top of page
Search

Chelsea - Fulham

Keppni:  Enska úrvalsdeildin

Tími, dagsetning:   Laugardagur 13. janúar  kl: 12.30

Leikvangur:  Stamford Bridge, London 

Dómari:   Anthony Taylor

Hvar er leikurinn sýndur:   Síminn Sport 

Upphitun eftir:   Hafstein Árnason

Það var nú heldur svekkjandi úrslit að tapa 1-0 fyrir Middlesborough á útivelli í liðinni viku. Enn og aftur bregðast menn fyfir framan markið. Cole Palmer fékk það hlutverk að vera framherji, svo unnt væri að hvíla Armando Broja.  Það er ekki að hægt að segja að færin voru af skornum skammti.  Með réttu, hefði Chelsea átt að vinna þennan leik 1-2 eða 1-3. Liðið okkar fékk töluvert betri færi í fyrri hálfleik, en inn vildi boltinn ekki.  Middlesborough lágu í vörn mest allan leikinn og beittu skyndisóknum með góðum árangri.  Þeir rétt náðu að lauma marki þar sem einn leikmaðurinn komst framhjá Colwill og náði að koma boltanum fyrir þar sem Hayden Hackney skoraði. Í því atviki mætti segja að Moises Caicedo hafi verið að “ballwatcha” þar sem hann fylgdi ekki Hackney þegar hann komst í færið.  Svekkjandi úrslit, en seinni leikurinn er eftir á Stamford Bridge.  Úrslitaleikurinn í Carabao bikarnum er því alls ekki fjarri lagi. 


Mauricio Pochettino var spurður á blaðamannafundi hvort klúbburinn myndi fara á leikmannamarkaðinn að sækja leikmenn. Í ljósi meiðsla Nkunku, þá væri það alls ekki útilokað að sögn Pochettino. Þessi mjaðmarmeiðsli hjá þeim franska reynast flóknari til meðhöndlunar en upphaflega var áætlað.  Það er því ekki hægt að útiloka að einhver leikmaður verði keyptur, eða jafnvel fenginn að láni út tímabilið.  Matt Law hinn geðþekki blaðamaður Daily Telegraph nefndi í London is blue hlaðvarpinu að vinstri bakvörður yrði líklega ofarlega á baugi fyrir utan þetta með framherjastöðuna.  Dujuan “Whisper” Richards er orðinn 18 ára og er þar af leiðandi búinn að klára félagskiptin með formlegum hætti. Kannski hann fái tækifæri sem framherji? Annars myndi maður ekki búast við neinum hreyfingum inn í klúbbinn fyrr en í síðustu viku þessa mánaðar. 

Það sem er þó að frétta af leikmannahreyfingum er að David Datro Fofana var kallaður til baka frá Union Berlin, þar sem lánsdvölin þar þótti ekki heppnast vel. Burnley ákváðu að taka sénsinn á honum og fær hann því tækifæri til að sanna sig fyrir Vincent Kompany og lærisveinum hans.  Ef við tökum stöðuna á öðrum leikmönnum á láni, þá hefur Gabriel Slonina staðið vaktina fyrir Eupen í Belgíu.  Aðeins einu sinni haldið hreinu, varið eina vítaspyrnu af fjórum og með einkunn á fotmob uppá 6.53. Kepa Arrizabalaga virðist hafa misst byrjunarliðsætið sitt í Real Madrid og fær núna bikarleiki. Fram að því átti hann 11 leiki í La Liga og haldið hreinu í sex skipti og með einkunn uppá 6,91.


Bashir Humphreys hefur leikið 18 leiki með Swansea, þar af 17 í byrjunarliði sem miðvörður. Eitt mark og einkunn upp á 6,74.  Faustino Anjorin lék 7 leiki og skoraði 1 fyrir Portsmouth í League 1 þar til hann meiddist í byrjun nóvember og hefur ekki séð völlinn síðan. Cesare Casadei hefur verið inn og útúr byrjunarliði Leicester. Hefur startað 7 leiki en tekið þátt í 21 leik og skorað 2 mörk og fengið 6.80 í einkunn.  Svipaða sögu er að segja af Omari Hutchinson hjá Ipswich. Hefur tekið þátt í 24 leikjum, þar af 7 í byrjunarliði með tvö mörk, tvær stoðsendingar og 6,73 í einkunn.  Harvey Vale hefur leikið 21 leik, þar af 15 í byrjunarliði fyrir Bristol Rovers í League 1, skorað eitt og átt fjórar stoðsendingar með 7,15 í einkunn.  Hakim Ziyech hefur leikið aðeins 9 leiki í tyrknesku deildinni fyrir Galatasaray, skorað 2 mörk og átt aðeins eina stoðsendingu með 7,18. í einkunn.  Er að taka út fimm leikja bann þessi dagana. 


Mason Burstow gengur ferlega illa með Sunderland. 12 leikir, þar af 8 í byrjunarliði.  Ekkert mark og ein stoðsending. 6,35 í einkunn.  Angelo Gabriel hefur leikið 17 leiki, þar af 8 í byrjunarliði fyrir Strasbourg í Ligue 1.  Ekkert mark, tvær stoðsendingar  og einkunn upp á 6,79 hjá þessum hægri kantmanni.  Romelu Lukaku hefur leikið 16 leiki í Serie A, þar af 15 í byrjunarliði Roma, með 8 mörk og eina stoðsendingu og einkunn upp á 7,07. Það ætti að vita á gott uppá endursölu. Diego Moreira hefur verið í basli við að koma sér inn í liðið hjá Lyon í Ligue 1. Þessi vinstri kantmaður hefur einungis fengið 6 leiki, þar af 3 í startinu en ekki náð að setja mark né stoðsendingu.  Einkunn 6,17.  Miðjumaðurinn Charlie Webster sem er á láni hjá Heerenveen í hollensku deildinni hefur einungis tekið þátt í 6 leikjum á tímabilinu, þar af einn í byrjunarliðinu. Samtals 104 mínútur af leiktíma með einkunn upp á 5.92 - er hann varla að komast á bekkinn og er inn og útúr hóp.  Þetta verður að teljast ansi slæm staða, sérstaklega fyrir leikmann sem tekur eitt af sjö dýrmætum plássum til að lána leikmenn til annara landa. Minnist þess sérstaklega að Porto vildi fá Andrey Santos að láni, en ekkert varð úr því vegna lánatakarmanna. 


En að leiknum núna um helgina.  Framundan er heimaleikur gegn nágrönnum okkar í Fulham.  Fyrri leikurinn á Craven Cottage endaði 2-0 með frábærum mörkum frá Mudryk og Broja í byrjun október.  Pochettino staðfesti að Ben Chilwell og Benoit Badiashile verða í hóp og munu líklega eiga einhvern þátt í leiknum. Carney Chukwuemeka er ennþá tæpur. Aðrir “usual suspects” eru á meiðslalistanum og Nico Jackson er á Afcon, sem og reyndar, Fode Ballo, Calvin Bassey og Alex Iwobi, leikmenn Fulham.  Adama Traoré og Steven Benda eru meiddir.  Þá er spurning hvernig Pochettino stillir upp liðinu.  Það sem er alveg klárt að Petrovic verði í markinu og varnarlínan verður líklega Colwill, Thiago Silva, Disasi og Malo Gusto.  Miðjan okkar hefur verið brösug. Enzo hefur verið skugginn af sjálfum að undanförnu en Moises Caicedo er ekki að sýna að hann sé 100 milljón punda miðjumaður.  Conor virðist vera auto í byrjunarliðið hjá Poch þannig að ég held hann stilli honum og Caicedo upp sem miðjumönnum.  Mudryk, Palmer og Madueke verða fyrir aftan Broja. 

Hvernig fer leikurinn?  Stundum þorir maður ekki að spá, þar sem þær virðast aldrei ganga eftir. Chelsea á samt að vinna Fulham á heimavelli.  Ekkert múður með það. 1-0.  Broja skorar.


Áfram Chelsea! KTBFFH!!

Comments


bottom of page