh Chalobah að draga sig úr enska U21 hópnum vegna meiðsla.


Ég sé fram á það að við munum ná að halda okkur við sömu pælingu og hefur verið í síðustu leikjum. Kepa í marki, Azpi í hægri bakverði, Zouma og Tomori í miðvörðum og Alonso í vinstri bakverði. Jorginho, Barkley og Mount á miðjunni, nema að Kovacic verði klár, þá kemur hann til greina í liðið. Callum Hudson-Odoi á vinstri kanti, Willian á hægri og Tammy uppá topp. Flott byrjunarlið þrátt fyrir erfitt landsleikjahlé en mjög góð uppstilling gegn liði




Newcastle

Newcastle er andstæðingur okkar fyrir næsta leik. Þeirbyrjuðu tímabilið á smá vandræðum með 2 töpum í röð gegn Arsenal og Norwich. Hins vegar sýndu þeir öllum að þeir eru með sterkt lið sem á alls ekkert að vanmeta, þegar þeir unnu Tottenham 0-1 á útivelli. Síðan þá hefur þetta verið aftur vandræði en ekki jafn mikil. 2 jafntefli gegn Leichester í bikarnum og Watford í deildinni. Síðan tap fyrir Liverpool, jafntefli við Brigthon, en síðan koma þeir aftur með alvöru sprengju, og vinna Manchester United 1-0. Staðan er svoleiðis að Newastle er með flott lið og reyndan þjálfara og það má alls ekki vanmeta lið í svoleiðis stöðu því þau eru yfirleitt liðin sem skella okkur og öðrum sterkum liðum, í jörðina.


Spá

Að mínu mati er þetta aldrei spurning, skyldusigur þarf það að vera. Chelsea hefur verið á rosalegri siglingu og fengið góð úrslit í seinustu leikjum, erum með frábæran hóp af ungum og spennandi leikmönnum sem hafa mikla hæfileika og erum í baráttu um efstu sætin. Ég ætla að spá því að leikurinn byrji vel og hratt frá fyrstu mínútu og við byrjum af krafti. Ég trúi því að Callum muni eiga góðan leik og svo lengi sem við pössum það að halda vörninni, þá kemur þetta. Ég ætla mér að spá 3-1 sigri okkar manna, því við ætlum aldrei að halda hreinu, og ég trúi að Tammy, Callum og Barkley skori og þannig komist Barkley almennilega í gang. Almirón mun skjóta einu í bakið á okkur.

3-1. Markaskorarar: Tammy, Hudson-Odoi og Barkley fyrir Chelsea. Almirón fyrir Newcastle

bottom of page