top of page
Search

Chelsea vs Man City- Upphitun

Keppni: Enska úrvasdeildin

Dag- og tímasetning: Sunnudagurinn 3. Janúar kl 16:30. Leikvangur: Stamford Bridge Hvar er leikurinn sýndur: Síminn Sport Upphitun eftir: Sigurð Torfa Helgason


GLEÐILEGT ÁR!


Jæja þá er nýtt ár gengið í garð og það er ekki leikur af verri endanum sem tekur á móti okkur á þessu glænýja ári. Okkar menn hafa ekki verið að finna sig undanfarið og erum við með einungis einn sigur í síðstu fimm deildarleikjum. Þetta er eitthvað sem er ekki ásættanlegt og nú verður Lampard að sýna í hvað honum býr og leggja leikinn rétt upp.


Ég hef tekið eftir því að umræðan um Chelsea liðið hefur snúist mikið um Timo Werner. Hvar er best að spila honum og ná mest út úr honum. Innkoma hans aleinn uppá topp á móti Aston Villa sannfærði mig ekki um að hans besta staða í Chelsea sé einn uppi á topp. Ég sé Werner fyrir mér sem hálfgerða Anelka týpu þegar við spiluðum undir Ancelotti. Þá lúrði Anelka oftast vinsta megin og ógnaði gífurlega með hraða sínum á meðan Drogba átti síðan teiginn uppá topp.


Með Werner í liðinu þá verður við að keyra miklu meira á liðin og jafnvel þá droppa með liðið aðeins niður svo að Werner hafi plássið til að hlaupa í þegar boltinn vinnst. Þetta er snúin staða varðandi Werner eins og er en ég myndi stilla honum upp vinsta megin í 4-3-3 því City eru líklegir til þess að vera mikið með boltann og þá verðum við að nýta hraða Werner og Pulisic á köntunum þegar tækifærin gefast. En hér skal koma fram að ég skrifa þetta með þeirri sannfæringu um að Hakim Ziyech sé ekki leikfær til þess að vera í byrjunarliðinu. Ef að hann er heill heilsu, þá væri hann í liðinu á kostnað Werner.


Ég er að ströggla með það hverjum ég myndi stilla upp á miðjunni með Kanté og Mount. Enginn af þeim sem koma til greina hafa verið að gera gott mót uppá síðkastið. Mest freistandi væri að setja Billy Gilmour í liðið en ég held að varfærnin hjá Lampard vinni þennan slag og Jorginho verður þarna djúpur á miðjunni. Recce James er að glíma við meiðsli svo að Azpilicueta spilar áfram í bakverðinum og Thiago Silva og Kurt Zouma koma inn í vörnina. Fyrir mér er augljóst að Oliver Giroud á að leiða línuna uppi á topp.



Prófa eitthvað nýtt?

Eins og kom fram hérna að ofan þá erum við með einunigs einn sigur í síðsutu fimm leikjum. Gætum við séð Lampard prófað eitthvað nýtt í leiknum á morgun? Jafnvel að prófa 4,4 fucking 2? Ég skal ekki segja. Ef að þjálfunarfræði Lampard endurspeglast eitthvað hvernig leikkerfi hann spilaði sjálfur sem leikmaður þá sé ég hann ekki prófa neitt slíkt. Nánast allan sinn feril hjá Chelsea þá spilaði Lampard annað hvort 4-3-3 eða 4-2-3-1. En við gætum séð Lampard fara í þriggja manna vörn. Það gæti hins vegar reynst erfitt fyrst að Recce James er ekki leikfær til þess að vera í vængbakverðinum.



Man City

Undanfarnar daga hefur mikið gengið á hjá City liðinu. Kórónuveiran hefur herjað á hópinn og fimm leikmenn hafa greinst jákvæðir hjá liðinu. Það er vitað að tveir af þeim eru Kyle Walker og Gabriel Jesus. Síðan hefur verið staðfest að markvörðurinn Ederson hefur verið settur í einangrun. Þannig að það er greinilegt að City liðið mun mæta vængbrotið til leiks á morgun. Sergio Aguero mun væntnalega koma inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í töluverðan tíma, ef ekki þá verður Ferran Torres líklega í fremstu víglínu.


City voru hægir í gang á þessu tímabili en hafa hægt og bítandi verið að rétta úr kútnum. Þeir eru með þrjá sigra úr síðustu fimm leikjum og hafa bara fengi á sig eitt mark í þessum sömu leikjum. Ruben Dias hefur verið að leika frábærlega í öftustu línu og tekist að líma þessa City vörn saman. Þó að City séu aðeins í 8. sæti deildarinnar má ekki gleyma að þeir eiga tvo leiki til góða og væru því líklega í öðru sæti deildarinnar ef allt væri eðlilegt.


Spá

Bæði lið eru með bakið upp við vegg hvað varðar að vera með í toppbaráttunni - City menn vilja heldur betur nýta tækifærið á meðan að Liverpool er að misstíga sig. Ég á von á skemmtilegum leik þar sem bæði lið munu sækja til sigurs. Kurt Zouma mun koma Chelsea liðinu yfir eftir hornspyrnu frá Mason Mount. Síðan mun Timo Werner koma okkur í 2-0 með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Sergio Aguero mun minnka muninn um miðbik seinni hálfleiks og mun það reynast vera lokatölur leiksins og Timo Werner er heitjan á brúnni þennan daginn.


Við unnum þessa viðureign í fyrra með frábærri spilamennsku og vil sjá okkar menn endurtaka þann leik og byrja þetta ár að krafti.


KTBFFH

- Siggi Torfa

bottom of page