top of page
Search

Chelsea - Southampton

Keppni: Enska úrvalsdeildin


Dag- og tímasetning: 18. Febrúar kl 15:00


Leikvangur: Stamford Bridge


Hvar er leikurinn sýndur? : Síminn sport


Upphitun eftir: Finn Marinó





Chelsea snýr aftur til leiks eftir gríðarlega svekkjandi úrslit í meistaradeildinni í nýliðinni viku. Það er eiginlega með ólíkindum að okkur hafi ekki tekist að ná að minnsta kosti í jafntefli í leiknum á móti Dortmund. Sláarskot, bjargað á línu og stórleikur hjá markverði andstæðinganna kom þó í veg fyrir það.


Mig langaði aðeins að ræða það sem við sáum í þessum leik. Það er eitthvað að gerast… Spilamennska liðsins var frábær framan af í leiknum og það var beinlínis skemmtilegt að fylgjast með liðinu, eitthvað sem hefur vantað í dágóðan tíma. Sóknarleikur okkar virkar oft á tíðum silkimjúkur og hraður en það eina sem vantar er að KLÁRA ÞESSI FÆRI.

Chelsea átti 21 skot í leiknum og þar af 8 á markið á móti 2 skotum á mark hjá Dortmund en því miður þurftum við að fá á okkur eina skyndisókn þar sem tvíburabróðir Usain Bolt þurfti endilega að vera fremstur í flokki gegn.

Það er samt heill hellingur af jákvæðum punktum sem við getum tekið frá þessum leik og byggt á fyrir komandi leiki. Menn eru að gela sig saman. Þetta tekur tíma. Þetta er að koma. Nú þurfa úrslitin að fara að detta inn í okkar hag, bæði fyrir okkur stuðningfólk, en ekki síður leikmennina.


Chelsea


Það sem stendur einna helst upp úr hjá undirrituðum í aðdraganda leiks er sú staðreynd að það virðist vera svo að það sé uppljóstrari í klefanum hjá leiknum. Svokölluð “rotta” sem trekk í trekk hefur lekið bæði liðsuppstillingu og valinu á hópnum sem tekur þátt í leiknum. Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni sem klúbburinn verður að taka á. Þetta hefur verið að eiga sér stað í margar vikur núna að einhver einstaklingur innan hópsins hendir upplýsingum á einhvern annan utan hóps sem fer með þær upplýsingar inn á twitter. Það sem gerðist nú er að degi fyrir leik bárust þær upplýsingar um að Reece James, Hakim Ziyech, Thiago Silva og Cucurella verði ekki með gegn Southampton. Þetta gefur andstæðingum okkar að sjálfsögðu ákveðið forskot í því að skipuleggja sitt leikplan. Nú vil ég sjá smjörgreidda handrukkaran okkar Eghbali fara í málið og leysa það takk!


Southampton


Lífið er ekki bara sólskin og sleikipinnar hjá dýrlingunum í Southampton. Liðið situr á botni deildarinnar með 15 stig og töp í síðustu 3 leikjum í deild. Liðið er þjálfaralaust eftir að Nathan Jones var látinn taka pokan sinn eftir 3 mánuði við stjórnartaumana.

Það eina sem ég bið um er að hið svokallaða “new manager bounce” umbreytist ekki yfir í “no manager bounce” á móti okkur.


Byrjunarlið


Eins og fram hefur komið verða James, Cucurella, Silva og Ziyech ekki með í leiknum. Enn bíðum við eftir Kante og það er tvísýnt með hvort að Sterling verði klár. Svona spái ég að við stillum upp á morgun.





Það verður reyndar forvitnilegt að sjá hvort að Datro Fofana byrji hugsanlega þennan leik í stað Havertz!


Spá





Ef liðið spilar svipaðan bolta og þeir sýndu á móti Dortmund þá reikna ég með því að við völtum yfir þetta Southampton lið. Mudryk verður í stuði og Felix heldur áfram að heilla okkur með sínum töfrum. Þessi leikur fer 3-0. Felix skorar 1, Havertz setur 1 og Badiashile smellir honum af pönnunni í netið.


KTBFFH!


bottom of page