top of page
Search

Brighton & Hove Albion vs Chelsea

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Þriðjudagurinn 18. janúar 2022. Kl. 20:00

Leikvangur: AMEX stadium

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport.

Upphitun eftir: Stefán MarteinnHeilir og sælir lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn að skjánum. Algjör óþarfi að ætla reyna að fara vera með einhvern rembing við það að skrifa um síðasta leik gegn Manchester City á "Emptyhad" þegar staðreyndin var sú að sá leikur var bara ekki nógu góður.

Væntingarnar mínar fyrir þann leik voru innistæðulausar þegar uppi var staðið og sennilega verð ég að játa mig gjörsamlega gjörsigraðan með þá bjartsýnispá sem ég hafði fyrir leik um sigur Chelsea manna á þessari vél sem Pep Guardiola hefur útbúið úr þessu City liði.


Skal alveg viðurkenna það að þegar stórvinur okkar Malang Sarr fékk hlutverk í þessum leik þá vissi maður að það yrði smá bras og þessi þægilegi sigur sem ég sá fyrir mér í hillingum varð að bíða um stundarsakir hið minnsta. **Spoiler alert!** Við unnum ekki…


Ég hreinlega nenni ekki og vill ekki fara kryfja þessa hörmung en vonbrigði leiksins voru fremstu þrír sem gerðu nákvæmlega ekkert. Hakim Ziyech fékk tækifæri snemma leiks til að læða Romelu Lukaku innfyrir en allt kom fyrir ekki og hann nánast skaut boltanum innfyrir sem Lukaku átti aldrei séns á sem þótti óvanalegt en reyndist svo bara vera fyrirboði um hvað væri í vændum.


Leikurinn leið og í upphafi seinni hálfleiks fékk maður smá von þegar okkar menn byrjuðu af krafti og Lukaku fékk stungu innfyrir en Ederson sá við honum. Ég vonaði svo innilega að við myndum þó allavega ná að halda í núllið en allt kom fyrir ekki og það var okkar eigin Kevin De Bruyne sem braut ísinn og skoraði af alltof löngu færi fyrir minn smekk sem Kepa réði ekki við, tók lítið valhopp í gagnstætt horn áður en hann skutlaði sér svo með alla sína sentimetra sem dugði ekki til og þar við sat og þriðja tap tímabilsins staðreynd.


Það er heldur betur farið að þrengjast að okkur þarna í þriðja sætinu en Tottenham á fjóra leiki til góða og geta með sigri í þeim öllum farið uppfyrir okkur og 2 stigum frammúr, Arsenal á 2 leiki til góða og verða 2 stigum á eftir okkur ef þeir sigra þá svo það má svo sannarlega ekki slaka á og þurfa okkar menn heldur betur að fara stíga á bensíngjöfina og keyra þetta áfram. Það róar þó taugarnar að vera búnir með liðin tvö fyrir ofan okkur svo það má segja sem svo að erfiðasta hindrun tímabilsins sé afstaðin og ekkert að vandbúnaði en að hrökkva af stað fulla ferð áfram.


Brighton

Þá erum við búnir að ryðja það úr vegi og getum farið að einbeita okkur að næsta verkefni. Það eru mávarnir frá Brighton sem bíða okkar. Það er ekki langt síðan við mættum Brighton síðast en sá leikur endaði með sáru en líkelga sanngjörnu jafntelfi 1-1. Lukaku skoraði okkar mark áður en Danny Welbeck mætti með rýtinginn í uppbótartíma.

Fyrir þá sem finnst skemmilegt að fylgja tímalínunni þetta tímabilið þá var þetta síðasti leikur Lukaku áður en viðtalið víðfræga braust fram og dældaði orðspor og þolinmæðina gagnvart okkar fremsta manni.

Góðu fréttirnar fyrir þennan leik eru að Bissouma er á Afcon og því ekki með Brighton en okkar menn áttu heldur betur í vandræðum með kauða á miðsvæðinu en á móti kemur þá er Trossard mættur aftur en hann var meiddur í fyrri leik liðana á tímabilinu svo mávarnir eru með betri vopn efst á vellinum en þeir höfðu í fyrri leiknum.


Brighton sitja í 9. sæti deildarinnar og sigla þenna lygna sjó sem oft er talað um. Tariq Lamptey hefur verið að spila vel ásamt hinum argentíska Mac Allister og svo er Neil Maupay að eiga fínasta tímabil með 7 mörk í deildinni. Brighton tapa ekki mörgum leikjum, þeir hafa aðeins tapað 4 leikjum það sem af er tímabili en eru aftur á móti miklir jafntefliskóngar með 10 jafntefli úr 20 leikjum. Eins og við sáum í fyrri leik liðanna í desember þá voru Brighton nánast betri aðilinn lungað úr leiknum þannig við eigum von á erfiðum leik frá lærisveinum Graham Potter.


Byrjunarlið

Í ljósi þess að besti markvörður ársins, Edouard Mendy er á Afcon þá er ljóst að hanskarnir verða á Kepa Arrizabalaga. Varnarlínan hefur verið í smá brasi og ég vona að Thomas Tuchel verði sammála okkur í því að þurfa sækja þennan leik og af þeirri ástæðu vill ég sjá Azpilicueta, Thiago Silva og Toni Rudiger í öftustu þrem stöðunum. Callum Hudson-Odoi má verma hægri vængbakvörð á meðan Marcos Alonso leysir af vinsta meginn. Á miðri miðjunni verða Mateo Kovacic og Jorginho. Fremstu þrír verða Mason Mount, Kai Havertz og Romelu Lukaku.Spá

Við keyrum yfir þetta Brighton lið. Komumst snemma yfir með marki frá Romelu Lukaku sem Þór Jensen reynir að fá valid í bettið góða við Clinton. Mason Mount skorar stuttu fyrir leikhlé og við rúllum þægilega inn í seinni hálfleik. Við bætum við einu marki um miðbik seinni hálfleiks þegar Marcos Alonso rifjar upp gamla takta og verður mætur fremstur meðal jafningja og klárar leikinn 3-0.


KTBFFH

- Stefán MarteinnCommentaires


bottom of page