top of page
Search

Chelsea vs Leicester

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 27. ágúst 2022 kl. 14:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? : Síminn sport, Ölver og aðrar betri sportrásir

Upphitun eftir: Snorri Clinton
Chelsea:

Jæja þá komið að því, umferðin sem við höfum öll beðið eftir….. eða ekki. Í þessari 4. umferð fáum við refina frá Leicester í heimsókn á Stamford Bridge. Fyrir þessa umferð sitjum við bláliðar í 12. sæti deildarinnar með 4 stig og -2 í markatölu. Það verður að segjast að frammistaða liðsins er aðeins undir væntingum, aftur á móti ef við rýnum á fyrstu tvo leiki deildarinnar þar sem við sigrum Everton á grýlu velli og völtuðum yfir Tottenham 90% af leiknum þar sem liðið var rænt 3 stigum, þá er eitt tap úr þessum viðureignum enginn heimsendir. Munum að tímabilið er 38 leikir en ekki 3.


Síðasti leikur okkar á móti Leeds var eflaust okkar versta frammistaða hingað til. Mendy lét eins og trúður í fyrsta markinu, Koulibaly lét henda sér út af með rautt spjald og áttum við í stökustu vandræðum með að búa okkur til færi. Leeds menn voru hörkuduglegir í leiknum og hlupu hringi í kringum okkur og áttu stigin þrjú svo sannlega skilið. Sannkölluð hvell-skita hjá Chelsea og er erfitt að draga einhverjar jákvæðar hliðar úr þessum leik. Ég ætla að gefa mér það að flestir sófaspekingar og aðrar mannvitsbrekkur hafa tjáð sig um þessa leiki og rætt fram og til baka á kaffistofum landsins ásamt því að skella hámenntuðum álitum sínum á hinar og þessar Chelsea tengdu grúbbur á FB. Ég ætla því ekki að smjatta meira á því sem undan hefur gengið heldur lifa í nú-inu og horfa fram á veginn.Þar sem félagskiptaglugginn er enn opinn þá er endanlegt horf ekki en komið á fyrstu XI leikmenn Tuchel því enn eru möguleikar á að hinir og þessir komi eða fari. Þegar þetta er ritað þá sást Auba á flugvellinum í Barcelona, lesi fólk hvað það vill út úr því. Það ganga skiptar skoðanir á þessum kaupum á milli manna en eitt er víst að Auba kann að skora mörk, hanni kunni það allavega einu sinni. Eitthvað sér Tuchel við hann og vill vinna með honum aftur. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort að þessi gullkeðju glanspési komi til okkar og ef svo hvort hann muni skila mörkum.


Önnur kaup sem hafa legið í loftinu er Anthony Gordon. Persónulega veit ég ekki hvað þessi verst klippti snúður Englands hefur að gera í Chelsea en TT sér eitthvað við hann og virðist svo vera að Ed Böbbly eða hvað hann nú heitir ætli sér að landa honum. Ég hef haft gríðarlega rangt fyrir mér áður þegar kemur að leikmönnum en ég hef líka haft gríðarlega RÉTT fyrir mér.


Svo má ekki gleyma stóra Fofana málinu. Það virðist sem það muni dragast alveg fram á deadline og ekki kæmi mér það á óvart málið kláraðist kl 23:59 á lokadegi gluggans. Chelsea virðist vera ákveðið í lenda honum á meðan Rodgers rembist eins og gamalmenni með harðlífi við að halda honum. Sjálfur hefur leikmaðurinn beðið um að fá að koma til okkar og fór svo langt að skrópa á æfingum til að ýta undir að skiptin fari í gang. Það lítur allt út fyrir að Rodgers og félagar ætli sér að kreista hverja einustu krónu sem þeir geta frá okkur ef þeir ætla sleppa honum. Allt stefnir í að hann verði dýrasti varnarmaður heims áður en að glugginn lokar. Við skulum muna að undanskildum pappakassanum Danny Drinkwater þá höfum við sótt mikla fjársjóði til Leicester.


Eins og ég nefndi þá er einnig verið að nefna nokkra leikmenn í viðbót frá okkur. Þegar hafa nokkrir kvatt okkur en undanfarna daga er verið að nefna ýmsa menn frá okkur á annað hvort lán eða sölu. Það virðast mörg lið vera á höttunum eftir Connor Gallager, ekki þykir mér líklegt að hann fari en ef það verður þá erum við líklegast að tala um lán. Manchester United er víst með augastað á tveimur leikmönnum okkar, þeim Pulisic og Hakim Zyiech. Pulisic er sagður hafa áhuga á að fara yfir á láni til að tryggja spilatíma þar sem HM er á næsta leiti. Sá síðar nefndi kýs aftur á móti að fara frekar aftur í hollensku hasskökudeildina í sitt gamla félag frekar en að stíga fæti inni í þennan fljótandi ferðakamar sem Utd lítur út fyrir að vera þessa dagana. Sama hvað er til í þessum sögusögnum þá er eitt ljóst að síðustu dagar gluggans verða gríðarlega spennandi og fróðlegt að fylgjast með.


Byrjunarliðið:

Mendy heldur sig í búrinu þrátt fyrir afleit misstök í síðasta leik. Þar sem Koulibaly náði sér í rautt spjald þá trúi ég að miðvarðar línan verði skipuð af þeim Silva – Azpi – Cucurella. Í WB stöðunum þá munum við sjá James og Chilwell. Það er allt annar sóknarþungi í liðinu þegar james er í þessari stöðu og því vona ég að hann fari beint í hana á laugardaginn kemur. Á miðsvæðinu munum við sjá meira af Gallagher með RLC sér við hlið, Jorginho er því miður eins og taugaveikluð hæna nú til dags og má bara fara að leggja sig. Okkar allra besti Kovacic er byrjaður að æfa af fullum krafti og finnst mér nokkuð líklegt að hann fái mínútur á laugardaginn, þó svo að hæpið sé að hann byrji. Framlínan verður svo að öllu óbreytt, Kai – Sterling og Mount.Leicester:

Refirnir frá Leicester sitja í 19. sæti deildarinnar eftir 3 umferðir með aðeins eitt stig. Þeirra eina stig kom í fyrstu umferð er þeir gerðu 2-2 jafntefli við Brentford. Liðið var svo í tómu tjóni á móti Arsenal, þar sem þeir voru teknir í alíslenska bóndabeygju og töpuðu 4-2. Lærisneiðar hans Brendan Rodgers lágu svo einnig á heimavelli fyrir Southampton og hafa því verið í tómu tjóni.

Búið er að staðfesta að Wesley Fofana verði ekki með í leiknum á laugardaginn þar sem Rodgers segir að hann sé ekki með hugann við verkefnið á meðan framtíðin er í óvissu, leikmaðurinn var einnig utan hóps er Refirnir mættu Southampton um síðastliðna helgi.


Gárungarnir segja að Maddison sé tæpur og því hæpið að hann verði með, þar er ris plús fyrri okkur því hann er búinn að vera frábær fyrir refina. Önnur tíðindi frá meiðslabekk þeirra er að Ryan Bertrand og Ricardo Pereira muni njóta útsýnisins þaðan á laugardaginn. Það er eru svona leikir sem ég er hvað hræddastur við, þ.e.a.s. á móti liðum sem virðast vera með krónískan niðurgang. Þessi lið eiga sér þann ósið sameiginlegan að snúa slæmu gengi við á móti okkur. Við því segi ég hingað og ekki lengra.


Spá:

Ef það er eitthvað sem við þurfum á að halda núna þá er það 3 SANNFÆRANDI stig!! Ég persónulega nenni ekki einhverju moði líkt og á móti Everton eða óákveðni eins og á móti Leeds. Við eigum að keyra yfir þessa tuðrur líkt og réttilega hefði átt að gerast á móti Spurs. Ég hef fulla trú á að Bragðarefurinn teikni leikinn upp fullkomlega og að við siglum þessu heim 3-0. Við förum inn í hálfleik með mörkum frá RLC og James. Sterling sér svo um að gera út af við leikinn í seinni hálfleik.

Comments


bottom of page