top of page
Search

Ben Chilwell til Chelsea!



Chelsea hefur tilkynnt um kaup á enska landsliðs bakverðinum Ben Chilwell. Má þar með sanni segja að Lampard hafi fengið "sinn mann" í þessa stöðu en Chelsea hefur verið á höttunum eftir Chilwell frá því í desember sl. Kaupverðið er talið vera 45 milljónir punda + aðrar 5 milljónir í árangurstengdar greiðslur. Þetta verða því að teljast býsna góð viðskipti hjá Chelsea og Marina Granovskaia, en upphaflegt verðmat Leicester City var í kringum 70 milljónir punda! Chilwell verður kærkomin viðbót í leikmannahóp Chelsea þar sem hvorki Marcos Alonso né Emerson Palmieri hafa náð að festa sig almennilega í sessi undir stjórn Lampard.


Chilwell er fæddur 21. desember 1996 og er því aðeins 23 ára gamall. Hann gekk til liðs við Leicester City aðeins 13. ára gamall og fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning þar árið 2015 en var þá lánaður til Huddersfield. Chilwell hefu síðan 2017 verið fastamaður hjá Leicester og slegið í gegn. Þrátt fyrir frekar ungan aldur hefur hann leikið 123 leiki fyrir Leicester, langflesta í byrjunarliði.

Það sem Lampard er sagður sjá í Chilwell er þetta jafnvægi sem Chelsea hefur skort í vinstri bakvörðinn. Chilwell er mjög öflugur fram á við en er einnig nokkuð sterkur varnarlega. Margir hafa stokkið á þá samlíkingu að líkja honum við sjálfan Ashley Cole, ég vil nú ekki ganga svo langt að sinni, því að mínu viti er Ashley Cole einn besti bakvörður sem spilað hefur leikinn! Leyfum Ben Chilwell að skapa sitt eigið nafn og sína eigin arfleið hjá Chelsea.


Velkominn á Stamford Bridge Ben! Við ætlumst til mikils af þér!

KTBFFH


bottom of page