top of page
Search

Chelsea - Man City


Keppni: Premier League

Tími, dagsetning: sunnudagur 12. nóvember kl: 16,30

Leikvangur: Stamford Bridge

Dómari: Anthony Taylor

Hvar sýndur: Síminn Sport

Upphitun eftir: Þráinn Brjánsson




Þá er komið að leik helgarinnar og óhætt er að segja að andstæðingarnir að þessu sinni eru ekki úr neðstu hillunni. Nú bjóðum við þrefalda meistara frá því í fyrra velkomna á Brúna. Það er alveg ljóst að nú þurfa hlutirnir að ganga upp ef vel við á að una og ekki þýðir að vona að við verðum tveimur fleiri eins og gegn Tottenham á mánudaginn var, þó það hafi vissulega komið að gagni. Dagskráin hjá okkar mönnum framundan er þung en góð byrjun gegn toppliði Tottenham gefur vonandi smá boost. Leikurinn gegn Tottenham var einhver sá skrítnasti sem ég hef séð og mér fannst löngum eins og ég væri að fylgjast með einhverjum tölvuleik og VAR var eins og svo oft áður í aðalhlutverki og sýnir tölfræði úr leiknum að eitthvað verulega er mikið að varðandi þessa dómgæslu, en til dæmis var fyrri hálfleikurinn heilar 56 mínútur en boltinn í leik í rúmar 23 mínútur ! hvað er að frétta!! Tottenham byrjaði vel og skoruðu mark strax á 6. mínútu en Cole Palmer jafnaði metin úr vítaspyrnu á 35. mínútu og þá hófst sirkusinn. Leikmenn Tottenham misstu hausinn enn eina ferðina og misstu tvo menn af velli og Chelsea skoruðu sex mörk en fjögur héldu og við sigldum þessu þægilega í gegn 4-1. Loksins hrökk Jackson í gang og skellti í þrennu og nú verður maður að vona að hann sé kominn í gang blessaður drengurinn. Það er erfitt að taka eitthvað út úr þessum leik þar sem hann spilaðist afskaplega skringilega og Tottenham spilaði með vegg á miðjunni sem virkaði vel og þessi þrjú mörk sem Jackson skoraði komu upp úr sendingum á hlaupalínu hans og voru hálfgerð copy paste mörk, en ég geri ekki lítið úr þeim þar sem Jackson er búinn að vera ragur og vantað sárlega sjálfstraust. Cole Palmer var ógnandi og átti fínann leik og Silva alltaf sami kletturinn og aðrir áttu góða spretti. Nú fer að styttast í að við fáum að sjá Nkunku spreyta sig en hann verður hugsanlega klár gegn Newcastle að loknu landsleikjahléi en eitthvað lengra er í Lavia. Það er alltaf gaman að hafa eitthvað til að hlakka til og það verður ánægjulegt að sjá Nkunku mæta til leiks og nú verður maður að vona að hann haldist heill.


Af öðrum málum er helst að frétta að Paul Winstanley liggur undir ámælum frá stjórn Chelsea fyrir að halda ekki betur í Emmu Hayes. Chelsea buðu henni fjórfalda launahækkun til að halda áfram með stjórn kvennaliðsins. Það dugði ekki til, enda segir Hayes að það hafi ekki komið til þess með launin heldur tíma með fjölskyldunni. Meðfram starfi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna fær hún uppfyllt það sem hún sóttist eftir.


Chelsea


Það er alveg ljóst að við verðum að eiga einn okkar besta dag þegar við mætum sjóðheitum City mönnum. Ég trúi ekki öðru en menn mæti grimmir og hungraðir til leiks og við þurfum sárlega að hækka töluna á stigatöflunni og stig af City væri magnaður árangur. Reece James ætti að vera nokkuð klár eftir mínúturnar sem hann fékk gegn Tottenham og Palmer ætti að geta bent á einhverjar glufur í leikkerfi Citymanna okkur til gagns en nú ríður á að sýna úr hverju þeir eru sem fá sénsinn á sunnudag.


Manchester City


Það þarf svosem ekkert mikið að segja um liðið nema að þetta er klárlega eitt besta lið evrópu og það er nánast alveg sama á hvaða stöðu maður lítur það er heimsklassa maður í öllum stöðum og það virðist sem fjarvera DeBruyne hafi lítið haft að segja þar sem þeir hafa jú Haaland sem er eitt mesta skrímsli sem sést hefur í deildinni. En þó eru þeir mannlegir og á góðum degi getur allt gerst og nú er bara að halda haus og vera skynsamir.


Liðsuppstilling og spá:





Ég er nokkuð viss um að Poch gerir ekki miklar breytingar frá Tottenhamleiknum. Hann leggur upp með 4-2-3-1 og Sanchez verður í markinu og Reece James, Silva,Disasi og Cucurella verða í vörninni. Enzo og Caicedo sjá um miðsvæðið. Þar fyrir framan verða Gallagher, Palmer og Sterling og Jackson fremstur. Við virkum oft best gegn stóru liðunum og ég held að það verði engin breyting á því. Ég ætla að spá okkur sigri og verða aðalfundagestir Chelseaklúbbsins stoltir eftir að hafa horft á okkar ástkæra lið skora 3 mörk gegn 2 mörkum frá City.


Áfram Chelsea! KTBFFHH! Munum svo að lokafrestur til að skrá sig í Chelsea klúbbinn fyrir forgangsmiða á leiki er 4. desember nk. Við hvetjum menn til að skrá sig í Chelsea klúbbinn á Íslandi með því að fylgja leiðbeiningum á www.chelsea.is




Commenti


bottom of page