top of page
Search

Brentford á útivelli - Upphitun

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagur 16 Október kl 16:30

Leikvangur: Brentford Community Stadium

Hvar er leikurinn sýndur?: Síminn Sport

Upphitun eftir Guðmund Jóhannsson



JÆJA!! þá er annað drep leiðinlegt landsleikjahlé loksins búið og stóru strákarnir okkar í London eru mættir aftur til starfa og það á toppnum!


Leikur okkar manna þar síðustu helgi gegn Dýrlingunum var frábær þrátt fyrir að við sigldum stigunum 3 heim í lokin. Mikið af ljósum punktum en Timo Werner sýndi úr hverju hann er gerður og skoraði annað mark okkar manna eftir að ,,fyrra" mark hans VAR tekið af eftir að dómarar leiksins ákváðu að spóla 37 mínútur aftur í tímann. Hann skoraði einnig tvö gegn Norður-Makedóníu í landsleikjahléinu. Chilwell virðist vera kominn aftur á skrið sem er mikill styrkur en hann skoraði gegn Southampton og Andorra á einni viku.


Leikurinn við Brentford verður langt frá því að vera göngutúr í garðinum en nýliðarnir eru aðeins 4 stigum á eftir okkur. Lið eins og Arsenal og Liverpool hafa mætt á Brentford Community Stadium og ekki tekist að sigra liðið. Einnig þurfum við að yfirstíga risa hindrun en ANTHONY TAYLOR er dómari þessa leiks. FA hatar að sjá stóru strákana í London á toppnum og hlaða í alvöru hindrun fyrir okkur með því að hafa þennan hund leiðinlega mann á flautunni.


Ekkert lið hefur fengið að sjá rauða kortið oftar en Chelsea þegar Taylor er á flautunni og höfum við einungis unnið 3 af síðustu 9 leikjum þegar hann á í hlut.

En nóg af tuði og upp með sokkana. Við eigum verulega þægilegt prógram á næstu vikum en Norwich og stórlið Newcastle bíða okkar í deildinni eftir þennan leik. Ef við náum að klára þessi verkefni þá verðum við í frábærum málum en við erum búin með öll liðin í svokölluðu Top 6 fyrir utan Man Utd og þau fara að mætast innbyrðis.


Við fengum virkilega góðar fréttir í vikunni en N'Golo Kante og Reece James eru byrjaðir að æfa eftir meiðsli og kórónuveiru smits sem veldur Covid 19 sjúkdómnum. Mason Mount er einnig kominn á fulla ferð og vona ég að fólk sem efaðist þann mann sé farið að borða allskyns sokkapör. Hann er okkar mikilvægasti leikmaður í öllu uppspili og verðum við að fá hann í form á laugardaginn.


Byrjunarliðið

NÚNA KEMUR ÞAÐ. Fariði að kaupa ykkur lottómiðana því núna kemur hárrétt spá.


Kepa mun standa í rammanum á laugardaginn en Mendy var í verkefni með Senegal og reikna ég með að hann fái hvíld. Kepa er búinn að standa sig vel þegar hann hefur fengið sín tækifæri og Tuchel treystir honum fyrir þessum leik. Thiago Silva kom seint úr landsliðsverkefnum og verður því sennilega hvíldur.


RLC og Kovacic verða á miðjunni en Kante kemur inn á 67 mínútu.

Landsleikjahlé eru ALDREI dans á rósum en Rudiger og Lukaku fóru fyrr úr sínum verkefnum vegna meiðsla. Lukaku er hins vegar klár en Rudiger er meiddur ásamt Ziyech og Pulisic.

Framlínan hefur aldrei verið jafn augljós miðað við form á mönnum en Turbo Timo og Big Rom verða saman frammi með Money Mase fyrir aftan í holunni.

Hérna er þetta:




Brentford

Eins og ég minntist á hér að ofan þá er Brentford sýnd veiði en ekki gefin. Þeir eru virkilega skipulagðir og vel spilandi lið. Thomas Frank þjálfari þeirra hefur komið flest öllum skemmtilega á óvart í deildinni og unnið til að mynda Arsenal, West ham og gert 3-3 jafntefli við Liverpool. þeir munu koma til með að spegla okkar 3-5-2 kerfi eða 3-4-3. Ivan Toney, framherji Brentford manna er alvöru stykki og mun valda usla í vörn okkar manna og Mbuemo kemur til með að stinga sér inn fyrir. Eins með Lukaku og Werner hjá okkur.

Ég bið fólk heima í stofu að vera ekki að vanmeta Brentford á Laugardaginn.


Byrjunarlið þeirra verður:

Raya

Jorgensen, Jansson, Pinnock

Canos, Onyeka, Norgaard, Janelt, Henry

Mbuemo, Toney


Spá

Ég er alltaf skíthræddur við þessa leiki en ég ætla að reyna að vera jákvæður. Ég er búinn að vera að tyggja það ofan í ykkur að þetta verði virkilega erfiður leikur en staðreyndin er sú að við skellum nýliðunum á jörðina á laugardaginn og setjum alvöru statement á restina af liðunum í kringum okkur.


0-4 TAKK. Lukaku opnar þetta og leggur svo annað upp á Werner, 0-2 í hálfleik. Boss Barkley kemur inn og leggur upp seinni tvö á þá Ben Chilwell og Mateo Kovacic. Já, Kovacic skorar í þessu partýi.


Upp með sokkana og KTBFFH


Guðmundur Jóhannsson

bottom of page