top of page
Search

Chelsea - Bournemouth


Keppni : Enska úrvalsdeildin


Tími - dagsetning: Þriðjudagur 27. Desember kl: 17.30


Leikvangur: Stamford Bridge


Hvar er leikurinn sýndur: Síminn sport


Upphitun eftir: Þráin Brjánsson



Þá er enska úrvalsdeildin farin aftur af stað eftir umdeilt og sérstakt heimsmeistaramót og vil ég byrja á að óska lesendum og Chelsea unendum gleðilegra jóla og vona að komandi ár verði okkur farsælt.

Það er óhætt að segja að margt hefur gerst á þessum tíma sem HM hefur staðið yfir og það ekki allt okkur hagstætt en okkar menn áttu misjöfnu gengi að fagna með sínum landsliðum á mótinu.

Kai átti svosem fína spretti með þjóðverjum, Sterling var sæmilegur með englendingum en þurfti að skottast í nokkra daga heim þar sem brotist var inn hjá honum og hafði hann skiljanlega áhyggjur af sínu fólki og tók fjölskylduna með sér aftur til Qatar og hélt leik áfram.

Ziyech náði frábærum árangri með liðsfélögum sínum í liði Marocco og Kova hampaði bronsinu með Króötunum.


Í æfingaleik sleit Broja krossbönd í hné og verður frá fram á sumar og bakslag kom í bata Fofana og verður hann klár í fyrsta lagi um miðjan febrúar. En nú eru jól og nóg komið af leiðinlegum fréttum. Nú sýnist manni að koma Nkunku sé klár og mun hann mæta næsta sumar og einnig hafa verið keyptir 2 kornungir og efnilegir piltar sem er hið besta mál.

Nú nálgast janúarglugginn og ég tel fullvíst að keyptur verði einhver megaframherji en ætla ég að leyfa lesendum að velta þeim hlutum fyrir sér enda er lítið að marka vangaveltur á miðlunum.





Seinni hluti tímabilsins verður erfiður þar sem meiðslalistinn er langur og lykilmenn efalaust þreyttir eftir HM en á móti kemur að aðrir ættu að vera í góðu standi til að fylla í þau skörð sem vantar. Eins og staðan er í dag erum við í 8 sæti deildarinnar með 21 stig og er það óþægilega neðarlega fyrir minn smekk. Það er alveg ljóst að við komum ekki til með að gera neinar rósir og verður að ég held þungur róður að halda meistaradeildarsæti en það þýðir ekkert annað en að halda í gleðina og bjartsýnina og vona það besta.


Okkar "ástsæli" stjóri hann Graham Potter segist fara fullur bjartsýni inn í seinni hlutann og segir stjórnina standa þétt við bakið á sér. Einnig ríkir bjartsýni með ráðningu Christoper Vivell sem tæknilegs ráðgjafa en hann kemur frá RB Leipzig þar sem hann gerði fínustu hluti.


En að leiknum gegn Bornemouth. Chelsea hefur ekki náð að sigra heimaleik á milli jóla og nýars síðan 2017 en nú er upplagt að breyting verði á. Árið 2016 lékum við gegn Bournemouth á öðrum degi jóla og sigruðum 3-0 og ætla ég að leyfa mér að spá sigri þetta árið en Kirsuberin eru nú í 15. sæti með 16 stig og hafa ekki heillað marga sem af er tímabils.



Bournemouth


Lið sem er í 15. sæti á einhverveginn ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir okkar menn þó að oft hafi "litlu" liðin verið okkur erfið og það er spurning hvernig Gary O'Neil og hans menn hafa komið undan jólunum.

Einhver meiðsli og veikindi virðast vera að hrjá leikmenn liðsins en þeir tefla án efa fram flestum sínum sterkustu mönnum nema hvað Neto mun vera tæpur og Tavernier og Fredricks eru í existensíalískri tilvistarkreppu sökum magaverks en gætu hugsanlega hrist það af sér fyrir leik.


Ekki ætla ég að hafa fleiri orð um það



Byrjunarlið


Þá er að koma sér í spádómana og velta fyrir sér byrjunarliði. Eins og áður hefur komið fram er meiðslalistinn langur og leiðinlegur en verðum við ekki bara að vona að menn hafi haldið sér volgum í hléinu og komi ákveðnir til leiks.


Ég spái að Potterinn haldi sig við 4-3-3 kerfið og Kepa verður á milli stanganna. Aftasta ætla ég að setja þá Reece James, Chalobah, Koulibaly og Cucurella.


Miðsvæðis verða þeir Joghinho, Gallager og Mount og fremstir verða Sterling, Aubmeyang og Havertz. Einnig gætu Chukwuemeka, Zakaria og jafnvel Pulisic fengið mínútur.





Ég ætla að leyfa mér að spá sigri og ég spái 3 -1 sigri okkar manna og Sterling setur 2 og Kai líklega 1.

Það verður gaman að sjá með hvaða hugarfari okkar menn koma í leikinn og þá getur maður farið að velta fyrir sér leiknum á nýársdag gegn Forest. En spyrjum að leikslokum og klára ég þetta með ósk um sigur og einnig óskum um að þið eigið góð jól og áramót og hlakka til komandi leikja og takk fyrir samfylgdina á liðnu ári


ÁFRAM CHELSEA !


bottom of page