top of page
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon
Search

Chelsea gegn Leicester

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Tími, dagsetning:  Sunnudagur 9. mars 2025 kl: 14:00

Leikvangur:  Stamford Bridge, London

Dómari:   Tim Robinson

Hvar sýndur:   Síminn Sport

Upphitun eftir:   Guðna Reyni Þorbjörnsson



Já kæru aðdáendur. Eftir daufan og andlausan sprett um miðbik tímabilsins er staðan nú samt einfaldlega sú að við sitjum í 5. sæti eftir 27 umferðir. Við erum ekki nema einu stigi frá 4. sætinu og tveimur stigum frá 3. sætinu. Það er ekki svo slæmt, er það? Það vill líka svo skemmtilega til, að í hádeginu á laugardag munu liðin í þriðja og fjórða sæti, Nottingham Forest og Man City, keppa við hvort annað og því er þessi umferð kjörin fyrir okkur að ná í góð úrslit. Við þurfum líka á því að halda því það eru ekki nema fjögur stig niður í 10.sætið. Það gerir þessa baráttu reyndar bara skemmtilegri að mínu mati og sýnir hvað hver leikur er mikilvægur í deildinni. Í síðustu umferð unnum við arfaslakt lið Southampton. Þetta var skyldusigur sem vannst nokkuð þægilega 4-0 á heimavelli og var nauðsynlegur til að róa aðeins gagnrýnisraddirnar. Það var gaman að sjá Nkunku skora og leggja upp á félaga sinn Pedro Neto, sem lagði síðan upp markið fyrir Cowill. Cucurella rak svo endahnútinn með snyrtilegu marki eftir undirbúning frá hinum efnilega Tyrique George. Síðasta fimmtudag unnum við FC Kobenhavn í leik sem skilur í raun ekki mikið eftir sig. Við sigldum sigrinum heim ef þannig mætti að orði komast. Útisigur sem vannst 1-2 með mörkum frá Reece James og Enzo Fernandez sem kom sterkur inn í seinni hálfleik. Reece James spilaði á miðjunni í þessum leik og Maresca gaf það út í viðtali eftir leikinn að hann sæi Reece James fyrir sér sem miðjumann, við sjáum síðan hvernig það mun þróast.


Næst er leikur gegn Leicester City en þeir eru lítið skárri en Southampton þessa dagana. Formið á þeim hefur verið arfaslakt og þeir hafa tapað 11 af síðustu 12 leikjum í deildinni. Þeir eru í 19.sæti með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti og líta ansi ósannfærandi út. Þeir eru búnir að fá ágætis pásu núna, en síðasti leikur þeirra var þann 27.febrúar þar sem þeir töpuðu gegn Graham Potter og félögum hans í West Ham. Fyrri leikur okkar gegn Leicester var á King Power vellinum þar sem við unnum þægilegan sigur 1-2 með mörkum frá Nicolas Jackson og Enzo Fernandez.


Það eru auðvitað pælingar hvernig við munum stilla liðinu upp fyrir þennan leik, en miðað við liðsuppstillinguna gegn Köben á ég von á að uppstillingin verði líklega einhvern veginn á þessa vegu. Jörgensen byrjar í markinu. Colwill verður í miðverðinum og ég ætla að spá því að Fofana snúi aftur gegn sínum gömlu félögum og byrji við hlið hans eftir leiðindarmeiðsli. Ég er pínu að velta fyrir mér með stöðuna hægra megin þar sem Gusto meiddist á fimmtudaginn og James spilaði allar 90 mínúturnar, en ég ætla að prófa að setja James þangað. Cucurella verður svo vinstra megin. Caicedo og Enzo verða á miðjunni og Palmer fyrir framan þá. Sancho byrjar hægra megin og nú skora ég á hann að girða sig í brók. Nkunku verður vinstra megin og Neto verður síðan fölsk 9 í fremstu víglínu.  Ég er svosem ekki hundrað prósent á þessu vali en ég reikna með að þetta verði eitthvað í líkingu við þetta. Ég ætlast að sjálfssögðu að við sækjum til sigurs í þessum leik og ætla að spá okkur 3-0 sigri. Nkunku, Sancho og Palmer skora mörkin.



Áfram Chelsea!

Comentários


  • Grey Google+ Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey LinkedIn Icon
  • Grey Facebook Icon

© 2023 by Talking Business.  Proudly created with Wix.com

bottom of page