top of page
Search

Chelsea gegn Newcastle - upphitun

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: 15. febrúar 2021 kl. 20:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport og Ölver Sportbar

Upphitun eftir Sigurð Torfa Helgason


Síðasti leikur

FA cup leikurinn við Barnsley á síðasta fimmtudag var nú ekki mikið fyrir augað. Mér fannst augljóst að menn voru ekki "motivated" í leikinn og ætluðu að komast frá þessum leik með því að eyða sem minnstri orku. Tammy skoraði gott mark sem reyndist vera það eina í leiknum. Alltaf gott þegar sóknarmenninir okkar eru á skotskónum og Tammy er að raða þeim inn í bikarnum. Vonandi verður það raunin fyrir Tammy, Timo eða Giroud í kvöld.


Newcastle

Ég skil vel að fólk á minni kynslóð hafi tekið ákvörðun að velja sér Newcastle sem sinn klúbb á enskri grundu. Sumir tengdust Kevin Keegan þegar liðið lenti í öðru sæti tvö ár í röð. En ég tengi klúbbinn mest við tíma Sir Bobby Robson, einn frægasti stjóri í sögu fótboltans. Robson tók við Newcastle þegar okkar maður Ruud Gullit fékk sparkið árið 1999. Við tók mikið blómaskeið Newcastle ef svo mætti kalla. Liðið var stútfullt af spennandi leikmönnum undir stjórn Robson sem spilaði afar skemmtilegan sóknarbolta. Þetta voru leikmenn eins og Nolberto Solano, Kieran Dyer, Craig Bellamy, Laurent Robert og svo auðvitað goðsögnin sjálf, Alan Sherer, svo einhverjir séu nefndir. En þrátt fyrir öll þessi ár með góða stjóra eins og Keegan og Robson þá náði þessi flotti klúbbur aldrei að lyfta neinum alvöru bikar sem það hefur örugglega einhvern tímann átt skilið á þessum tíma.


Núna undanfarin ár hefur sagan verið allt önnur. Við þekkjum öll sögu Mike Ashley. Sá gæi lítur einungis á klúbbin sem peningabelju sem hann kreistir út úr eins mikið og hann getur. Liðið er oftast í endalausu basli um að halda sér í deildinni fyrir utan smá tíma sem Rafa Benitez var við stjórnartauminn. Mikil ólga er í stuðningsmannahóp Newcastle sem sjá ekki fram á bjarta tíma fyrir klúbbinn sinn fyrr en fyrrnefndur Mike Ashely er horfinn úr klúbbnum þeirra. Ashley hefur að vísu reynt og reynt að losa sig við klúbbinn en hver yfirtakan á fætur annari hefur farið forgörðum, núna síðast í sumar þegar sjálf enska Úrvalsdeildin hafnaði eignarhaldi Public Investment Fund of Saudi Arabia (PIF).


En hvað varðar leikinn í kvöld frá sjónarhóli Newcastle manna, þá hugsa ég að það ríki ekki mikið bjartsýni fyrir leikinn. Þeirra langbesti leikmaður á tímabilinu Callum Wilson, er frá vegna meiðsla og þá spyr maður sig hvar mörkin eiga að koma því Wilson er þeirra langmesta ógn og er kominn með 10 mörk í deildinni þar sem af er tímabilinu. Einnig eru þeir í vandræðum með varnarleikinn hjá sér því Federico Fernandez og Jamaal Lascelles eru báðir tæpir fyrir leikinn og verða líklega ekki með. Einnig eru Fabian Schar og Jeff Hendrick ekki með í leiknum. Þannig líklega verða þeir Cieran Clark og Paul Dummet í miðvörðunum.


Newcastle vann síðasta leik nokkuð óvænt 3-2 gegn Southampton. Í þeim leik skoraði Miguel Almirón tvö mörk og hinn franski Alain St. Maximin lék frábærlega - en hann er nýkominn til baka eftir meiðsli. Í fjarveru Wilson verða þessir tveir líklega þeirra hættulegustu menn.


Chelsea

En snúum okkar að því sem mestu máli skiptir. Mendy kemur aftur í rammann að sjálfsögðu. Rudiger og Dave verða sitthvoru megin við Christensen sem er enn að leysa Thiga Silva af hólmi sem er enn frá vegna meiðsla á læri. Svo kemur alveg spuring hvort hann hreyfi eitthvað við Kovacic og Jorginho, leikmenn sem Tuchel er búinn að treysta mikið á síðan hann tók við stjórn. Ef þeir starta báðir þá þýðir það að Kanté verður áfram á bekknum. Ég ætla samt að spá þvi að Jorginho fái sér sæti á bekknum í þessum leik og sprengjan hann Kanté kemur í staðinn. Reece James og Marcos Alonso verða vængverðir. Þetta eru eilítið erfiðir tímar fyrir Ben Chilwell ef Tuchel ætlar að halda áfram með þessa taktík, því við vitum öll hversu svakalega mikil gæði eru í Marcos Alonso í þessari stöðu.


Mason Mount er að sjálfsögðu á sínum stað ásamt Hudson Odoi. Og uppá topp verður Timo Werner, maður gæfi ansi mikið svo að aumingja maðurinn myndi nú fara að koma eitthvað ómerkilegt pot mark. Ég bið ekki um meira. En það er erfitt að lesa í hvernig Tuchel stillir upp liðinu, og þá sérstakelga fremstu þrír. Hvorki Pulisic né Ziyech áttu góðan leik gegn Barnsley svo líklega halda þeir áfram á bekknum. Það er líka ansi hart að skilja Tammy eftir á bekknum, hann er okkar markahæsti maður og eini framherjinn sem virðist skora reglulega eftir að Giroud kólnaði - sjáum hvað setur.



Spáin

Góður 2-0 sigur þar sem við skorum snemma á 16 mínútu og þar verður Hudson Odoi á ferðinni. Svo snemma í seinni þá verður það Timo Werner sem setur hann.


Opmerkingen


bottom of page