Keppni: Carabao bikarkeppnin
Tími, dagsetning: Þriðjudagur 23. janúar kl: 20.00
Leikvangur: Stamford Bridge, London
Dómari: John Brooks
Hvar er leikurinn sýndur: Vodafone Sport / Viaplay
Upphitun eftir: Hafstein Árnason
Eftir nokkuð stutt vetrarfrí er boltinn farinn aftur að rúlla í Englandi. Átta dagar eru liðnir frá því Chelsea vann Fulham 1-0 eftir að Cole Palmer skoraði örugglega úr vítaspyrnu. Leikurinn var ekkert sérstaklega eftirminnilegur, fyrir utan þá staðreynd að Ben Chilwell og Carney Chukwuemeka snéru aftur á leikvöllinn. Þrír punktar eru þrír punktar og Chelsea eru farnir að elta liðin í evrópusætunum.
Núna þegar síðasta vika janúar líður fer yfirleitt eitthvað að draga til tíðinda. Fyrir ári síðan fengum við Enzo fyrir metfé og harðar samningaviðræður við Benfica. Því er ekki að fagna að þessu sinni, nema það leikur ákveðinn orðrómur að Chelsea hafi boðið Sporting Lissabon heilar 73 milljónir punda fyrir sænsk-ungverska leikmanninn Viktor Gyökeres. Sá hefur verið eldheitur fyrir þá hvítgrænu með 21 mark í 24 leikjum (þar af 13 mörk í 17 leikjum í deild). Stjórnendur Sporting eru sagðir hafnað því tilboði og Fabrizio Romano telur engar líkur á að hann fari frá Sporting á miðju tímabili.
Hinsvegar hefur verið nóg að gera í lánadeildinni. Cesare Casadei hefur verið kallaður til baka úr láni frá Leicester til þess að fylla upp í leikmannahópinn. Það eitt og sér bendir til þess að meiðslin hjá Romeo Lavia og Lesley Ugochukwu séu ekkert að lagast neitt í bráð. Hann er ekki sá eini á leiðinni til baka, því Lyon hafa ákveðið að senda vængmanninn Diego Moreira aftur til baka. Hann hefur ekki staðist væntingar í Frakklandi og hann leit ekkert sérstaklega vel á undirbúningstímabilinu með aðalliði Chelsea. Þar með losnar um eitt pláss til að lána leikmann erlendis. Allt bendir til þess að sá leikmaður verði Trevoh Chalobah. Fleiri lið á Ítalíu eru farin eltast við hann, en í sumar voru það Inter og Roma, en núna er AC Milan líka sagðir hafa áhuga. Ef einhver leikmaður verður seldur í vikunni, þá verður það líklega Malang Sarr, og þá líklegast til Ítalíu. MarkvörðurinnTeddy Sharman-Lowe hefur einnig verið kallaður til baka frá fimmtu deildar liði Bromley. Sharman-Lowe hefur spilað U19 leiki fyrir England en náði aðeins þremur leikjum fyrir Bromley, annars verið á bekknum allt tímabilið. Hugsa að stjórnin hjá Chelsea hafi eitthvað með það þessa endurköllun að gera, en væntanlega verður annar staður fundinn fyrir þennan leikmann.
Framundan er seinni viðureignin við Middlesborough í undanúrslitum Carabao bikarsins. Við höfum harm að hefna eftir að hafa tapað 1-0 á Riverside. Pochettino gaf það út að Nkunku yrði ekki klár í slaginn fyrir þennan leik, þar sem hann er ekki enn búinn að ná sér af mjaðmarmeiðslum. Malo Gusto meiddist líka þannig að hann verður ekki heldur með. Þar fyrir utan eru “the usual suspects” ennþá meiddir og Nicholas Jackson er ennþá á AFCON, en þó í hlutverki varamanns hjá Senegal. Hjá Middlesborough eru 6 leikmenn á meiðslalista, sem var nokkuð svipað og fyrir fyrri leikinn. Leikmenn Michael Carrick munu eflaust beita sömu meðölum og í fyrri leiknum. Liggja djúpt til baka og beita skyndisóknum.
Pochettino hefur því þann höfuðverk að stilla upp liðinu án þess að vera með hægri bakvörð. Ætti hann að velja þungan Disasi eða óreyndar Gilchrist í þá stöðu? Eitthvað segir mér að sá ungi muni fá sénsinn. Líklegast verður hinn serbeneski Georg í markinu. Chilwell í vinstri bakverði, Colwill og Thiago Silva í miðvörðum og Alfie Gilchrist í hægri bakverði. Miðjan verður Enzo, Conor og Moises. Raheem Sterling vinstri, Cole Palmer hægri og Armando Broja frammi. Varamannabekkurinn verður töluvert betri en í fyrri leiknum.
Hvernig fer leikurinn?
Maður tekur ekki annað í mál en þetta verði alvöru frammistaða. 3-0 og ekkert kjaftæði. Palmer, Broja og Chilwell með mörkin. Tímabilið er nánast undir til þess að vinna til einhverja verðlauna. Ekkert múður. Áfram Chelsea og KTBFFH!!
Comments