top of page
Search

Chelsea - Sheffield United

Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 15. desember kl 15:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Dómari: Andrew Madley

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport 2 og sportbarir á landinu

Upphitun eftir: Hafstein ÁrnasonÞað var ekki bætandi ofan á skammdegisþunglyndið að tapa á Goodison park á sunnudaginn var. Leikirnir í Guttagarði eru alltaf erfiðir. Meira að segja þegar Everton voru undir stjórn Frank Lampard, þá voru þeir erfiðir viðureignar. Leikurinn endaði 2-0 og frammistaða leikmanna varmjög ósannfærandi. Tölum bara hreint út - þetta var hrikaleg frammistaða! Enzo Fernandez og Moises Caicedo voru langt frá sínu besta. Frammistöður Enzo að undanförnu hafa vakið athygli fyrir rangar ástæður. Við sjáum engan heimsmeistarabrag á spilamennskunni og hann hefur verið alveg bensínlaus síðan hann kom til baka úr landsleikjahléinu. Í raun voru allir leikmennir slakir og ekki bætti úr skák að Robert Sanchez, Marc Cucurella og Reece James meiddust.


Alveg rétt. Fyrirliðinn okkar. 179 cm. á hæð og yfir 90 kílógrömm á þyngd - sem útaf fyrir sig er galið! Þetta eru fáheyrðar tölur. Hann meiddist aftan á læri núna í þriðja skiptið á þessu ári. Fyrst var hann frá í einn mánuð síðasta vor, tvo mánuði í haust og það er sagt að veturinn verði þriggja mánaða pása. Í öll skiptin var komist hjá því að fara í aðgerð og samkvæmt sjúkraþjálfaraplaninu var ákefðarstiginu stjórnað eftir bókinni. Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Í raun hefur maður áhyggjur, að þetta sé upphafið að endinum hjá Reece James, ekki ósvipað þegar Michael Essien sleit krossband í fyrsta skiptið. Svo þegar hann sleit í annað sinn, átti þessi nautsterki Ganverji aldrei sér viðreisnar von. Munum líka eftir að Michael Owen reif vöðvan afan í læri. Það er ástæða til að óttast.Sem betur fer er Malo Gusto að verða klár til að leysa hægri bakvarðarstöðuna, en er þó tæpur fyrir leikinn og ekki má afskrifa Axel Disasi. Marc Cucurella hefur einnig leyst stöðuna, en hann verður fjarri góðu gamni. Sanchez markvörður verður frá í rúman mánuð, sem þýðir að króatíska MLS hetjan Djordje Petrovic fær traustið. Við þessar breytingar eru núna 11 leikmenn á meiðslalista. Styttist þó í að Romeo Lavia verði klár, eins með Chilwell, Lesley og Carney Chukwuemeka.Myrkið sýnir okkur samt ljósið. Þær ánægjulegu fréttir bárust að Christopher Nkunku verður í leikmannahópnum. Er hann sá eini sanni? Mun hann bjarga okkur? Ég er að sjá fyrir mér senuna í The Matrix þegar Morpheus sagði með djúpri röddu að Neo væri hinn eini sanni. Nkunku er okkar Neo. Það hentar ágætlega að við séum að fara mæta Sheffield United, sem eru reyndar í "new manager bounce-back" ferli - undir stjórn hins geðþekka Chris Wilder. Sheffield munu mæta með tvær rútur frá Guðmundi Tyrfingssyni og parkera þeim á vítateignum. Enginn leikmaður var betri á litlu svæði á undirbúningstímabilinu en einmitt Nkunku. Ef þið horfið á leikina aftur í hægri endursýningu, verður Neo pælingin ljóslifandi, vantar bara byssukúlurnar! En því miður, þá meiddist hann í síðasta leik undirbúningstímabilsins, á leikvelli sem líktist vettvangi stríðsátaka frekar en knattspyrnuvelli. Núna verður viðsnúningurinn. Við erum sem klúbbur á botninum og eina leiðin er upp.


Ég hugsa að Pochettino sé einhverstaðar á þessu róli. Hann heimilaði leikmönnum að halda gott partý, þrátt fyrir tapið gegn Everton. Sá argentínski trúir því að það sé nauðsynlegt að viðhalda góðum anda í liðinu - og ekki nóg með að leikmenn fengu að sletta úr klaufum á klúbb í Mayfair, þá var haldið jólaboð í vikunni með leikmönnum og fjölskyldum. Það er því alveg ljóst að Pochettino er að gefa leikmannahópnum endurtekin tækifæri til að taka einn og einn móralskan. Við vonum að það skili sér í betri frammistöðum, annars krefst ég þess að klúbburinn taki upp ítalska "ritiro" siðinn. Það er að fara með liðið á hótel einhverstaðar fjarri fjölskyldum, til að fókusera á vinnuna. Annars bárust þau tíðindi að ekvadorska undrabarnið Kendry Paez er mætir í Cobham í aðlögun og hitti þar fyrir lærisvein Heimi Hallgríms, Dujuan "Whisper" Richards. Paez er 16 ára og getur ekki gengið formlega til liðs við Chelsea fyrr en hann verður 18 ára, en deildinni í Ekvador lýkur um helgina, og Paez leikur í úrslitaleiknum. Hann mun æfa með aðalliði Chelsea og fær að kynnast aðstæðum. Atriðið sem snýr að Whisper er aðeins öðruvísi. Hann er svolítið sérstakur leikmaður. Hann straujaði yfir einhverjar skóaldeildir í Bandaríkjunum og tannlæknirinn úr Vestamannaeyjum hefur spilað honum í 10 leikjum fyrir Jamaíka. Samt á hann engan professional leik með félagsliði. Það stóð til að reyna koma honum í klúbb á Íslandi en Whisper (vá þetta er svo svalt nafn!) hefur sprungið út býsna hratt. Hann náði að skora eitt mark með landsliðinu meira að segja. Hann er framherji, sirka 1.90 á hæð og er ansi léttur á fæti. Ég reikna með að hann verði leikfær hjá okkur í janúar. Það sakar ekki að láta Whisper Richards spila. Er það ekki?


En aftur að leiknum gegn Sheffield. Við krefjumst þess að það verði "bounceback" sigur með alvöru frammistöðu. Blóð, sviti og tár, takk fyrir. Byrjunarliðið verður með Petrovic í markinu. Colwill í vinstri bakverði. Badiashile og Thiago Silva miðverðir og Disasi í hægri bakverði. Caicedo og Enzo á miðjunni. Conor í holunni, Palmer á hægri og Raheem á vinstri. Broja eða Jackson í striker? Þar sem Albaninn átti ömurlegan leik gegn Everton hallast ég að því að Jackson fái traustið.

Hvernig fer leikurinn?


Við höfum ekki tapað fyrir Sheffield United á síðustu árum og það ætti ekki að vera nein breyting á. Krafan er 3-0 sigur og ekkert helvítis kjaftæði! Palmer og Sterling skora sitthvort markið. Nkunku kemur svo inná setur eitt í blálokin!


Koma svo! KTBFFH!!


Comments


bottom of page