Keppni: Enska úrvalsdeildin
Tími, dagsetning: Fimmtudagur 2. maí kl: 18:30
Leikvangur: Stamford Bridge, Chelsea
Dómari: Robert Jones
Hvar sýndur: Síminn Sport
Upphitun eftir: Hafsteinn Árnason
Betra seint en aldrei að vera með upphitunarpistil rétt fyrir leikinn. Chelsea tekur á móti Tottenham Hotspurs, nákvæmlega átta árum eftir Battle of the Bridge leikinn fræga milli þessara erkifjenda. Chelsea spiluðu síðast við Aston Villa á útivelli. Liðið lék frekar illa í fyrri hálfleik þar sem gömulkunn vandamál voru í brennidepli. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Aston Villa. Allt annar bragur á liðinu í seinni hálfleik. Chelsea náðu að jafna leikinn 2-2 með glæsilegum mörkum frá Noni Madueke og Conor Gallagher. Allt mjög snyrtileg skot. Cole Palmer fékk einnig algjört dauðafæri til að gera út um leikinn, en lét Robin Olsen verja hjá sér. Palmer hefur unnið sér inn mikið kredit hjá stuðningsmönnum félagsins að við látum þetta alveg slæda. Slæmt að ná ekki að sækja þrjú stig, og tilfinningin eftir leikinn var að við hefðum getað gert mikið betur. Stig er stig og áfram gakk.
Thiago Silva og Axel Disasi bættust við á meiðslalistann frá síðasta leik. Það þýðir í raun að 14 leikmenn eru á sjúkrabekknum sem er ákveðið met. Það eru einungis 11 aðalhópsleikmenn til taks, þar af tveir markmenn. Við giskum ekki á byrjunarliðið þar sem svo stutt er í leikinn, en Petrovic verður í markinu. Cucurella í vinstri bakverði, Badiashile og Chalobah eru miðverðir. Alfie Gilchrist byrjar í hægri bakverði. Conor Gallagher og Moises Caicedo eru djúpir á miðjunni á meðan Mudryk er á vinstri væng, Madueke hægri og Cole Palmer í holunni, á bakvið Nicholas Jackson. Varamannabekkurnn er örugglega sögulega ungur hvað meðalaldurinn varðar. Við erum með Marcus Bettinelli og hinn 21. árs gamla Cesare Casadei sem reynslumeiri leikmenn. Restin er tilvonandi útskriftarárgangur Cobham. Varnarmanninn Josh Acheampong, 17 ára gamlan. Hinn 19 ára vinstri kantmaður Zak Sturge er kominn til baka úr láni frá Peterborough. Hinn 18 ára miðjumennirnir Leo Castledine og Tyrique George eru einnig til taks, sem og 17 ára miðjumaðurinn Kiano Dyer. Hinn brasilíski Deivid Washington og hinn tvítugi finnski framherji Jimi Taurianien eru til vara í sóknina.
Tottenham skipa mjög sterku liði. Aðeins Udogie, Davies, Solomon, Sessengon og Timo litli Werner eru meiddir. Spurs hafa þó eiginlega aldrei unnið á Stamford Bridge, en ef það er einhverntímann tækifæri fyrir það lið til að brjóta ísinn, þá væri það einmitt þessi leikur. En við skulum vona það besta. Ef það er hægt að treysta á eitthvað, þá verður það þannig að Pochettino gerir engar breytingar nema seint í leiknum, nema einhver meiðist - en það er tækifæri fyrir þá ungu leikmenn tið sýna sitt besta. Tottenham eiga það til að vera dálítið brothættir.
Hvernig fer leikurinn? Eigum við ekki að segja markaleikur 3-3? Kannski fá Spurs fullt af rauðum spjöldum. Jackson og Palmer skora mörkin fyrir Chelsea.
KTBFFH!!!
Áfram Chelsea!!
Comments