Keppni: Enska Úrvalsdeildin
Dag- og tímasetning: 11. janúar 2020 kl. 15:00
Leikvangur: Stamford Bridge
Hvar er leikurinn sýndur? T.d. BeIn Sport 7 og NBC Sport Network
Upphitun eftir Stefán Martein
Chelsea
Eftir stífa jóladagskrá þar sem stutt var á milli leikja og fá tækifæri til að spá út í úrslitin er “loksins” farið að róast aðeins leikjaálagið. Við komum út úr törninni með 7 stig af 12 mögulegum sem útaf fyrir sig er hægt að teljast nokkuð gott en stöðugleikinn var okkur afskaplega erfiður viðureignar og einnig sorglegt að horfa uppá það gegn hvaða andstæðingum við vorum að tapa stigum. Það voru klár þreytumerki á liðinu og önnuð lið virðast vera farin að læra inn á ,,unga og óreynda” lið Lampards sem virðist ekki vera með réttu svörin enn sem komið er, ég hef þó fulla trú á okkar allra besta manni til þess að stýra stýra skútunni í gegnum þessar hindranir og finna svörin sem við leitum að.
Á dögunum ráfaði ég um samfélagsmiðla og rakst á minningu um að það væri ár síðan Cesc Fábregas yfirgaf félagið og svo bauð Cesc einnig upp á flott Q&A á twitter þar sem hann svaraði spurningum twittverja. Eftir að hafa rekist á highlight frá tíma hans í bláa búningum áttaði ég mig á því að okkur sárvantar þessa týpu í liðið í dag, leikmann sem sér hlaupið hjá sóknarmanninum áður en sóknarmaðurinn er sjálfur farin að spá í því, einhver sem kemur með þessar hárnákvæmu sendingar innfyrir og finnur glufurnar milli varnarmanna. Það skal þó ekki tekið frá Jorginho að hann reynir þessar sömu sendingar.
Jákvæðar fréttir eru þó að Reece James sýndi hvers hann er máttugur gegn Nottingham Forest í bikarnum á dögunum en þar sáum við hverja frábæru fyrirgjöfina á fætur annari og Callum Hudson-Odoi sýndi loks lífsmark í vetur en eftir daprar innkomur í síðustu leikjum hans, en vonandi eru það boð um betri tíma hja CHO. Ef við tölum aðeins um leikinn gegn Nottingam Forest fyrir þá var það nokkuð þægilegur sigur þar sem minni spámenn liðsins féngu færi á að gera sig gildandi fyrir framhaldið í vetur en okkar menn sigruðu 2-0 með mörkum frá áðurnefndum Callum Hudson-Odoi og Ross Barkley. Sigurinn var aldrei í hættu en okkar menn héldu boltanum m.a. 75% leiktímans. Leikurinn var ekki VAR-laus en Nottingham náði að koma boltanum framhjá Willy C. einu sinni í leiknum en rangstæða var niðurstaðan og þá fengu þeir einnig dæmda vítaspyrnu sem Stockley Park réttilega tók tilbaka að mínu mati.
Það er komið að Burnley til þess að heimsækja okkur að þessu sinni og þeir hljóta að fyllast sjálfstrausts þar sem okkar menn hafa verið full gjafmildir og gestrisnir síðustu umferðirnar gegn ,,smærri” liðum deildarinnar. Stamford Bridge hefur ekki verið sama vígi og við erum vön að sjá en við höfum tapað 21 stigi á heimavelli það sem af er vetri í 15 leikjum samanborið við 13 stig á útivelli í 14 leikjum þar sem af er í öllum keppnum. Við unnum Burnley á útivelli fyrir áramót 4-2 þar sem Christian Pulisic skoraði þrennu, sællar minningar.
Ef ég vippa mér núna yfir í að spá fyrir um hverju má búast við frá Frank Lampard fyrir liðsvalið í leiknum þá gæti ég trúað að við myndum mögulega sjá 3-4-3 aftur til þess að bregast við hættum sem Burnley búi yfir þegar kemur að föstum leikaðtriðum og beinskeittum leikstíl þeirra. Kepa sér líklega um rammann – Rudiger, Zouma og Tomori verða okkar öftustu menn – Reece James fær vonandi færið hægra meginn meðan Azpilicueta tekur að sér vandræðarstöðuna vinstra meginn – Jorginho og Kanté ráfa um miðjuna – fremstu þrír verða Willian hægra megin og Pulisic vinstra meginn með Tammy uppi á topp. Ef Lampard fer í 4 manna vörn þá mun Mount koma inn á kostnað Tomori býst ég við.
Burnley
Það þarf ekki að eyða of mögum orðum um Burnley og eftir að ljóst varð að Jóhann Berg verði ekki með í þessum leik þá er ennþá minni ástæða að eyða of miklum tíma í að fara yfir lið Burnley. Sean Dyche er ekki mikið fyrir það að bregða útaf vananum og má búast við að hið strangheiðarlega 4-4-2 mæti okkar mönnum á brúnni. Burnley hefur tapað síðustu 3 leikjum sínum í deildinni áður en þeir mæta á Stamford Bridge og vonandi, okkar vegna, ílengist það í síðustu 4 leiki.
Nick Pople verður að öllum líkindum í rammanum með Phil Bardsley í hægri bakverði og Charlie Taylor í þeim vinstri, Tarkowski og Ben Mee verða þá líklega miðverðir. Ashley Westwood og Jack Cork manna eflaust miðjunna með Jeff Hendrick hægra meginn við sig og Dwight McNeil vinstra meginn. Chris Woods og Jay Rodriguez verða svo fremstu 2 en Ashley Barnes er að glíma við meiðsli og missir líkelgast af þessum leik.
Spá
Vonandi er Lampard búin að finna svörin sem leitað er að á heimavelli en ég hef fulla trú á að nýtt ár boði nýja tíma á Stamford Bridge og við sigrum Burnley þægilega 3-0.
Zouma skilar marki eftir horn, Tammy setur síðan 2 í síðari hálfleik.
KTBFFH!
Commenti