top of page
Search

Chelsea vs Man Utd - Deildarbikarinn

Keppni: Enski Carabao deildarbikarinn

Dag- og tímasetning: Miðvikudagurinn 30. Október 2019 kl 20:05

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur: Sky Sports, Stöð 2 Sport og BeIn Sport

Upphitun eftir: Jóhann M. Helgason


Chelsea

Ég vil byrja á því að minnast á aðalfund Chelsea klúbbsins á Íslandi. Hann verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 2. nóvember n.k. og hefst fundurinn kl. 15:30. Eftir að fundinum lýkur verður að sjálfsögðu horft á Watford vs Chelsea.


Chelsea gerðu virkilega góða ferð á Turf Moor sl. laugardag og var það Christan Pulisic sem stal senunni – kappinn lék við hvurn sinn fingur og var búinn að skora þrennu á rétt tæpum 60 mínútum. Þrennan hans var líka fullkomin þar sem eitt markið var skorað með vinstri fæti, annað með þeim hægri og svo það þriðja með skalla. Willian bætti svo við fjórða markinu eftir góðan undirbúing frá Tammy Abraham. Burnley klóruðu svo hressilega í bakkann með tveimur mörkum undir lok leiksins. Chelsea voru mjög klíniskir í þessum leik því Burnley voru síst lakari aðilinn úti á vellinum en fóru illa með færin sín. Eftir sem áður er þetta frábær sigur því Turf Moor er ekki auðveldur völlur að mæta á og hirða stiginn þrjú.


Chelsea hafa harma að hefna gegn Man Utd frá því í fyrstu umferðinni er okkar menn töpuðu 4-0. Chelsea voru ekki slakir í þeim leik, og voru í raun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. En margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og núna hafa okkar menn unnið 7 leiki í röð á meðan Man Utd hafa strögglað. Lampard hefur gefið það í skyn að hann ætli sér aðeins að hrissta upp í liðinu fyrir leikinn, eins og venjan er í þessari keppni. Það eru engu að síður töluvert um meiðsli því Rudiger, Kanté og Christensen eru ennþá á meiðslalistanum ásamt Loftus-Cheek. Ég spái því að Big Willy komi inn í búrið í stað Kepa, Emerson og Reece James verða í bakvörðunum, Zouma og Tomri verða svo í hjarta varnarinnar út af meiðslun Rudy og Christensen. Lampard gæti freistast til þess að nota hinn unga Marc Guehi fyrir annað hvort Zouma eða Tomori en ég dreg það í efa út af stærð mótherjans. Ég held að þriggja manna miðjan verði með þeim Kovacic, Barkley ásamt hinum unga Billy Gilmour, enda nauðsynlegt að gefa Mount og Jorginho verðskuldaða hvíld. Batsman er alltaf fara byrja frammi ásamt Pedro (man einhver eftir honum?) . Það er hins vegar spurning hvort Pulisic eða Hudson-Odoi verði með þeim frammi. Ég ætla að veðja á Pulisic, við getum ekki hent þrennu manninum á bekkinn!


Man Utd

Líkt og Lampard ætlar Ole Gunnar Solskjær sér að hvíla nokkra leikmenn og rótera í liðinu, Hann hefur talað um að leikmenn eins og Brandon Williams og Mason Greenwood eigi að byrja leikinn ásamt varamarkverðinum Sergio Romero. Man Utd eru búnir að vinna síðustu tvo leiki og eru greinilega að rétta úr kútnum en fram af því var þetta tímabil búið að vera hreinræktuð hörmung. Sætið hans Solskjær var farið að hitna en eins og áður segir eru þeir núna búnir að vinna tvo leiki í röð sem báðir voru meira að segja útileikir. Munar þar mestu um endurkomu Anthony Martial en frekar er gert ráð fyrir því að hann verði hvíldur í leiknum gegn Chelsea enda nýkominn úr meiðslum.


Spá

Bæði lið munu hvíla eitthvað af leikmönnum sem gerir leikinn ófyrirsjáanlegan. Chelsea hafa ríka hefð í þessari keppni á undanförnum árum en það hafa Man Utd líka. Okkar menn vilja klárlega vinna áttunda leikinn í röð og leikmenn eins og Pedro, Batshuayi, Reece James og Emerson eiga akkurat að nota þessa leiki til þess að koma sér inn í myndina hjá Lampard. Þetta verður aldrei auðveldur leikur en ég tel okkur þó sigurstranglegri.


Spái 2-1 sigri í hörkuleik. Baneitraða tvíeykið Batsman og Pulisic skora mörkin.

Comentarios


bottom of page