top of page
Search

Chelsea vs. Leeds United - upphitun

Keppni: Enska Úrvalsdeildin Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 5 Desember kl 20:00 Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport og Sky Sports Upphitun eftir: Sigurð Torfa Helgason



Chelsea

Er hægt að biðja um eitthvað meira? Laugardagskvöld á prime time tíma kl 20:00 á móti ´´Dirty´´ Leeds, geggjað! Þetta er fyrsti leikur deildarinnar hjá Chelsea þar sem áhorfendur eru velkomnir á Stamford Bridge, en þeir verða um 2.000 þúsund manns.

Chelsea liðið kom heldur betur til baka í vikunni í Meistaradeildinni á móti Sevilla eftir þessa svefnpillu gegn Spurs síðasta sunnudag. Þar skoraði Oliver Giroud öll fjögur mörk leiksins, og ef það tryggir þér ekki sæti í byjunarliðinu í næsta þá veit ég ekki hvað hann þyrfti að gera. Þrátt fyrir góða frammistöðu hjá öllu liðinu þá verða augljóslega margar breytingar á liðinu á laugardagskvöldið. Þó svo að liðið sem byrjaði leikinn hafi staðið sig vel heilt yfir þá vitum við að Lampard er svona nokkurn veginn búinn að finna okkar sterkasta byrjunarlið. Ég hugsa að það verði aðeins ein beyting á liðinu sem byrjaði Spurs leikinn, sem er auðvitað Giroud inn fyrir Tammy. Tammy var nálægt að koma sér í færi gegn Spurs og hefði maður viljað sjá hann aðeins graðari við að koma sér í færinn.



Margir myndu vilja sjá Pulisic fá eitthvað run af leikjum fyrst hann er nú loksins orðinn klár. Sem og Kai Havertz. Þessir leikmenn áttu ágætis leik gegn Sevilla En ég held að Lampard vilji ekki vera að hrófla of mikið við því góða fílíng sem hefur verið í okkar liði uppá síðkastið. Síðan varpar maður þeirri spurningu, hvern ætlaru að taka út af í staðinn? Ég sé Lampard ekki taka út Werner eða Ziyech á köntunum. Hann er aldrei að fara að taka Mount úr þessu liði og þá sérstaklega á móti þessu brjálaða Leeds liði sem hættir ekki að hlaupa. Þannig að ég sé ekki alveg hvar breytingin ætti að vera í augnablikinu.


Leeds United

Örugglega eitt skemmtilegasta liðið í enska boltanum á þessu tímabili. Stanslaus keyrsla og hasar í leikjum hjá þeim. Þjálfari þeirra Marcelo Bielsa er einhver athyglisverðasti karakter í fótboltaheiminum. Frank Lampard fékk til að mynda að finna fyrir því þegar hann var stjóri Derby fyrir tveimur árum. Þá sendi Bielsa menn á sínum snærum á æfingasvæði Derby í þeim tilgangi að reyna að njósna um leikaðferðir Derby. Bielsa skammaðist sín ekki mikið fyrir þetta atvik og sagðist vera búinn að gera þetta allan sinn feril. Pep Guardiola og Maurcico Pochettino segja hann vera einn besta þjálfara í heimi og að allir leikmenn sem spila fyrir hann verða í kjölfarið mun betri leikmenn. Leikstíll Guardioila byggir að mörgu leyti á Bielsa og þá sérstaklega varnarlega þar sem hann vill pressa andstæðingin frá fyrstu mínútu og sama hvar hann er á vellinum. Liðin hans eru mjög vel á sig komin líkamlega enda væri ekki hægt að spila þennan leikstíl án þess að vera með allar hlaupatöllur upp á 10.


Patrick Bamford

Okkar gamla vonarstjarna Patrick Bamford leiðir framlínuna hjá Leeds United og hefur staðið sig með mikilli príði. Hann hefur það sem af er tímabili komið boltanum sjö sinnum yfir línuna sem verður að teljast nokkuð gott hjá leikmanni sem er byrja sitt fyrsta tímabil sem aðalframherji hjá liði í ensku Úrvalsdeildinni. Eins og svo margir leikmenn ungir leikmenn Chelsea gekk erfiðlega fyrir hann að fá tækifæri með aðallinu og oftast endaði hann á láni í neðri deildunum. Eftir nokkur ár í Championship þar sem hann skoraði alltaf nokkuð reglulega er hann mættur í deild þeirra bestu og vonandi nær að setja nokkur mörk á móti okkar helstu keppinautum í vetur.


Spáin

Þetta verður alvöru leikur, á alvöru tíma og með áhorfendur. Chelsea lendir undir snemma fyrri hálfleiks. Við náum að jafna rétt fyrir lokin á fyrri hálfeik með vítaspyrnu frá Werner. Svo verður þar Reece James með screamer af 35 metra færi á 96 mínútu! Lokatölur 2-1 fyrir Chelsea.


Liðið: Medny, Reece James, Chilwell, Silva, Zouma, Kovacic, Kanté, Mount, Ziyach, Werner, Giroud


Comments


bottom of page