Keppni: Meistaradeild Evrópu
Dag- og tímasetning: Þriðjudaginn 8.. desember kl 20:00
Leikvangur: Stamford Bridge
Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport 5
Upphitun eftir: Stefán Martein
Chelsea
Það er ekki hægt að segja annað en það er frábært að vera stuðningsmaður Chelsea þessa dagana. Liðið tapar vart leik og fær sárafá mörk á sig. Það er varla að maður trúi því að liðið geti tapað leik. Yndisleg og notarleg tilfining.
Leeds leikurinn var frábær leikur fyrir alla áhorfendur hvort sem þeir voru stuðningsmenn Chelsea eða Leeds og það skemmdi heldur betur ekki fyrir að sjá 2000 hræður í stúkunni vítt og dreift syngjandi og trallandi á pöllunum. Það var eins og við var að búast með byrjunarliðið í þessum leik en Giroud fékk í fyrsta sinn á tímabilinu traustið til að byrja uppi á topp á þessu tímabili í Ensku Úrvalsdeildinni og skilaði að sjálfssögðu marki en við komum inn á það seinna í þessum pistli.
Það er óhætt að segja að við fengum ekki draumabyrjun í þessum leik þegar okkar fyrrum ungstirni Patrick Bamford kom gestunum og lærisveinum Marcelo Bielsa á bragðið þegar 4. mínútur höfðu liðið af klukkunni. Ekki löngu seinna fékk Timo Werner kjörið tækifæri til þess að koma okkur inn í leikinn en brást bogalistinn í tvígang. Það var svo auðvitað Big Ollie sem jafnaði þennan leik með alvöru framherjarpoti eftir sendingu frá Reece James utan af kannti og fagnaði með því að láta áhorfendur vita að nú væri sko “Game on!”. Þetta mark var þó ekki án fórnar því Hakim Ziyech meiddist í aðdraganda marksins aftan á læri og vonandi er þetta ekki eitthvað sem smá saltvatn og kröftugt íþróttarnudd getur ekki lagað en að því sögðu reikna ég ekki með Ziyech í næstu leikjum. Það var jafnt í hálfleik og hafði Christian Pulisic leyst Ziyech af hólmi. Það var á 61. Mínútu sem Mason Mount teiknaði upp frábæra hornspyrnu á pönnuna á Kurt Zouma sem skoraði sitt 4 mark í deildinni. Það var svo ótrúlegur sprettur frá Timo Werner í uppbótartíma sem skilaði stoðsendingu á Christian Pulisic og endanlega kláraði leikinn fyrir okkar menn og 3-1 niðurstaða staðreynd í frábærum leik.
Við sigruðum ekki bara Leeds heldur rústuðum við þeim og til að setja þetta í smá samhengi með aðstoð tölfræðinnar: Chelsea(4.6 xG) 3 - 1 (0.93) Leeds United.
Þá að Meistaradeildinni. Liðið var fyrir löngu búið að tryggja sig áfram og í síðustu viku tryggðu Chelsea menn sér fyrsta sæltið sem sigri á Sevilla á Spáni 0-4 svo þessi leikur heima gegn Krasnodar er tilvalinn í að gefa minni spámönnum tækifæri á að láta ljós sitt skína og hvíla lykilmenn þar sem úrslitin í þessum leik skipta litlu sem engu máli. Sú staðreynd að þessi leikur skiptir engu máli gerir spá um byrjunarlið virkilega erfitt fyrir en ég reikna með að okkar helstu menn sleppi við þetta verkefni, Lampard hefur a.m.k. staðfest að Billy Gilmour og Kepa byrji leikinn. Ætla að tippa á byrjunarliðið svona:
Það væri alger draumur að sjá bæði Anjorin og Gilmour byrja. Fyrir þá sem ekki vita að þá er Tino Anjorin eitt mesta efnið í enskum fótbolta og hefur í raun verið að leika sér í þessum unglingafótbolta undanfarin tvö ár. Hann hefur verið orðaður í lán núna í janúar til þess að gefa honum leikreynslu. Ég vona að við fáum að sjá hann spila annað kvöld. Lampard staðfesti að Hakim Ziyech og Callum Hudson-Odoi séu báðir meiddir.
Krasnodar
Það er lítið sem ég get frætt ykkur um Krasnodar því miður annað en að þetta er auðvitað fyrrum félag Ragnars Sigurðsson og Jón Guðna Fjólusonar. Annars er þetta lið holdgervingur þess liðs sem á að vera fast í Europa League. Þetta lið er í 8.sæti Rússnesku deildarinnar og sigruðu ógnarsterkt lið SK Rotor Volgograd um helgina 5-0 manni fleirri frá 30 mín. Undirritaður er bara svo hrikalega óspenntur yfir þessu liði að ég mun ekki leggjast í frekari rannsóknarvinnu á bakvið þetta lið. Þess ber þó að geta að með jafntefli tryggja þeir sig í Evrópudeildina, en líklega er þeir þegar komnir þangað því ég sé ekki Rennes leggja Sevilla að velli. Maður veit samt aldrei, þeir munu líklega koma og verjast aftarlega og verja stigið.
Spá
Ég trúi því að Lampard vilji smá risk í þennan leik og þessvegna fær Kepa að standa á milli stangana. Við vinnum þennan leik 4-0 en mesti sigurinn við þennan leik mun felast í því að Kepa tekst að halda hreinu. Havertz kemst á blað, Abraham er maður Evrópuleikjana svo hann mun aðsjálfssögðu komast á blað, Azpilcueta hefur ekki skorað í smá tíma svo hann mun finna leið til þess og ef Mount verður ekki hvíldur í þessum leik munum við skjá gott lúftpíanóspil en við fáum mark af bekknum í þessum leik.
Comments