top of page
Search

Chelsea mætir á Anfield - upphitun

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Fimmtudagurinn 4. mars kl 20:15

Leikvangur: Anfield Road

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport, Ölver ofl

Upphitun eftir Stefánn Marteinn


Chelsea

Það er komið að því, þetta er okkar staður, okkar stund, ÁFRAM CHELSEA!

Enn að öllu gríni slepptu þá er komið að því að okkar menn stígi fæti á áhorfendalausan Anfield fyrir framan tóma Kop stúku og það er eins gott að okkar menn láti til skara skríða því ef ekki núna, með nánast öll spil á hendi, gegn vængbrotnu og Kop lausu Liverpool liði, þá veit ég hreinlega ekki hvenær við eigum að vinna Liverpool á þeirra eigin heimavelli.

Eftir markalaust jafntefli gegn Man Utd í síðustu umferð fáum við annan séns til þess að skjóta okkur framar í goggunarröðina fyrir baráttuna um topp 4. Við erum í beinni samkeppni við Liverpool og er það mitt prívat og persónulega mat að baráttan um topp 4 eða öllu frekar sæti 2.-4. verði á milli Leicester, Man Utd, Liverpool og okkar, með fullri virðingu fyrir Everton, Aston Villa og West Ham, sem hafa hangið þarna í baráttunni lýgilega lengi.

Leikurinn gegn Liverpool er því algjörlega "must win" leikur. Liverpool stigi á eftir okkar mönnum fyrir þennan leik og getum við með sigri komist í “tveggja leikja fjarlægð” frá þeim sem mun vafalaust reynast gulls í gildi þegar fram líða stundir og deildinn fer að taka á sig lokamynd. Ef mér hefði verið boðið það fyrir tímabil að sitja stigi fyrir ofan Liverpool þegar 26.umferðir væru búnar og eiga færi á að komast 4 stigum frá þeim í 27.umferð hefði ég líklega skelli hlegið og tekið því án þess að spyrja nokkurra spurninga og talið það öruggt sæti í top 2 væri að ræða en þetta tímabil hefur verið stórfurðulegt og skrítið.


Byrjunarliðið

Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að Edouard Mendy fái að sjá um rammann. Þar fyrir framan fáum við að sjá Spænska ofurstann Cesar Azpilicueta(C), Danska prinsinn Andreas Christensen og Þýska stálið Antonio Rudiger. Callum Hudson-Odoi stórvinur Tuchel fær traustið áfram í hægri vængbakverði og það er bara ósanngjarnt ef Ben Chilwell fær ekki að halda sæti sínu í vinsti vængbakverði.


Kovavic og Kanté verða á miðjunni þar sem Liverpool er ekki að fara liggja tilbaka og því þurfum við á Kanté að halda á helsta bardagasvæðinu. Fremstu þrír spái ég að verði Timo Werner og Mason Mount og ég spáði því í Blákastinu að Kai Havertz myndi byrja uppi á topp sem fölsk nía.


Ástæða þess að ég spái þessu byrjunarliði eða öllu frekar vonast eftir þessu byrjunarliði er sú staðreynd að Liverpool er ekki að fara liggja tilbaka og leyfa okkur að leika okkur með boltann. Það mun opnast svæði á bakvið öftustu línu Liverpool og þar þurfum við á hraða Werner að halda og þá sé ég fyrir mér að Kai Havertz fái tækifæri á að leiða línuna þar sem hann er með gríðarleg gæði, gott auga fyrir spili og það búa mörk í honum sem við þurfum nauðsynlega á að halda núna á seinni hluta tímabilsins.


Tuchel talaði um það eftir Atletico Madrid leikinn að fyrst Mason Mount yrði í banni í síðari leiknum að “we have to find a solution” fyrir þá stöðu og því gæti ég vel séð hann prufa sig áfram með alls kyns útfærslum á fremstu 3 fram að þeim leik. Vonandi að Kai Havertz sýni mátt sinn og meginn því hann hefur allt að sanna.


,,Ég held að Havertz eigi ekkert í Liverpool, ég held að hann verði bara jarðaður. Mér fynnst hann svo linur þannig ég hræðist hann ekki, við skulum bara segja það, ég veit ekki hvað það er en mér fynnst hann bara ekki ógnvekjandi leikmaður” Sagði Sóli Hólm um Kai Havertz í upphitun fyrir leikinn í Blákastinu. Vonum að Havertz svari Sóla á vellinum.


Liverpool

Liverpool koma inn í þennan leik 3 stig úr síðustu 5 leikjum og þá sóttu þeir þessi þrú stig gegn botnliði Sheffield United í síðustu umferð. Það má því færa rök fyrir því að við séum að mæta Liverpool á besta tíma en þeir verða án nokkura lykilmanna og þá er óvíst hvort Alisson verði í markinu eða Adrian.

Sóli Hólm spáir því að við munum sjá sama byrjunarlið hjá Liverpool og gegn Sheffield United eða klassíska 4-3-3 uppstillingu með vonandi Alisson í markinu, Trent og Robertson í bakvörðum og miðvarðapar Liverpool verði Kabak og Nat Phillips. Á miðjunni verða svo Curtis Jones, Wijnaldum og Thiago og svo verða fremstu þrír Salah, Firmino og Mané. Aðspurður um stöðuna á Alisson hafði Sóli þetta að segja: ,,Þá fer hann og spilar næsta leik fyrir pabba sinn, það er held ég leið manna í þessu og svo ver hann víti og fer á hnén og bendir til himins (í rigningu), hann fer ekki að missa út tvo leiki útaf þessu, ég trúi því ekki.”

Annars gera nýjustur fréttir ráð fyrir því að bæði Alisson og Fabinho verði klárir í slaginn í kvöld og að Jota verði amk á varamannabekknum.


Spá

Ég ætla að halda mig við mína spá úr Blákastinu en ég spáði þar 2-0 sigri okkar manna. Ég sé þetta fyrir mér þannig að við komumst yfir í leiknum vonandi snemma og svo þegar klukkan fer að slá öfugum megin við 90 mínúturnar þá fara Liverpool fram í “Hail Mary” sóknaraðgerðir meða allt opið á bakvið og þá rekum við rýting í hjartað á þeim og lokum þessu 2-0. Kai Havertz sokkar Sóla í leiknum og Werner kemur svo með rýtinginn.


KTBFFH

- Stefán Marteinn

bottom of page