top of page
Search

Ajax vs Chelsea

Keppni: Meistaradeildin

Dag-og tímasetning: Miðvikudagur 23. Október 2019, Kl. 16:55

Leikvangur: Amsterdam Arena

Hvar er leikurinn sýndur: Stöð 2 Sport, BT Sport, Bein Sport

Upphitun eftir: Sigurð Torfa Helgason

Chelsea

Síðasta laugardag þá etjaði Chelsea kappi við baráttuglaða Newcastle menn. Eftir sigur þeirra á Man Utd í umferðinni á undan var greinilegt að töluvert meira sjálfstraust er í þessu liði og var undirritaður ekki að sjá fram á að Chelsea liðið myndi ná að pota marki inn gegn skipulögðum Newcastle mönnum. En allt kom fyrir ekki og það var hinn markheppni Marcos Alonso sem skoraði laglegt mark með skoti rétt fyrir innan teigs þegar rúmar 15 mínútur voru til leiksloka.

Eftir lífsnauðsynlega sigurinn gegn Lille í síðsutu umferð er komið að hollenska stórveldinu Ajax. Chelsea og Ajax hafa ekki mikið verið að leika gegn hvort öðru á undanförnum árum, í raun er þetta fyrsti opinberi leikur liðanna þó þau hafi sex sinnum spilað í æfingaleikjum, síðast árið 2010 (sjá forsíðumynd), sá leikur tapaðist 3-1.

Kante og Rudiger verða hvorugir klárir og þá eru spurningamerki með Barkley og Emerson. Emerson hefur verið meiddur síðsutu vikur þannig að það verður að teljast ólíklegt að hann byrji þennan leik. Ég sé ekki fram á margar breytingar verði gerðar á liðinu, enda höfum við ekkert efni á því þar sem hér er um að ræða gífurlega mikilvægan leik. Fyrst að Barkely er tæpur þá verður það væntnalega Kovacic sem kemur í hans stað, en undirritaður væri alveg til í að sja Reece James taka þetta verkefni að sér á miðjunni. Þó svo að Pulisic hafi komið ferskur inn á í leiknum á móti Newcastle þá held ég að Lampard muni ekki hreyfa neitt við fremstu fjórum leikmönnunum. Spái liðinu eins og það sést hér til hliðar.


Ajax

Hér er um að ræða eitt mest spennandi lið Evrópu, enda voru þeir grátlega nálægt að komast í úrslitaleik meistaradeildarinnar þegar helvítis Spursararnir tryggðu sér sigurinn með marki undir lok leiks. Þjálfari þeirra er Erik ten Hag sem segja má að hafi verið nokkursskonar lærlingur Pep Guardiola þar sem hann var að þjálfa varalið Bayern Munchen á sama tíma og Pep var að stýra Bayern. Ajax spilar frábæran fótbolta og má líkja þeim við sætustu stelpuna á ballinu á síðasta tímabili - það voru allir pínu skotnir í þeim og auðvelt að halda með þeim. Eftir þessa frábæru frammistöðu á síðasta tímabili bjuggumst margir við að liðið myndi missa allar sínast helstu stjörnur, en það endaði síðan þannig að Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt voru einu lykilmennirnir sem yfirgáfu klúbbinn. Quancy Promes er leikmaður sem þeir keyptu frá Sevilla í sumar. Hann hefur farið vel af stað með liðinu og hefir meðal annars skorað í báðum leikjunum í riðlinum. Kláralega leikmaður sem Chelsea þarf að hafa góðar gætur á. Svo vitum við líka hvað leikmenn eins og Donny van der Beck og Dusan Tadic geta gert við knöttinn. Ajax hafa svo gríðarlegan hraða á vængjunum í þeim David Neres og Hakim Ziyech. Þannig að Chelsea liðið þarf að mæta vel skipulagt til leiks ef þeir ætla sér 3 stig, þetta er líklega sterkasta lið sem Chelsea hefur mætt í vetur ef undan eru skildir leikirnir gegn Liverpool.

Spáin

Á blaði ætti þetta að verða mjög jafn leikur og ég held að svo verði. Þetta er leikur sem við megum alls ekki tapa því þá verðum við einungis með 3 stig eftir eftir 3 leiki og líkur á Evrópudeildinni eftir áramót snaraukast (fer hrollur um undirritaðan). En ég held að við náum þessum þremur punktum sem við þurfum í 1-2 sigri. Tammy kemur okkur á bragðið og Jorginho setur hann úr viti. Ajax-liðar minnka muninn þegar lítið er eftir en vörnin okkar mun halda með naumindum.

Commentaires


bottom of page