top of page
Search

Chelsea - Leeds

Keppni:  FA bikarinn - fimmta umferð

Tími, dagsetning:   Miðvikudagurinn 28. febrúar 2024, kl: 19:30

Leikvangur:  Stamford Bridge, London

Dómari: David Coote

Hvar Sýndur:  Stöð 2 Sport 4

Upphitun eftir:  Hafstein ÁrnasonÞað leynir sér ekki að Chelsea samfélagið er í sárum. Aðdáendur á Íslandi sem og um allan heim fengu þungt högg um helgina, þegar liðið tapaði úrslitaleik Carabao bikarins til Liverpool. Leikurinn var jafn og spennandi, sem var kærkomin breyting frá öðrum úrslitaleikjum milli þessara liða. Það er óhætt að segja að Chelsea hafi fengið urmul af dauðafærum - og með xG uppá 2.8 en Liverpool voru með eitt dauðafæri og xG uppá 1,78. Bæði lið skoruðu mörk sem voru dæmd af. Í tilfelli Liverpool sem var uppúr aukaspyrnu, þá stóð Wataru Endo rangstæður þegar boltanum var spyrnt og hann bodycheckaði Disasi sem elti Van Dijk. Réttilega dæmt af VAR, en það eru furðu margir sem vilja ekki skilja þetta. Í tilfelli Chelsea, þá var rangstæða dæmd eftir mikla teiknileikni í varsjánni. Sjónarhornið var frekar slakt, en horfandi á leikinn í beinni var það mín fyrsta tilfinning að Jackson hafi verið rangur. Cole Palmer og Conor Gallagher fengu sannkölluð dauðafæri í leiknum sem þeir hefðu sennilega nýtt í 9 af hverjum 10 skiptum. Liverpool fengu einnig góð færi en bæði Petrovic átti geggjaðar vörslur og Levi Colwill var með góðar blokkeringar. Raheem Sterling fékk þann vafasama heiður að vera lélegasti leikmaður vallarins og tekinn útaf á 67. mínútu fyrir Nkunku. Það var nánast engin ógn frá Chelsea vinstra megin í gegnum Ben Chilwell og Raheem Sterling sem ætti að vera ákveðið áhyggjuefni.


Í lok leik venjulegs leiktíma skipti Klopp inná nokkrum ungum strákum. Það var nú meira snókerskotið frá þeim þýska, þar sem það breytti sögulínum með dyggri aðstoð Gary Neville. Þegar betur er að gáð, þá var meðalaldur Chelsea liðsins, lægri en hjá Liverpool við leikslok. Fólk á það til að gleyma að Chelsea liðið er mjög ungt. Hinsvegar verður að segjast, að Pochettino brást ef til vill rangt við með því að breyta leikskipulaginu í framlengingunni með innáskiptingum. Mudryk og Madueke komu inná fyrir Jackson og Gallagher. Sú skipting reyndist afar dýrkeypt þar sem hrókeringin við að færa Palmer neðar á völlinn og taka Jackson af, gerði það af verkum að bitið úr sóknarleiknum hvarf og liðið féll meira til baka niður á völlinn. Madueke fór svo síðan alveg hræðilega illa með eina skyndisókn með slæmum ákvörðunartökum. Liverpool liðið hinsvegar stóð vel á sínu og náðu að halda Chelsea til baka. Miðjan hjá þeim var alveg stórkostleg megnið af leiknum þar sem þeir trufluðu uppspil Chelsea hvað erftir annað með vel útfærðum pressum. Endo og MacAllister mjög agressífir á miðjunni, sem reyndar Chelsea náðu að jafna að einhvejru leyti hörkuna á miðsvæðinu. Í raun er það ótrúlegt að Gallagher og Caicedo fengu ekki spjöld í leiknum. Ef maður á að vera sanngjarn, þá hallaði kannski eitthvað á Liverpool í dómgæslunni, en eigum við ekki að segja hinn klassíska frasa... þetta jafnast út (leikurinn á Anfield muniði). Liverpool skoruðu svo að lokum úr hornspyrnu þar sem Disasi missti af Virgil Van Dijk. Mudryk var ekki sérstakur þarna í varnartilburðum á nærsvæðinu þegar Virgil kom aðvífandi. Súrt og svekkjandi tap. Misstum af bikar og færðumst einu skrefi fjær að komast í evrópukeppni, sem er yfirlýst markmið fyrir þetta tímbil.Þetta var gífurlega svekkjandi og ég viðurkenni að hafa ekki verið svona svekktur eftir tap á úrslitaleik, síðan í Moskvu 2008. Að sigra þennan bikar hefði sokkað svokallaða sérfræðinga í podcöstum landsins, ásamt öðrum sófasérfræðingum í íslenska fótboltasamfélaginu. Ekki vantaði dramatíkina eftir leikinn. Alþjóðlegi Chelsea-twitterinn fór líka hamförum. #PochettinoOut lestin er farin af stað með látum, flautum og blístrum. Hinsvegar verð ég að segja við Chelsea aðdáendur nær og fjær. Rífið ykkur í gang og ekki láta banter annara stuðningsmanna eyðileggja daginn fyrir ykkur. Skora einnig á Blákastmenn að mæta þótt illa gangi. Aldrei litlir, alltaf stórir!


Þó svo að leikurinn tapaðist, þá voru Chelsea með fleiri færi til þess að skora, og í raun betri færi. Einnig sú sérstaka staðreynd að nokkrir leikmenn Liverpool yfirgáfu völlinn á hækjum og Chelsea fengu varla gult spjald í leiknum, er pínu sérstakt en vekur mann til umhugsunar. Dómarin reif í það gula aðeins til að áminna Chilwell fyrir pústra við Bradley og þegar Cole Palmer stöðvaði skyndisókn. Það er kannski eitthvað merki í því, að lið þurfa virkilega að hafa fyrir því að vinna Chelsea - og ég minni aftur á, að þetta er eitt yngsta liðið. Lítill díteill sem mætti hafa í huga. Það er samt barnaskapur að halda því fram Pochettino sé ekki orðinn valtur í sessi. Nú kvissast fram sögur í fjölmiðlum að stjórnendur séu farnir að athuga aðra knattspyrnustjóra. Daily Mail fullyrtu að Roberto De Zerbi og Ruben Amorim væru á blaði, og ítalska blaðið Tuttosport setti á forsíðu sína í dag að lið í ensku úrvalsdeildinni væru farin að athuga stöðuna á Simone Inzaghi, þjálfara Internazionale. Þau lið sem voru nefnd voru Manchester United, Chelsea, Liverpool og reyndar líka Barcelona. Sennilegast er það samt umboðsmaður Inzaghi að reyna hrista eins mikið klink úr vösum Inter. Það væri ekki óeðlilegt að álykta að núna þarf Pochettino að eiga öflugan endasprett til að halda starfinu út tímabilið og eitthvað lengra. Hinsvegar verður líka að taka með í reikninginn að það var ekki Pochettino sem setti liðið saman, eða kom að kaupum á nýjum leikmönnum sem hafa staðið sig misvel. Laurence Stewart og Paul Winstanley bera ábyrgð á því ásamt Boehly og Egbhali. Höfum það einnig hugfast að við veiðum Stewart frá Monaco, og Winstanley frá Brighton. Og áhugavert nokk, að það hafa fimm leikmenn komið frá þessum tveimur liðum sem eru í hópnum í dag. Eftir því sem lengri tími líður og leikmenn standast ekki væntingar, þá verður líka að horfa til þess hvað njósnateymið, gagnagrúskarar og aðrir stjórnarmenn hafa verið að gera síðustu misseri. Fólk á almennt erfitt að sjá fyrir sér, hvert stjórnin er að fara með þessi leikmannakaup, þegar þetta ójafnvægi er í hópnum, samanber skort á framherjum og leiðtogum innan liðsins og jafnvel kannski eitthvað af "physical" leikmönnum. Minni á að Laurence Stewart er 38 ára og Winstanley er 45 ára. Þeir eru ekki hoknir af reynslu eins og flestir halda. Rétt eins og með Pochettino, þurfa líka að sýna fram á árangur í starfi. Á móti kemur er eilífðarumræðan um meiðslin líka eitthvað þarf að taka tillit til. Það er dáldið ótrúlegt að horfa á leikmenn eins og Romeo Lavia, Carney Chukwuemeka, Trevoh Chalobah, Reece James, Lesley Ugochukwu og Christopher Nkunku ströggla við að halda sér heilum eða reyna komast aftur í form. Nkunku meiddist aftur í leiknum á sunnudaginn og verður frá í að minnsta kosti 3 til 4 vikur í viðbót. Á þeim tímapunkti verða páskarnir mættir.

Núna er ekkert annað í stöðunni en að hrista Carabao svekkelsið af sér og fókusera á nýtt verkefni. Leeds er næsti andstæðingurinn í FA bikarnum og þeir koma í heimsókn á Stamford Bridge annað kvöld. Þeir hafa verið á þvílíkri siglingu í Championship deildinni og hafa ekki tapað leik frá áramótum. Þeir unnu topplið Leicester um síðustu helgi og koma væntanlega kokhraustir til leiks. Við þekkjum auðvitað marga leikmenn Leeds, t.d. Meslier markmann, Patrick Bamford, Junior Firpo, Daniel James, Wilfried Gnonto, Stuart Dallas (reyndar meiddur sem og Pascal Struik) og jú - Ethan Ampadu. Crycensio Summerville hefur þó staðið langbest í vetur með 15 mörk af vinstri kantinum. Þessi 22 ára hollendingur hefur einnig gefið 8 stoðsendingar. Samlandi hans Joel Piroe hefur skorað 11 mörk í strikernum og svo mætti nefna hinn franska Georgino Rutter, 21 árs miðjumanns sem hefur skorað 6 mörk og gert 12 stoðsendingar. Daniel Farke stjórnar Leeds liðinu og það verður að segjast að það er mikill sóknarbragur á liðinu. Hvort hann reyni það á Stamford Bridge verður að koma í ljós, eða hvort þeir liggi til baka eins og Middlesborough gerðu og beiti skyndisóknum verður að koma í ljós. Leeds verða sannarlega sýnd veiði en ekki gefin.Maður myndi reikna með að Pochettino fari að ekki að hringla mikið byrjunarliðið frá síðasta leik. Helsta spurningarmerkið eru Axel Disasi og Raheem Sterling eftir hauskúpuframmistöður gegn Liverpool. Thiago Silva, Badiashile og Marc Curucrella æfðu með liðinu í dag og mætti gera ráð fyrir þeim á bekkinn. Reece James er byrjaður að taka léttar æfingar. Það þýðir líklega ekkert að rótera neitt miklu - þurfum að spila á sterkasta liðinu. Þurfum nauðsynlega að tryggja sigur í þessum leik. Ef Chelsea tapar leiknum, þá verður nánast öruggt að sætið hjá Poch verður orðið óþægilega heitt. Sigur í þessum leik mun án efa kveða niður hamaganginn í umræðunni, en ef það á reka Pochettino - þá kannski sannar að það er ekkert project í gangi.Hvernig fer leikurinn? Chelsea tekur þetta á bounceback sigri. 2-0. Enzo og Mudryk með mörkin.


Áfram Chelsea og KTBFFH!

Commentaires


bottom of page