top of page
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon
Search

Brighton FA Cup

Keppni:  Enska bikarkeppnin

Tími, dagsetning:   Laugardagur 8.febrúar 2025 kl: 20.00

Leikvangur:   American Express Stadium, Brighton

Dómari:   Jarred Gillet

Hvar er leikurinn sýndur? Vodafone Sport / Viaplay

Upphitun eftir:  Hafstein Árnason



Þá kom loksins að því að Chelsea skyldu vinna leik, sérstaklega eftir að lent undir. Þetta var engin stjörnuframmistaða, en þrír punktar eru þrír punktar. West Ham voru töluvert hættulegri aðilinn lungan úr leiknum. Það er ljóst að Graham Potter hefur gert töluvert betur en forveri hans og þetta West Ham lið er alls ekkert lamb að leika sér við. Hinsvegar kom það fljótt í ljós í leiknum að þreytan fór að segja til sín hjá þeim og bekkurinn var að mestu skipaður leikmönnum úr akademíunni. Samhliða því skipti Maresca leikmönnum fyrr inná í leiknum en hann hefur gert að undanförnu. Cole Palmer "eiginlega" skoraði sigurmarkið, en það var skráð sem sjálfsmark á Wan Bissaka. Svo sem ekki mikið annað merkilegt í leiknum, fyrir utan hvað dómgæslan var sérstök á köflum.


Samhliða leiknum voru stjórnarmenn uppteknir að koma óþörfum leikmönnum til annara liða. Stræstu fréttirnar voru að Ben Chilwell fór til Crystal Palace, Axel Disasi til Aston Villa, Renato Veiga til Juventus, Carney Chukwuemeka til Dortmund og Joao Felix til AC Milan. Við klórum okkur enn í kollinum yfir Felix kaupunum. Keyptur á fúlgur fjár, og settur á langtímasamning, svo lánaður nokkrum mánuðum seinna. Við vonum að lánsdvölin verði þessum leikmönnum blessun. Einn leikmaður dúkkaði upp, Mathis Amogou. 19 ára franskur miðjumaður frá St. Etienne. Hann var með heila 17 leiki undir beltinu í Ligue 1. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þessi drengur verði aðalnúmerið á miðjunni hjá Chelsea í náinni framtíð. Hann kemur til að dekka væntanlega stöðuna sem Renato Veiga skilur eftir sig, en sá portúgalski leysti líka vinstri bakvörðinn. Þetta þýðir að Chelsea er aðeins með einn vinstri bakvörð í Marc Cucurella. Líkast til verður Malo Gusto eitthvað róterað á móti Cucurella, en þetta vekur ákveðnar spurningar varðandi stefnu klúbssins í leikmannamálum.


Liðsvalið fyrir leikinn gegn Brighton er ákveðinn höfuðverkur. Í fyrsta lagi meiddust Marc Guiu og Nico Jackson gegn West Ham og verða ekki með. Maresca þarf að hugsa upp nýja sóknarlínu ásamt því að rótera leikmönnum sem hafa spilað mikið. Christopher Nkunku verður líkast til settur upp á topp, en það verður áhugavert að sjá hvernig Maresca stillir upp. Einnig er mjög bagalegt að Romeo Lavia er alltaf meiddur, og nýjustu fréttir herma að hann verði ekkert klár fyrr en í apríl. En ef við ættum að giska á byrjunarliðið, þá tippum við á að Jörgensen heldur stöðunni í markinu. Malo Gusto verður vinstri bakvörður, Colwill og Chalobah miðverðir, Reece James hægri bakvörður. Miðjan verður Kiernan Dewsbury-Hall og Enzo sennilega. Caicedo verður líklega hvíldur til að byrja með. Tyrique George fær traustið á vinstri kant, Cole Palmer í holunni, Pedro Neto á hægri. Nkunku uppá topp.


Hvernig fer leikurinn? Þessi leikur getur farið á hvorn veginn sem er, en eitthvað segir mér að leikurinn endi í 2-2 jafntefli og Chelsea tekur þetta í vítaspyrnukeppni. Nkunku og George með mörkin!


Áfram Chelsea!


Comments


  • Grey Google+ Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey LinkedIn Icon
  • Grey Facebook Icon

© 2023 by Talking Business.  Proudly created with Wix.com

bottom of page