top of page
Search

Chelsea vs Leeds - Tuchel vs Bielsa

Keppni: Enska úrvalsdeildin.

Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 11. Desember 2021 kl: 15:00

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport

Upphitun eftir Hafstein Árnason.





Þessir dagar eru daprasta gengi liðsins síðan Thomas Tuchel tók við stjórn. Þrátt fyrir mjög breiðan leikmannahóp hefur reynt verulega á þá dýpt, sérstaklega á miðjunni, þar sem sterkustu leikmennir í þeim stöðum, hafa verið fjarri góðu gamni í töluverðan tíma. Liði brá sér til Bjarmalands til að etja kappi við Zenit frá Sankti Pétursborg. Liðsuppstillingin kom auðvitað á óvart. Reece James var færður á miðjuna, Saúl var settur í vinstri vængbakvörð, Callum Hudson-Odoi í hægri vængbakvörð og Kepa fékk mikilvægar mínútur í markinu, þar sem hann tekur við af Heimaklettinum þegar hann fer í afríkukeppnina í janúar.


Frá leiknum gegn Zenit byrjaði Chelsea liðið nokkuð bratt og komst yfir mjög snemma leiks með marki frá Timo Werner. Allt var frábært í svona 20 mínútur, þar til Zenit fóru að átta sig á uppstillingu liðsins. Í stuttu máli virkaði spilið ekki nógu vel, menn voru ekki að tengja nógu vel saman, sérstaklega ekki Malang Sarr og Saúl – sem voru vinsta megin í vörninni. Andreas Christensen átti líka sinn daprasta leik þar sem Brassanir í Bjarmalandi, brunuðu beint framúr okkar varnarmönnum með vel útfærðum stungusendingum. Það sem vantaði var í raun bara skipulag og rútinering. Leikurinn endaði 3-3, sem voru hálfgerð vonbrigði því liðið okkar var yfir 3-2. Það gerist mjög sjaldan hjá okkur að fá svona mörg mörk á okkur og hvað þá að missa unna leiki. Góðu punktarnir eru klárlega þeir, að framherjarnir okkar, Turbo-Timo Werner, og Romelu Lukaku, einnig þekktir sem Turbóvafflan, skoruðu báðir í leiknum, þar af Timo tvisvar. Annars frekar dapur leikur og aftur er Saúl tekinn útaf, en í þetta skipti komst hann inn að seinni hálfleik. Ætli það sé ekki jákvætt?


Thomas Tuchel sagði samt, að hann var mest óángæður að missa unnin leik í jafntefli, þar sem ákefðin minnkaði í leikjunum. Þetta hefur gerst bæði gegn Zenit og West Ham. Skilaboðin hans eru þau, að leikmenn þurfi að halda uppi ákefðinni og spila vel, ekki bara 90% vel og vonast til að sleppa með það.


Framundan er leikurinn við Leeds. Marcelo Bielsa lætur Leeds spila áþekkan fótbolta. Það má því búast við að leikurinn verði á háu tempó og með mikilli ákefð. Tuchel hefur útilokað að Trevoh Chalobah, Ben Chilwell, Mateo Kovacic og N‘Golo Kante taki þátt í leiknum vegna meiðsla. Kovacic er þó ekki meiddur, en nældi sér í covid. Ruben Loftus Cheek og Jorginho eru klárir en líklega tæpir. Þeir voru t.d. ekki með gegn Zenit. Ég spái því að Chelsea haldi áfram með 3-5-2 kerfið sem var spilað gegn Zenit. Heimaklettur verður í markinu. Antonio Rüdiger, Thiago Silva og Andreas Christensen verða í vörninni. Marcos Alonso og Reece James verða vængbakverðir, enda tók Tuchel fyrir það að nota Reece á miðjunni í þessum leik. Inni á miðjunni spái ég Ruben og Jorginho og Mason Mount verður þar fyrir framan. Framherjaparið okkar með fallega nafnið "Túrbóvafflan"mun svo leiða línuna enda skoruðu þeir Lukaku og Werner samtals þrjú mörk í síðasta leik.



Leeds

Andstæðingur okkar að þessu sinni eru engir aðrir en gömlu góðu "Dirty" Leeds. Lærisveinar Bielsa eru búnir að vera í miklu brasi það sem af er tímabili og ekki hafa meiðslin hjálpað til. Í leiknum á morgun verða þeir án Rodrigo, Kalvin Philips og Patrick Bamford. Þeir sitja núna í 15. sæti með 16 stig í deildinni og hafa aðeins unnið þrjá leiki en gert heil sjö jafntefli.


Þeir hafa engu að síður einn mest spennandi leikmann deildarinnar innan sinna raða, Brassann Raphinha. Hann er úti á hægri vængnum hjá þeim og mjög mikið af sóknarleik Leeds fer í gegnum hann. Það verður því nóg að gera hjá Alonso og Rudiger sem líklega munu þurfa að passa upp á hann.


Marcelo Bielsa er auðvitað goðsagnakenndur þjálfari sem ól upp stjóra eins og Pep Guardiola og Pochettino. Það eru rosalega læti í Leeds liðinu og þeir spila djarfan fótbolta sem þeir varla ráða við. Í þessu felst bæði þeirra styrkleiki og veikleiki.



Spá

Þar sem stór hluti af ristjórn CFC.is verður á vellinum á morgun að þá spái ég leiknum 3-0 fyrir Chelsea!


KTBFFH

- Hafsteinn Árnason



Hozzászólások


bottom of page