top of page
Search

Chelsea-Liverpool League Cup

Keppni:  Carabao Cup

Tími, dagsetning:   Sunnudagur 25. febrúar 2024, kl: 15:00

Leikvangur:  Wembley Stadium, London

Dómari:  Chris Kavanagh

Hvar Sýndur:  Vodafone Sport / Viaplay

Upphitun eftir:  Hafstein Árnason
Það voru ekki margir sem spáðu því að Chelsea myndu taka stig af Manchester City í báðum leikjum á tímabilinu fyrir tímabilið en það er víst staðreynd. Tvö jafntefli heima og að heiman. Leikurinn á Etihad um síðsutu helgi var hin prýðilegasta skemmtun. Raheem Sterling gírar sig alltaf upp gegn City og náði einu marki í fyrri hálfleik. Leikmenn City svoleiðis lágu á Chelsea liðinu lungan af leiknum. Pochettino, eins vel og hann setti leikinn upp, þá voru það innáskiptingarnar sem eiginlega klúðruðu leiknum. Við sáum Vott Chalobah spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Frumsýningin hans byrjaði ekki betur en svo að hann fékk bylmingskot Rodri í sig sem breytti stefnu boltans örlítið og hafnaði í netinu. Axel Disasi átti algjöran stórleik í vörninni. Sannarlega hans besta framlag í Chelsea treyjunni. Malo Gusto var einnig frábær og tókst að stöðva allar áætlunarferðir Doku upp vinstri kantinn hjá Man City. Leitt að ná ekki að vinna leikinn við tökum alltaf einn punkt fyrirfram á Etihad.


Einn helsti umræðupunkturinn eftir leikinn er frammistaða varnarinnar. Með Colwill og Disasi í sínum réttu stöðum er kannski meira spunnið í Chelsea liðið en maður hefði haldið. Thiago Silva, eins dáður og hann er, gæti verið bleiki fíllinn í herberginu. Hann er jú að verða fertugur, en mögulega vörnin betri án hans þar sem leikmenn eru settir í sín náttúrulegu hlutverk. Faðir Vor hefur verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Óvíst er hvort hann nái leiknum gegn Liverpool núna um helgina, en Pochettino sagði á blaðamannafundi að hann komi til greina í liðsval. Meiðslalistinn hjá Chelsea inniheldur annars the usual suspects, Reece James, Wesley Fofana, Romeo Lavia, Robert Sanchez, Marc Cucurella, Lesley og Carney Chukwuemeka. Aldrei þessu vant, þá eru Liverpool núna í meiðslakrísu. Þeir verða án Allison, Curtis Jones, Diogo Jota, Szoboszlai, Matip, Bajcetic, Trent Alexander Arnold, Thiago og svo eru Salah og Darwin tæpir. Það er samt þannig með Jurgen Klopp, að það virðist ekki skipta neinu máli. Liverpool liðið er það rútínerað að maður kemur í manns stað. Það er mikil gæðavottun að einhverjir nóboddís úr unglingaliðinu slotti svo mjúklega inn í liðið að það saknar ekki lykilleikmanna. Við þökkum bara fyrir að þetta sé síðasta tímabil Jurgen Klopp.


Liverpool unnu Chelsea einmitt í fyrsta leik eftir að Klopp tilkynnti óvænt um starfslok hjá Merseyside klúbbnum. Eins og við var að búast var liðið alveg vel gírað í leikinn gegn okkur og dómarinn át greinilega kíló af smjöri þar sem hann átti eitthvað vantalað við Klopp eftir einhvern dómaraskandal fyrr á leiktíðinni. Í stuttu máli, þá fengu Liverpool að vera agressífir en Chelsea ekki. Gulum spjöldum var veifað strax í byrjun leiks og Chelsea fengu ekki vítaspyrnur í tvígang, sem eðlilegt hafi verið að athuga í VARsjánni. Þar af leiðandi mæta þeir rauðklæddu vafalaust kokhraustir til leiks. Þetta er samt tækifæri fyrir Chelsea. Ef dómarinn verður ekki algjör heybrók, nýbúinn að hámsa kíló af smjöri af einhverri þóknun gagnvart Klopp, þá á Chelsea erindi.

Þessir leikir eru ólíkindaleikir. Chelsea mun líklega stilla upp Petrovic í marki. Chilwell og Gusto í bakvörðum. Disasi og Colwill miðverðir. Enzo, Conor og Caicedo á miðju. Palmer hægri, Jackson vinstri og Nkunku á topp!
Hvernig fer leikurinn? Þetta verður stál-í-stál. 0-0 eftir venjulegan leiktíma og Nkunku laumar inn einu marki í framlengingu. Chelsea mun taka þessa dollu.


Áfram Chelsea! KTBFFH!!

Commentaires


bottom of page