top of page
Search

Chelsea gegn West Ham

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: 30. Nóvember

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Bein Sport 8 og NBC Sports Gold

Upphitun eftir: Siguður Torfa HelgasonChelsea

Litli leikurinn sem við fengum á miðvikudaginn! Bæði lið að sækja til sigurs, og mátti halda á tímabili að okkar leikmenn hafi ekki gert sér grein fyrir að jafntefli væru bara fínustu úrslit í stóra samhenginu. Jafnteflið gerði það að verkum að núna þurfum við bara að vinna Lille á heimavelli og þá erum við komnir áfram í 16. liða úrslit, óháð því hvernig Ajax vs. Valencia mun fara.


Chelsea liðið lenti undir á á 40 mínútu leiksins, en mínútu síðar jafnaði Mateo Kovacic leikinn með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Sjaldséður markaskorari þarna á ferð og held ég að flestir stuðningsmenn hafi hafi fagnað þessu marki aðeins extra fyrst það var Kovacic sem kom boltanum í netið. Christian Pulisic hélt svo áfram að heilla þegar hann kom okkur yfir 1-2 í byrjun seinni hálfleiks. Það var tvísýnt um hvort þetta mark ætti að standa þannig að það var hjólað í VAR-ið sem tók svona 3-4 mínútur að ákveða hvort markið ætti að standa, en rétt ákvörðun hjá VAR að láta markið standa. Valencia liðið fékk síðan vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik þar en Kepa gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. En Kepa gerði sig svo sekan um mistök þegar Valencia jafnar metin á 82. mínútu þegar hann lætur fyrirgjöf frá Dananum Daniel Wass alveg vera og endar með því að boltinn fór í netið. Við tóku dramatískar lokamínútur þar sem bæði lið reyndu að sækja sigurnn en jafntefli var niðurstaðan, sem ég hugsa að hafi verið verðskuldað.

Enn og aftur kom í ljós í þessum Valencia leik að við erum afar brothættir varnarlega og Christansen var ekki að koma með neinar lausnir inní það mengi. Ég spái því að Tomori muni koma aftur í liðið. Undirritaður er mikill stuðningsmaður Alonso í vinstri bakverðinum á þá sérstaklega á heimavelli á móti minni spámönnum sem West Ham verður að teljast í dag. Kepa þarf aðeins að rífa upp um sig buxurnar eftir nokkrar vafasamar frammistöður undanfarið. Mason Mount mun koma inní liðið á kostnað Kovacic og Giroud mun byrja frammi þar sem það er ólíklegt að Tammy verði klár eftir meiðslin sem hann varð fyrir á miðvikudaginn. Batshuayi fékk sénsinn allan seinni hálfeikinn á miðvikudaginn og var bara alls ekki að heilla.


West Ham

Þetta er svona sannarlega lið í þroti þessa stundina. Þó svo að þeir hafi skorað þessi tvö mörk í 2-3 tapinu fyrir Spurs þá voru þeir alveg hræðilegir í 75 mínútur af leiknum. Liðið hefur ekki unnið leik í síðustu átta leikjum í öllum keppnum og stendur liðið eins og er í 17. sæti deildarinnar. Manuel Pelligrini er talinn ansi valtur í sessi en þar sem þessi deild er svakalega jöfn þá myndu 2-3 sigrar í röð gjörbreyta heildarmyndinni og liðið væri komið á bls.1 í töflunni ef þeir ná að tengja nokkra sigra saman. Michail Antonio byrjaði á bekknum á móti Spurs en kom með góða innkomu og kom West Ham á bragðið í leiknum. Ég geri ráð fyrir að hann byrji leikinn. Það er líklegt að það verði á kostnað Robert Snodgrass.


Spá

Annars verður þetta ábyggilega hörkuleikur því hér er um nágrannaleik að ræða og ég hugsa að þeir West Ham taki ekki tvo arfaslaka nágrannaleiki í röð. En hins vegar smái ég okkur 2-1 sigri þar sem Alonso og Jorginho (víti) verða með mörkin.


Comments


bottom of page