Chelsea gegn Palmeiras
- Jóhann Már Helgason
- Jul 4
- 4 min read
Keppni: FIFA Club World Cup
Tími, dagsetning: Laugardagur 5. júlí kl: 01:00
Leikvangur: Bank of America Stadium, North Carolina
Dómari: Alireza Faghani (Íran)
Hvar sýndur: DAZN
Upphitun eftir: Hafstein Árnason

Leikur Chelsea og Benfica í sextán liða úrslitum FIFA Club World Cup, 28. júní 2025 á Bank of America Stadium í Charlotte, Norður-Karólínu, endaði með 4-1 sigri Chelsea eftir framlengingu. Leikurinn, sem tók yfir fjóra klukkutíma vegna tæplega tveggja klukkustunda veðurtengds hlés, var afar óvenjulegur. Chelsea stýrði leiknum frá upphafi undir stjórn Enzo Maresca, með sterkri miðju frá Moises Caicedo og Enzo Fernandez. Liðið skapaði færi, en besta tækifærið kom þegar Marc Cucurella skaut en Antonio Silva bjargaði á línu. Benfica átti erfitt uppdráttar og hálfleikurinn endaði markalaus. Á 64. mínútu skoraði Reece James úr aukaspyrnu, sem kom markverði Benfica, Anatoliy Trubin í opna skjöldu. Á 86. mínútu var leikurinn stöðvaður vegna eldingar í nágrenninu, samkvæmt bandarískum öryggisreglum. Leikmenn yfirgáfu völlinn í 113 mínútur, sem raskaði leiknum. Leikmenn Chelsea héldu sér heitum í búningsklefum, en Maresca kallaði hléið „brandara“.
Eftir hléið kom Benfica sterkara til baka. Á 94. mínútu jafnaði Angel Di María með vítaspyrnu eftir klaufaskap Malo Gusto, sem leiddi til framlengingar. Tveimur mínútum í framlengingu fékk Gianluca Prestianni rautt spjald, og Chelsea nýtti yfirtöluna. Christopher Nkunku skoraði í 108. mínútu eftir skyndisókn, og Pedro Neto og Kiernan Dewsbury-Hall bættu við mörkum á 114. og 117. mínútu, sem tryggði 4-1 sigur. Tveggja klukkustunda hléið vegna eldingar truflaði taktík Chelsea, sem missti fókusinn og gaf Benfica tækifæri til að jafna. Maresca gagnrýndi ákvörðunina og benti á endurtekin veðurtengd hlé í mótinu, sem vakti spurningar um skipulag í Bandaríkjunum fyrir HM á næsta ári. Moises Caicedo var maður leiksins, vann boltann 10 sinnum og átti 116 sendingar, en nældi sér í gult spjald sem setur hann í eins leiks bann. Chelsea skaut 22 skot og átti 2.377 réttar sendingar, mest í mótinu. Pedro Neto skoraði þriðja mark sitt í röð, næstmarkahæsti leikmaður mótsins. Þetta var fjórði sigur Chelsea gegn Benfica í sögunni. Leikurinn var dramatískur, með veðurhléinu sem miðpunkt. Chelsea sýndi seiglu í framlengingu og tryggði sæti í átta liða úrslitum gegn Palmeiras, þrátt fyrir truflanir.

Óvænt tíðindi urðu á leikmannamarkaðinum. Chelsea hefur samið við Joao Pedro frá Brighton fyrir yfir 50 milljónir punda og er í leikhóp fyrir leikinn gegn Palmeisra. Ólíkt mörgum sóknarmönnum Chelsea býður Joao Pedro upp á ákveðna eiginleika sem passa vel við kerfi þjálfarans. Hann er fjölhæfur, getur spilað sem miðjumaður, annar framherji eða sóknarmiðjumaður, og skín í að tengja sóknarleikinn, oft með því að færast til vinstri eða falla til baka til að sækja boltann. Tölfræði sýnir að hann er ekki hefðbundinn markaskorari (0,22 mörk án víta á 90 mínútur) heldur skapar hann tækifæri fyrir aðra (Creative threat: 92/99) og kemur boltanum áfram (Ball progression: 86/99).

Hæfileikar hans til að draga varnarmenn úr stöðu og finna sendingar í hættusvæðum gera hann að mikilvægum liðsmanni í taktísku uppleggi Maresca, sem leggur áherslu á stjórn á leiknum og langar sóknarlotur. Joao Pedro gæti þannig bætt nýrri vídd við sóknarleik Chelsea, sérstaklega í samspili við leikmenn eins og Cole Palmer, Nico Jackson, Liam Delap og og vængmenn liðsins. Þannig að vinna hans án bolta á að skipta sköpum fyrir aðra leikmenn. Er Joao Pedro kannski tannhjólið sem fullkomnar spilverkið? Sjáum tölfræðina hérna:

Það sem vekur von í brjósti er að Joao Pedro er öðruvísi leikmaður en til dæmis Jadon Sancho og Mikhaylo Mudryk. Ef við stillum samanburðinum á þeim upp, þá finnst manni borðleggjandi að hlutverkið verður meira skapandi. Þó hefði maður vilja fá fleiri mörk úr þessari stöðu, en við skulum vona og bíða hvort sá þessi ágæti drengur muni ekki skila fleiri mörkum inn. Það væri hreint út sagt frábært að ná 10 til 15 mörkum í deild á næsta tímabili. Við gætum átt von á því að sjá Joao Pedro jafnvel í leiknum gegn Palmeiras, sérstaklega í ljósi þess að óvíst er með þátttöku Pedro Neto, vegna hins hörmulega banaslyss Diogo Jota á Spáni. En við erum að fara mæta Palmeiras í átta liða úrslitunum. Við mættum þeim síðast í úrslitaleik FIFA Club World Cup með gamla sniðinu og unnum þá í úrslitaleiknum 2022, eftir framlengingu. Við vildum geta sagt, að miðað við þau úrslit ættum við að vinna aftur, en það er auðvitað ekki hægt þar sem ekki einn einasti leikmaður Chelsea sem spilaði þennan leik er ennþá hjá klúbbnum. Allir farnir. Það er því tómt tal að taka einhvern samanburð úr þeim leik, þrátt fyrir að leikmenn eins og markvörðurinn Weverton, varnarmaðurinn Gustavo Gomez (sem er reyndar í leikbanni!) eða Raphael Veiga spila enn fyrir Palmeiras. Það sem vekur auðvitað mestu athyglina er að þetta verði líklega síðasti leikur Estevao Willian fyrir Palmeiras, áður en hann kemur til okkar í Chelsea. Hinsvegar, þá er full ástæða til þess að vanmeta ekki andstæðinginn, þá allra síst brasilísku liðin sem hafa komið í þessa keppni af mikilli hörku. Fyrr í kvöld unnu Fluminense hinn útsláttar leikinn gegn Al Hilal og munu því mæta sigurvegara úr þessum leik í undanúrslitum. Palmeiras spila þéttan varnarleik og það má búast við að þessi leikur verði algjör refskák.
Hvernig verður byrjunarliðið? Við verðum án okkar besta leikmanns, Moises Caicedo sem tekur út leikbann en maður kemur í manns stað. Við hjá CFC tippum á að Robert Sanchez verði í byrjunarliðinu. Marc Cucurella í vinstri bakverði, Reece James í hægri bakverði. Tosin og Colwill miðverðir. Romeo Lavia og Enzo Fernandez á miðjunni með Cole Palmer í holunni. Noni Madueke verður á kantinum. Ef Pedro Neto verður með, þá byrjar hann leikinn. Ef hann verður ekki með í leiknum, þá verður Christopher Nkunku á vinstri og Liam Delap verður í strikernum. Maður vonar að Maresca setji Reece James ekki á miðjuna, en treysti þó meira á Andrey Santos í fjarveru Caicedo. Núna reynir á breiddina. Hvernig fer leikurinn? Við ætlum að vera kokhraustir og segja 2-0 fyrir Chelsea. Liam Delap og Cole Palmer skora.
コメント