Enska úrvalsdeildin Tími, dagsetning: Sunnudagur 17. september 2023. 13:00 Leikvangur: Vitality stadium, Bournemouth Dómari: David Coote Upphitun eftir: Hafstein Árnason Hvar er leikurinn sýndur: Síminn sport og sportbarir víða um land
Þá hefjast leikar aftur að nýju fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Landsleikjahlénu lauk og til allrar hamingju meiddust engir liðsmenn Chelsea með sínum landsliðum. Hinsvegar meiddist Romeo Lavia á æfingu í Cobham. Hann snéri sig á ökkla á æfingu með þeim afleiðingum að hann verður eitthvað frá, sennilega í einhverjar vikur, kannski mánuð. Benoit Badiashile og Armando Broja eru við það að verða leikfærir. Líklega verða þeir í hóp en mínútufjölda þeirra verði skammtað hóflega þar til formið batnar. Reece James fylgir á þeim í bataferlinu. Hann er byrjaður að æfa með bolta, en ekki er víst að hann verði klár fyrr en nær dregur að næsta landsleikjaglugga, sem verður um miðjan október.
Og talandi um Reece James, þá bárust þær fréttir í vikunni að spænskir fjölmiðlar, og þá sérstaklega frá Agustín Martín, blaðamanni Diario AS að Real Madrid ætli sér að reyna kaupa Reece James næsta sumar, til að taka við af Dani Carvajal. Þeir telja að Real Madrid sjái fyrir sér að Chelsea verða í miklum fjárhagslegum kröggum á næstu misserum. Fjölmiðillinn Sport á Spáni segir að Real Madrid verðmeti Reece James á 65 milljónir evra sem Real eiga ekki fyrir, en trúa að félagið gæti prúttað verðið niður í 40 milljónir evra. Ekki fylgir sögunni hvort menn hafi verið að reykja eitthvað, en þetta er áhugavert.
Blaðamenn Independent, The Athletic og Chelsea-hlaðvarpsstjórnandinn Simon Phillips segja stjórn Chelsea að vera íhuga að kaupa Ivan Toney frá Brentford áður en janúarglugginn opnar. Í raun, að gera það sama og Nkunku var keyptur. Eftir kostnaðarsaman sumarglugga er jafnvel ódýrara að kaupa leikmenn áður en markaðurinn opnar. Í þessu tilviki er Toney metinn á 70m punda af Brentford. Samningurinn hans rennur út árið 2025, þannig að næsta sumar verður hann líklega settur á uppboðsmarkað, líkt og Caicedo málið þróaðist. Vitað er af áhuga Arsenal og Tottenham á Ivan Toney. Brentford vonast sannarlega eftir fjörugu uppboði, en sjáum hvað setur. Undirritaður yrði ekki hissa ef kaupin yrðu frágengin fyrr en seinna. Fjármagnað væntanlega með sölu á Cucucrella og Chalobah, en þeir leikmenn virðast vera komnir í eitthvað bombsquad hjá Pochettino.
En nóg af markaðsmálum og að sjálfum leiknum á suðurströndinni. Bournemouth hafa ekki unnið leik það sem af er tímabili. Eftir að hafa skipt úr varnarnsinnaður skyndisóknabolta Gary O'Neill í frekar framleiggjandi pressubolta undir stjórn hins baskneska Andoni Iraola. Iraola er klárlega einn af lærisveinum Marcelo Bielsa, reyndar líkt og Pochettino. Það er því óhætt að búast við nokkuð opnum leik, en í þetta skiptið þurfa Chelsea að nýta færin. Liðið hefur verið að skapa mjög mikið, og mjög lítið að klára. Reyndar hefur Raheem Sterling sérstakt dálæti á Bournemouth, þar sem hann hefur skorað 9 mörk á ferlinum gegn þeim. Pochettino gaf það sérstaklega fyrir leikinn að hann hefur mikla trú á Nicolas Jackson. Okkar framherji þarf bara sjálfstraust, þannig að það er nánast sjálfgefið að starti leikinn. Byrjunarliðið hjá Chelsea ætti því að verða nokkuð svipað og það hefur verið. Í markinu verður Sanchez. Þriggja manna varnarlínan verður Colwill, Thiago Silva og Disasi. Ben Chilwell og Malo Guso í vængbakvörðum. Caicedo og Enzo á miðjunni. Gallagher og Sterling spila svo undir Nico Jackson.
Spái opnum leik. Fáum á okkur klaufamark en endar 1-3 fyrir Chelsea. Nico Jackson með tvö mörk og Sterling 1.
KTBFHH!!
Að lokum hvetjum við alla aðdáendur Chelsea á Íslandi til að skrá sig í Chelsea klúbbinn á Chelsea.is - Það er eftir miklu að sækjast, en þá sérstaklega forkaupsrétti á miðum á leiki með Chelsea á hagstæðu verði!
Comments